Skáldskapur vikunnar: Allir fara

Smásaga eftir Michael Marshall Smith í þýðingu Hjörvars Péturssonar

Ég sá mann í gær. Ég var á leið heim í gegnum óræktina með Matta og Jóa og við sögðum Jóa að hann væri vitlaus af því að hann hafði séð þessa risastóru kónguló og hann hélt að þetta væri svarta ekkjan eða eitthvað þegar þetta var bara, kónguló sko, og ég sá manninn.

Við gengum niður eftir í áttina að blokkinni og hlógum og ég leit óvart upp og þessi karl var þarna við endann á götunni, hann var stór og kom gangandi í átt til okkar. Við fórum út af götunni áður en hann mætti okkur og svo gleymdi ég honum.