Til leiðsögumanna

– á erfiðum tímum Leiðsögumenn allra landa sameinist! og leiðið okkur leiðið okkur um leynda staði nýjar slóðir meðan við neyðumst til að dvelja hér hvert með öðru ég veit að þið eigið plástur í vösum til að setja á bágtið þegar við hrösum og áttavita og vegahandbók sögur og snýtubréf og spritt ég veit […]

Úr Stund klámsins: Feimnismálin. Hvaða erindi eiga þau inn í bókmenntirnar?

Millistríðsárin voru tími pólitískra og menningarlegra átaka á Íslandi. Borgarmenning undir erlendum áhrifum var að skjóta rótum í Reykjavík og árið 1925 skrifaði Halldór Kiljan Laxness, sem frægt er orðið, að höfuðstaðurinn hefði nú „í skjótri svipan eignast hvað eina, sem heimsborg hentar, ekki að eins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig footboll og hómosexúalisma“. Halldór […]

Ljóð eftir Kristínu Svövu

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]

Skáldskapur vikunnar: Sjálfshugul gögn eftir Donato Mancini

Í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur

Muna að vera varkárari í upphafi og afhjúpa frekar smám saman það sem ætlunin er að skýra hér. – Marquis de Sade La réponse est le malheur de la question. – Maurice Blanchot Hver er formgerð spurningarinnar? „Það sem við vissum þegar við vorum þú veist hvar?“ (S. Rodefer) Hefur þú yndi af fallegri ljóðlist? […]

Skáldskapur vikunnar: Kraftaverkið Tammy eftir Feliz Lucia Molina

í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur, sem einnig skrifar ferðasögu

Síðasta sumar lagði ég leið mína í fyrsta skipti til vesturstrandar Bandaríkjanna, ásamt vinkonu minni Guðrúnu Elsu Bragadóttur sem stúderar bókmenntafræði þar vestra. Við pöntuðum okkur flug til hinnar mjög svo fyrirheitnu borgar San Francisco og hugðumst dvelja þar í rúma viku. Þegar við höfðum samband við tengiliði okkar á svæðinu, ljóðskáldin Alli Warren og […]