Þóra

Framfarir

Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]

Þóra

Brot úr Kviku

Orð Hann er algjör meistari í að snúa orðum mínum gegn mér. Hann man allt betur en ég og getur rifjað upp ólíklegustu hluti sem ég hef sagt og sett þá í óheppilegt samhengi. Þegar við rífumst ræðst hann á mig með orðunum mínum. Þá líður mér eins og stúlku sem hefur klippt af sér […]

Ég er fagnaðarsöngur

HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]

Þóra svikaskáld

  Minnið er svikul skepna Minn sannleikur er ekki lengur sá sami og þinn tíminn okkar markar svipuför á minni mínu ég valdi þig, vildi þig, tærðist upp með þér það hefði verið hraðvirkara að gleypa bláa og hvíta uppþvottavélartöflu Bölvun Ég fór um heimili þitt ber að neðan í karrýgulum ullarsokkum ég néri mér […]