Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018

ALLT SEKKUR IX ef ég ætti dýragarð þá myndi ég hafa búr með mönnum auðvitað þyrfti að virða mannréttindi þeirra sem væru til sýnis og kjarasamninga sömuleiðis ég myndi bjóða þessu fólki lífsskilyrði sem væru beinlínis eftirsóknarverð í augum gestanna þetta væru fyrirmyndareinstaklingar fremur en einhverjir vesalingar ég hef nú þegar augastað á ungum lækni […]

Bláa Hawaii: Haukur

Dómar I. Kölnarvatn á maður ekki úr krananum drekka, segir Katharina á palli. Lestina setur hljóða, uns hún greikkar sporið og leggur München að baki. Ilmvatn, kvenmannsháls, sól leiða hugann til Hólmavíkur, þang, tíst, fjara vorið í Norðri hefur sinn sérstaka angan. II. Altari kirkjunnar í Köln þarf líka að þrífa. Svo Petra krýpur og […]

Dýpt og alvara: Fleet Foxes á Iceland Airwaves

Á laugardagskvöld lék bandaríska þjóðlagarokksveitin Fleet Foxes í Eldborgarsal Hörpu en tónleikarnir voru hluti af dagskrá Iceland Airwaves. Hljómsveitin sló í gegn með plötu samnefndri sveitinni árið 2008 en hljóðheimur hennar, útsetningar og lagasmíðar þóttu minna um margt á þjóðlagarokk sjöunda og áttunda áratugarins og var sveitin gjarna borin saman við Crosby, Still, Nash & […]

Skortir kraft heildarinnar

Um Safnljóð 2006-2016 eftir Gísla Þór Ólafsson

Árið 2003 kvað skáldið Gísli Þór Ólafsson sér hljóðs í Lesbók Morgunblaðsins með ljóðinu „Ást á Norðurpólnum“. Í ljóðinu er spaugileg sviðsetning þar sem brugðið er upp mynd af elskendum sem njóta ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum. Það er samt ekki sviðsetningin sem slík sem gerir ljóðið eftirminnilegt, heldur sjónarhornaskiptin þegar ljóðmælandinn spyr: […]

Að stilla sig

Erfitt að leggjast ekki í gólfið þegar börnin byrja að væla. Erfitt að geta ekki velt sér á hina hliðina þegar hún vill ræða málin. Erfitt þegar forstjórinn kitlar alla nema mig. Erfitt þegar reikningar birtast í heimabankanum. Erfitt þegar launablað Frjálsrar verslunar kemur út. Erfitt þegar bíllinn stenst ekki skoðun. Erfitt að fá léttan […]

Sorgar- en ekki sigurmars

Tónleikar PJ Harvey á Iceland-Airwaves á sunnudagskvöld hófust á trommuslætti. Sviðið var þó enn autt og eftirvæntingin mikil; áhorfendur blístruðu og kölluðu þegar fyrstu tónarnir bárust út í salinn, klöppuðu saman lófum, fögnuðu. Svo gekk hljómsveit inn á sviðið í einfaldri röð, svartklædd, meðal annars blásarar með glampandi horn og þegar þau tóku að hljóma […]

Samlesnar predikanir – loftsöngur eftir Hauk Ingvarsson

  nothæf rothögg fyrir vanhæf fyrirtæki og þrothæf tækifæri fyrir litlar stórar og meðalstórar gjaldskyldur ráðstjórnin bindur vonir við að kjallaramellur gefi karamellur svo gjaldeyrin börn fái veð í stígvélum og pollagöllum handa samþrota félagi já nú þarf að slá um sig herra ráði svo ekki þurfi að gjaldborga lán slegna skjaldborg lánleysingja og hámark […]