Skáldskapur vikunnar: Eldar

– smásaga eftir Steinar Braga

Þau voru að sofna þegar hann fann lyktina af reyknum. Einar lá hreyfingarlaus og þefaði út í loftið.

„Finnurðu lyktina?“ spurði hann.

„Lykt?“ Lúsía lokaði bókinni og virti hann fyrir sér.

„Lykt af reyk.“