Skáldskapur vikunnar: PLASTBLÓM eftir Yahya Hassan

Í ÍBÚÐINNI SEM ÉG KVEIKTI Í
BORÐUÐUM VIÐ ALLTAF Á GÓLFINU
PABBI SVAF Á DÝNU Í STOFUNNI
SYSTKINI MÍN ÞAU SEM ÞÁ VORU FÆDD
DREIFÐUST ÚT UM ALLA ÍBÚÐ
EITT VIÐ TÖLVUNA EITT SKRÍÐANDI Á GÓLFINU
OG EITT HJÁ MÖMMU Í ELDHÚSINU
EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ PIRRA SYSTKINI ÞÍN
ÞÁ BRENNI ÉG ÞIG
SAGÐI MAMMA OG OTAÐI KVEIKJARANUM HANS PABBA