Sagan af Jósef – ellegar Andrésarguðspjall

Það er mikið verk og margbrotið sem leikstjórinn Andrés Veiel býður uppá í heimildamynd sinni – Beuys – sem sýnd er í Bíó Paradís í dag ( og aðeins ein sýning eftir og því ástæða til að henda fram pistli um hana einn tveir og…..)  Joseph Beuys er viðamikil fígúra. Kannski er rétt að lýsa […]

Í návist hins vanhelga: Fórnarlíkið

Hversvegna þá ekki að trúa á sjálfa listina, á sköpunarmáttinn sem býr innra með okkur? Á tímum þegar litið er á manninn sem neytanda á ýmiskonar framleiðslu og vörumerkjum, megum við ekki gleyma að við getum hvenær sem er tekið völdin í okkar hendur. – Erna Ómarsdóttir í leikskrá Fórnar. Stöðnuð kerfi, þröngur rammi, ofbeldishneigð […]

Norðrið á stofuborðinu

Þankar um heimildir - ímynd og skáldskap

Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð – en við skulum gefa okkur á annað þúsund hér til að skoða nokkrar hliðar á ljósmyndavirki Ragnars Axelssonar, hins þjóðþekkta könnuðar og listamanns sem fært hefur okkur svo mörg undur á síðum Morgunblaðsins í gegnum tíðina. Líkt og Edward S. Curtis færði okkur indjánann á ljósmyndastofunni, færir […]

Skrýtin, áhrifarík og eftirminnileg

um Zombíland eftir Sørine Steenholdt

Skáldheimur hinnar þrítugu Sørine Steenholdt, sem birtist í smásagnasafninu Zombílandi, er fullur af örvæntingu, ofbeldi, alkohólisma og hryllingi einhverskonar nástaðar á mörkum hins siðaða heims. Í raun og veru einhver al-versta landkynning sem mögulega hægt væri að bjóða uppá ef þessi grænlenski höfundur væri að hugsa um það að kynna land, þjóð og tungu – […]

Kitlað í orgbotninn; Húrra fyrir Grétu!

Sest fremst og salurinn myrkvast, mikið af allskonar fólki, ungu fólki samt mest, fólki sem finnst gaman að fara í leikhús en er ekkert alltaf í leikhúsi; þetta er síðasta sýning – á síðustu forvöð að drífa sig. Leikararnir ganga á sviðið, sem er gólfið í salnum. Þeir kynna leikritið, það er engin sýningarskrá. Fínt. Ég held að leikritið sé byrjað. En það er það ekki.

Hin heilaga tilraun – um Skordýr Benna Hemm Hemm

Ekkert verður af engu, og allskonar. Kannski er best að lesa þessa rýni með soundtrakki. En það skiptir ekki máli. Gildir einu. En ég get sagt ykkur það strax, hún er full af einhverju, trú á eitthvað; dulúð sköpunar og sjálfstrausti og auðmýkt, en kannski fyrst og fremst leik og drunga og leiðslu og hugsunarleysi, […]

Vesen að vera

Vesenis tesenis vera – um Viðrini veit ég mig vera óskilgreinda tegund bókmennta eftir Óttar Guðmundsson, Skrudda 2015  Áhugaverð – en undarleg Það er vissulega satt og rétt sem Óttar Guðmundsson geðlæknir tekur fram í upphafi bókarinnar um frænda sinn, Magnús Þór Jónsson – Megas – að sitt sýnist hverjum um túlkanir á ljóðum/textum hans […]

Af röngunni í Ríó

Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]

Endanlegt form sögulegra verka

Innsæishöggmyndir á endanlegu formi – Eða, Siggi Gúmm var miklu meiri pönkari en Bubbi Morthens  – Mountain eftir Sigurð Guðmundsson er eitt af hans þekktustu verkum. Allar myndir í meðfylgjandi umsögn eru af vef i8 gallerísins í Reykjavík um Dancing Horizon, yfirlitsbók um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar 1970-1982. Crymogea 2014.   „I often say in my […]

