Heimferðir

Christine de Luca ljóð Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði Þegar ég neyti menningar núorðið, þá verð ég oftar en ekki pínulítið áhyggjufullur. Kvíðinn jafnvel. Hverju ætli sé verið að pranga inná mig núna? Verður þetta eitthvað? Verð ég ekki bara enn einu sinni fyrir vonbrigðum? Er þetta ekki bara sama gamla fjöldaframleidda draslið og […]

Bónusljóð – endurunnin útgáfa!

Bónusljóð, ein mest selda ljóðabók allra tíma á Íslandi, hefur nú loksins verið aukin, endurunnin, endurskoðuð og endurprentuð til samræmis við ströngustu kröfur neytenda og alþjóðlegra staðla um gæði ljóðmetis. Úr kynningartexta Það mætti segja mér að Bónusljóð hafi verið helvíti sniðug þegar þau komu fyrst út árið 1996. Bónusljóð. Gefin út af Bónus. Seld […]

Óbragð og magaverkur

White Europe - Dómur um sviðslistahátíð

Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni. Yfirgefna kumbaldanum í Savonlinna sem einu sinni var lestarstöð en hefur verið látin grotna niður frá því nýja lestarstöðin var vígð fyrir nokkrum árum. Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni í eigu bæjarverktakans sem vonast til að fá að rífa og byggja nýtt þegar byggingin verður orðin nógu sjúskuð […]

Til minningar um Mary

Eftirágagnrýni um Mary Poppins

„En oftast langaði mig þó aðallega til að hengja mig, því að allur hversdagslegur raunveruleiki minn einkenndist af andleysi. Ég og ófáir aðrir vorum búin að missa trúna á samfélaginu. Fólk var ekki einu sinni sérstaklega reitt lengur. Það er erfitt að eiga auka orku í að vera reiður þegar maður vinnur að lágmarki ellefu […]

Afdráttarlaust: Smartlandið

Fyrst kom eldgos. Eyjafjallajökull. Í framhaldi af þeim stundarpirringi sem eldgosið hafði á flugfarþega í Evrópu ákvað íslenska ríkið að hefja allsherjarauglýsingaherferð á Íslandi og Íslendingum. Að þeir væru svo fallegir og hipp og klikkaðir og léttskapandi. Ráðist var í gerð kynningarmyndbands sem þjóðin var hvött til að dreifa á samfélagsmiðlum til útlenskra vina sinna. […]

Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Kannski deyr hann í dag eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson

  Það verða mikil leiðindi þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Fólk mun leggja blóm við leiði hans, skrifa nafnið sitt á lista um að reisa af honum styttu. Já, það verður mikil sorg, þegar hann deyr loksins útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel. Innanríkisráðherra mun halda ræðu í beinni útsendingu, […]

Rigningarvatn

List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]

Takk Snæbjörn – fyrri hluti

Snæbjörn skrifaði frábæran pistil sem ég var að sjá rétt í þessu. Snæbjörn Brynjarsson heitir hann víst. Hann útskrifaðist úr Fræði og Framkvæmd, eins og ég. Býr í útlöndum, eins og ég. Ég minnist þess að hafa einu sinni talað við hann. Þá var ég að hefja mitt þriðja ár í skólanum, hann hélt hinsvegar […]