Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION

100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein

Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti.

Sigg er nokkuð sem er það harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn.