Brynja Hjálmsdóttir

[án titils]

Kona leggur ekkert inn í bankann Stendur ber eins og aumingi í afgreiðslunni segir: Mikið þætti mér nú gaman að fá einn pening Og gjaldkerinn segir: Það eru engir peningar til lengur Bara skuldir og þær máttu fá eins margar og þú mögulega getur riðið heim í hlað

Brynja Hjálmsdóttir

Ljóð eftir Brynju Hjálmsdóttur

Hún deplar augunum hratt hratt hratt til að losna við alla hundana Segir: Hér er enginn hundur Enginn svartur hundur sem liggur á engum sófa Þú ert ekki svartur hundur Það liggur ekki á þér neinn svartur hundur Þú ert ekki að kremjast undan svörtum hundi allan daginn líka þegar það er sól og þú […]