Leifturmynd af hjónabandi

Þú hallar þér upp að konu þinni í nærfataverslun á Laugaveginum á Tenerife: Þið eruð stillimynd í óreiðu glaðværra sólbrenndra andlita. Veitið hvor annarri skjól fyrir krefjandi tilboðum. Svo, skyndilega er hún hrifin frá þér. Hverfur eins og bæn inn í vímu hins ágenga eðlileika. Æðir um rekkana einbeitt á svip stansar svo snarlega heldur […]

Skyndilegt umsátur sem skiptir ekki nokkru máli eftir Evu Rún Snorradóttur

  Á gatnamótum stöndum við í hnapp, áhugalausir ferðamenn í skipulagðri göngu um sögulega staði þrælahalds í borginni. Sitjandi á ísskápum í gardínulausum gluggum báðum megin okkar svo langt sem augun eygja, sviplausar konur af asískum uppruna. Áfram gakk. Híf op. Allir mínir menn. Leiðtogi göngunnar rekur okkur áfram, það þarf að skoða gamalt hús […]