Parið

Daðrandi dansandi með langa gráa lokka glampa í augum og glott í stíl. Skýtur upp í sig snöfsunum af miklum móð meðan kærastan rífst og reiðist og rakkar niður alla þá sem eiga ekki upp á pallborðið hennar.