Grikkland, skýrsla, 20 maí 2019

kettirnir hérna, hótelin og plaststólarnir spretta upp eins og illgresi nema illgresinu er gefið að borða kettirnir liggja út um allt eins og innfallin hræ horaðir, skítugir pírðar glyrnurnar eins og linar geirvörtur í gagnsæjum brjóstahöldurum eins og tveir mínusar það er óraunverulegt að vera hérna í hótelborg við sjóinn ég vakna og fer í […]

Að kúga eða kúgast

Hún er Kærasta nr. 3 en samt er allt nýtt. Það eru engir leikir, engar grímur, ekkert kjaftæði. Þau fikra sig varlega nær hvort öðru, andlega og líkamlega, rúnta upp og niður sitt hvora fortíðina, útskýra sig. Þumall strýkur yfir fæðingarblett. Hálfmánalagað ör er uppgötvað neðan við hægri augabrún. Hreyfingar eru stúderaðar, kækir kortlagðir. Þegar […]

Ég er fagnaðarsöngur

HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]

Tvö ljóð eftir Fríðu Ísberg

AUGNSVIPUR augnsvipur reiddar til höggs og bráðum ætti að heyrast í þeim hviss hviss bíddu aðeins lengur það eru fjögur skref í kaffipásu fjögur skref fyrir mínútukarlinn tvö hundruð fyrir Sekúndu stofan er of björt fyrir janúarmorgun svefninn nuggast ekki úr kennaranum fyrr en hún áttar sig á stírunum pískur í lofti einhver hefur tússað […]

Erfiða togstreitan í Mean Girls, Clueless, Legally Blonde. Í gegnum gleraugu tvíhyggjunnar.

Í grein sinni Hegelskur módelsmiður veltir Brynjar Jóhannesson fyrir sér díalektík líkama og hugar út frá togstreitu kvikmyndaáhorfandans. Áhorfandinn gerir sér grein fyrir bágri internet-einkunn; hann veit að Hollywood myndin fyrirsjáanlega mun ekki svala þorsta hugans vitsmunalega og því hlýtur hún að svala andstæðunni, líkamanum. Þetta er samsvarandi ástand og þegar hugurinn svignar undan líkamlegri […]