Má bjóða barninu þínu nammi? – um fantasíur; ævintýri og þvaður

Rýnirinn Arnaldur Máni Finnsson fjallar um handahafa Íslensku Barnabókaverðlaunanna, Leitina að Blóðey og Síðasta Galdrameistarann, sem tilnefnd er til íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Stimpillinn segir lítið til um gæðin  Það vill nú þannig til að við erum svag fyrir stimplum og dómum, stjörnum og gífuryrðum – þó sér í lagi um gæði bóka – og […]

Í ástinni skal teflt til sigurs

Um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur

Er þá ekki best að láta það eiga sig að fikta í tökkunum? spyr maður sig. Nei, ég held maður eigi að fikta en fara samt varlega. Maður verður að hreinsa út. Því sársaukinn verður eftir í heiminum þegar maður deyr, hann hverfur ekki með manni, hann situr eftir í jörðinni, hann sogast upp í […]

Í borg varga og sorgar

„Trúður spúði eldi annar keyrði sverð…“ Á ferli hvers höfundar verða vörður og óhætt er að segja að með Blóðhófni (2010) hafi Gerður Kristný slegið nýjan tón í höfundarverk sitt með rammgerðri, háskalegri og rorrandi fornri ljóðsögu – sem að auki naut gríðarlegra vinsælda. Tveimur árum seinna kom út Strandir sem var í ætt við […]

Ein-saga af einlægni sögð

- um Veraldarsögu mína, ævisögu hugmynda eftir Pétur Gunnarsson

Skáld og rithöfundar, listamenn og konur ganga að jafnaði með einhverskonar hugmynd um sig (rétt eins og aðrar opinberar persónur) og leggja margir nokkuð á sig við að skapa ímynd sína með verkum sínum eða gjörningum. Pétur Gunnarsson er íslenskum bókmenntaunnendum löngu kunnur og vinsældir verka hans nokkuð stöðugar að því að manni virðist. Pétur […]

Af villiljósum, náðargáfu og endalausu stríði

Viðtal við Guðmund Brynjólfsson, höfund Gosbrunnsins

Mér hefur verið teflt fram algerlega að tilefnislausu til að þjóna físnum höfundarins, raunar myrtur til þess eins að örva lyktarskyn lesandans. En hvers á ég að gjalda þegar gagnrýnendurnir fara svo að auki að draga mig fram og ljúga því blákalt upp að ég hafi sagt það sem þeir eru að hugsa? – Lenor […]

Kjánar á jaðrinum

Um Krummafót og Kisuna Leonardó

Mikil gróska er í ljóðabókaflórunni um þessar mundir en þó ekki þannig að á því beri hjá stóru forlögunum. Úr ranni ritlistardeildar Háskólans rennur nokkuð af ferskvatni í fljótið mikla sem flæðir yfir bakka sína fyrir þessi jól eins og önnur. Ekki er mikið um bækur skálda sem hafa markað sér sess í ljóðadeildinni en […]

Við hugsum öll of mikið: Um París Norðursins

Kvikmyndin París Norðursins minnir á Hal Hartley myndir níunda áratugarins, fjallar á einhvern hátt um karlmenn í tilfinningalegri kreppu, viðkvæma karlmenn og hörundssára, karlmenn sem virðast jafnvel ekki hafa yfirsýn á grunngildin í lífinu og þess vegna ekki stefnu í lífinu. Við kynnumst aðstæðum þeirra í raun og veru ekki í gegnum lífið í þorpinu […]

Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!

Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár

Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]

Það er lyginni líkast þegar konseptið ber sannleikann ofurliði

Það er alltaf verið að ljúga að manni og manni finnst það misalvarlegt, stundum sækist maður jafnvel eftir því að veruleikanum sé hliðrað aðeins ef það er þannig sem maður sjálfur getur litið soldið betur út. Þetta er rosalega djúp sýning, það er rosalega mikil rannsóknarvinna að baki, þetta er samstarfsverkefni þriggja landa, það eru vísanir í svo margt í þessari sýningu. Og var ég búinn að segja þér, að hún er rosalega djúp sko, ef þú skilur hana ekki, ekki vera reyna skilja hana, hún er svo djúp, þú bara átt að vera á andlegu ferðalagi sko, þú átt að upplifa og iðrast, endurfæðast sko. Jesús var þrjá daga í gröfinni sko, það er hvalurinn sko. Hindúar fundu sko sín æðstu trúarrit á hafsbotni sko, það er það sama. Skilurðu. Þetta er trúarleg reynsla. Þetta er trúarlegt.

