Marko Niemi

Ljóð eftir Marko Niemi

Dagur rennur upp, múrinn brestur, skip svamla á himni, nú máttu fossa, breiða úr þér, blása kröftuglega, ó syngdu söng lofts, söng elds, svo úr þér flæði gleði, birta, ekkert beisli, ekkert en, syngdu hástöfum, já syngdu um von, von. Ég veit ekki hvar þú ert, þú rauða láglendi             […]

Ragnheiður Harpa

Undirheimar

Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði því betur finn ég að undirmeðvitundin er gnægtarpollur hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað neðansjávardýrin eru ófreskjurnar sem umbreytast um leið og horft er á þær faðir minn kenndi mér að veiða í net móðir mín […]

Þóra

Framfarir

Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]

Brot úr Konu sendiherrans

K.S. flýtti sér skelkuð inn á læknastofuna. Hún fann stór augu ritarans fylgja sér eftir þar sem hún sat hokin fyrir aftan skothelda glerið eins og stór karta. Af lækninum stafaði daufum sígarettufnyk. Hann dustaði rykið af skrifborðinu með annarri erminni áður en hann lét þykka möppu falla þunglamalega á borðið með miklum skelli. – […]

Leifturmynd af hjónabandi

Þú hallar þér upp að konu þinni í nærfataverslun á Laugaveginum á Tenerife: Þið eruð stillimynd í óreiðu glaðværra sólbrenndra andlita. Veitið hvor annarri skjól fyrir krefjandi tilboðum. Svo, skyndilega er hún hrifin frá þér. Hverfur eins og bæn inn í vímu hins ágenga eðlileika. Æðir um rekkana einbeitt á svip stansar svo snarlega heldur […]

Kvöld

Þröskuldur hússins er þjöl drengurinn yddir tennur með þjöl ylfingstennur. Ryð þaksins sáldrast látlaust ryð þaksins litar hörund hans mjúkt hörund hans sáldrast látlaust hvenær er þetta eina þak búið? Hvenær hættir þakið að sáldrast Af þröskuldinum horfir hann á himin stjarnanna stjarnanna — drengurinn. Einhver hlær úti opnum hlátri — berar vargstennur hlær. Ljóð […]

Frostrósamanifestó, 19/11/2017

 [ógreinilegt]   Frostið kemur. Frostið kemur, og étur þig.   Frostið kemur. Frostið kemur. Frostið kemur, og ég…   Haa Aaaaaa. Tsjíííú.   Hvar er [ógreinilegt]?   Ó, þraukum frostið   [ógreinilegt]   Föl yfir öllu á morgun Frosinn heimur, á morgun.   Náttúran bíður, afþýðingar.   Undir jöklum. [ógreinilegt].   Trén sofa. Dýrin […]

Um að girða

Ég held það hafi verið viljandi að þú hafir ekki þurrkað þér í framan þegar við fórum aftur út meðal vina okkar   safi minn situr eftir í skegginu þínu og mér finnst það hot   og ég ímynda mér ég myndi ábyggilega vilja vera kærasta þín ef þú værir ekki svona mikill alki   […]

Flugfiskar

Cheilopogon heterurus   torfur af fljúgandi fiskum komu á móti mér   Var tilbúinn í göngutúr er ég sá frostþokuský úr fjarska -eins og dreka á vatni-   það voru torfur af fiskum að koma fljúgandi úr norðri eins og skriðdrekar sem kæmu skyndilega inn götuna og ég væri ekki búinn að frétta af neinu […]

Kona í baðkari

Hún liggur í baðkarinu í hnipri, heldur utan um hnén, ljós hárþyrillinn úfinn, augun starandi. Skrámuð og marin á skrokkinn, sköðuð til ólífis á sálinni. Í fallegu og velhirtu baðherbergi í austurborginni er þessi kona í baðkerinu eins og sprenging, geðveiki hennar ekki í samræmi við neitt venjulegt. Þeir komu með hana á svörtu maríu […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Úr stafrófinu eftir Inger Christensen

8 hvíslið er til, hvíslið er til, haustið, heimssagan, og halastjarna Halleys; herskararnir eru til, hjarðmúgurinn, höfðingjarnir, holurnar, og inni í holunum hálfskugginn, inni í hálfskugganum af og til hérarnir, af og til laufskrúð fyrir holunum þar sem burknarnir eru til; og brómber, brómber, af og til hérarnir í skjóli laufskrúðsins og húsagarðarnir eru til, […]

það sem upp var lagt

það er upplagt að leggja þetta upp sagði maðurinn og hallaði undir flatt. Konan leit á hann vantrúuð ég veit það ekki, mér finnst þetta ekki upplagt sagði hún og lagðist upp maðurinn leit á hana snúðugur hann lagði upp hárið ég skil ekki þessa mótstöðu mótstaða, vinur minn, sagði konan letilega og stakk litla […]

á skrifstofunni

stend fyrir framan skrifborðið klæddur í gulan pollagalla með fötu í vinstri og skóflu í hægri söndugt hor á efrivör ég á þessa skrifstofu hvítir veggirnir lykta af festu og eirðarleysi á tölvuskjánum blikka þrjú þúsund ólesin ímeil eða þrjú þúsund skærrauð umferðarljós í Ártúnsbrekku er fjörutíu mínútna umferðarteppa en ég er bara hér á […]

Sauðburður

Verkalýðsdeginum ber að fagna í rigningu. Svo var það einnig þetta árið. Bændur og búalið fagna vætunni, sérlega falli hún lóðrétt sem mildur úði í blanka logni. Mjúklega strýkur hún grængresið og smýgur ofaní svörðinn, veitir gróðrinum næringu og kraft. Litar jörðina græna. Búmaðurinn andar léttar á svona dögum. Hárfínir regndroparnir vökva líka harðindaþreytta sálina. […]

Listi yfir ánægjulegar athafnir í efnahagslegum veruleika (hvernig væri að ramma hann upp á vegg?)

Þegar við erum lágt stemmd eða í geðlægð eigum við oft mjög erfitt með að taka okkur eitthvað fyrir hendur sem gæti breytt ástandinu og bætt líðan okkar. Ein af ástæðunum getur verið sú að okkur dettur einfaldlega ekkert í hug. Ímyndunaraflið er ekki beinlínis upp á marga fiska. Þá getur verið gott að eiga […]

Hugleiðing um alþýðuhefð

Country Roads „Fjórða kynslóð vörubílstjóra er fædd!“ Þetta var tilkynnt innan fjölskyldunnar þegar ég ól frumburðinn. Þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf bílstjóri en þó elsta barn elsta sonar þá lá beint við að framtíðaratvinna sonar míns væri ákvörðuð þarna á fæðingardeildinni á Akureyri. Við erum nefnilega fjölskylda á ferðinni, starfsgreinahefð okkar, tal og […]

Sálufélag kvenna

Stóra systir segir að ég giftist þegar ég fæ brjóst Stóra systir gaf mér snyrtibuddu í fermingargjöf og rúllur til að setja í hárið svo ég geti lært að vera kona Ekki seinna vænna en á sjálfan fermingardaginn að tína púður upp úr buddu bláan augnskugga bleikan lit á varir dökkan maskara á ljós augnhárin […]

Páll Ivan frá Eiðum – Atvinnuleysi fyrir alla

Lóa góða hundskastu upp við vegg
já nú verður þú loks skotin
því að þú hefur hallmælt letinni bitch
og þau orð þín voru rotin

allir vilja reis’ við fallbyssurnar
á meðan stend ég og stari
því úr verki verður harla margt
ef maður er aldrei latur

vinnan er mölur, já, vinnan er ryð
böl sem getur öllu grandað
mann fyrir mann og borg fyrir borg
en við viljum bara frið

lóa góða öll götuljósin eru rauð
og stimpilklukkan logar
mávurinn besti kemur snart
og étur hræið þitt góða

Kári Páll Óskarsson

Þessi babýloníski ruglingur orðanna

Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]

Andrés gefur öndunum

Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]

Ragnheiður Harpa

Rætur

Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]

Eyþór Gylfason

Ástarsorg #9

Ég var haltur einn dag í ágústmánuði og komst að því að ég hafði þróað með mér ofnæmi fyrir tunglskininu, ég prófaði allskyns smyrsl til að sporna við þessari veilu en ekkert hreif. Þetta voru erfiðir tímar var mér sagt, en raunar man ég voðalega lítið eftir þeim. Það er líklega það besta við minnið; […]