Ekki reyna að skilja það. Textinn er allur úr AA-bókinni. Þetta er sko alvöru uppgjör.

Ferjan: Táknrænt ferðalag?

Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar Hildur Berglind Arndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir Halldór Gylfason Guðjón Davíð Karlsson Hilmar Guðjónsson Birgitta Birgisdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir Elva Ósk Ólafsdóttir Það er vissulega fólgið í auga þess […]

Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth

Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave

Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]

Engill til bjargar: Prédikanir á föstu

Að taka föstutextana alvarlega er að íhuga föstuna með sínu trúarlega inntaki, þann aðdraganda að krossfestingu Krists sem gerir stöðu hans og fórn áþreifanlega í lífi hins trúaða. Við búum aftur á móti við hefðir og í sumum þeirra felast möguleikar á því að „koma sér hjá föstuboðskapnum“ – eins og raunin var í prédikun […]

Smituð af hungri réttlætis: Prédikanir á föstu

„Gef öllum þeim sem hungra brauð þitt, en hungur réttlætis þeim sem nóg eiga brauð.“ – Úr suður-amerískum altarisgöngusálmi. Það er nokkur list – sér í lagi í prédikun – að skilja mál sitt eftir í því tómi að þeir sem hlýða velti þeim punktum sem fram voru settir í hófsemd og komist að eigin […]

Andi rýmis og orka steina

Vissulega er það í auga sjáandans að nema helgidóma gamalkunnugs rýmis, anda sem liggur í loftinu og hefur þannig áhrif á það sem í því fer fram. Sú tilfinning vaknaði á sýningu Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði að maður væri genginn inn í helgidóm, látlausan og fábrotinn, bænastúku í Kyoto eða Þingvallakirkju, enda […]

Sjö aðra sér verri: Prédikanir á föstu

„Látið engan tæla ykkur með marklausum orðum því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.“ (Ef.5.7) Það má með sanni segja að textar föstunnar séu með þeim torveldari þegar kemur að verkefni prestsins að leggja út af, glaðsinna og bjartsýnn, sóknarbörnum sínum til upplyftingar og mannbætandi íhugunar. Guðspjall síðastliðins sunnudag […]

Erindi kanverskrar konu : Prédikanir á föstu

Við erum hastarlega slitin úr sambandi við mögulegan áhrifamátt prédikunar eins og hún verkar í heiminum þegar við kynnumst ekki erlendum straumum og stefnum. Það er nákvæmlega af sama meiði og að kynnast erlendum listum, leikhúsi, tónlist; það eflir okkur sem neytendur lista og þroskar. Fram að því að kvikmyndin Málmhaus leit dagsins ljós s.l. […]

Taka boltann, takk takk

Það er svo mikið talað um þann íslenska ósið þessa dagana að farið sé í manninn en ekki málefnið og því þakka ég Starafugli fyrst og síðast fyrir að vera farvegur umræðu, misgildishlaðinnar, um hlutverk menningar í samfélaginu og hvernig t.d. sé hægt að spyrða saman hugtakið þjóð og leikhús svo vel sé. Í þakkardebatt […]

Innreið syndarinnar: Prédikanir á föstu

I Það er ekki nýtt þó nokkuð sé um liðið síðan rýnt hefur verið að gagni í prédikun kirkjunnar eins og um hverja aðra menningarrýni sé að ræða. Það er að mínu mati verðugt verkefni og áhugaverð áskorun á þessari föstutíð að greina prédikunarkúltur útvarpsmessunnar, m.a. vegna þess margbreytileika sem birtist í prédikun presta þjóðkirkjunnar. […]