Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

Um Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Mér finnst dálítið skrítið, en jafnframt heiður, að skrifa um verk Gyrðis Elíassonar. Hann stendur mér svo nærri og hefur fylgt mér um langt árabil – á pappírnum auðvitað, ekki bókstaflega (það væri krípí). Hann hefur hvílt í jakkavasanum á rölti mínu um erlendar borgir, legið með mér uppi í sófa á íslenskum skammdegiskvöldum, setið við hliðina […]

Listin að lesa bækur

Þú verður að gera allt til að komast upp með að lesa bækur. Ljúga, svíkja, svekkja, narra, blekkja. Að öðrum kosti nærðu aldrei að lesa neitt. Og það er alltaf farsælasta og besta lausnin á hverjum vanda: að lesa. Ef þú stendur til dæmis andspænis erfiðu máli í einkalífinu: lokaðu þig þá af og lestu […]

Samlokan

„Fljót, myndin hefst klukkan átta,“ ýlfraði Jónas stressaður. „Eða viltu kannski líka borða mexíkóska söluvagninn?“ „Ha ha.“ Sólveig var orðin svo pökkuð að hún gat varla hreyft sig. Fimm enchiladas! Hún lötraði af stað á eftir Jónasi, leiðin að kvikmyndahúsinu var ekki sú fallegasta í New York, ótal flautandi og reykspúandi bílar þeyttust með leifturhraða […]

Ljóð eftir Sverri Norland

GARÐURINN MANNS maður verður að rækta garðinn sinn hafa trén svo tignarleg að þau teygi sig yfir í næstu garða og skyggi á útsýni nágrannanna fá meindýraeyði (þann dýrasta = blóðþyrstasta) svo maður losni við rottur leigja út herbergið í kjallaranum til að safna fyrir heitum potti og trampólíni snöggslá grasið spreða þykkum áburði á […]

Net- og nátttröllin hans Guðbergs Bergssonar

Í hvert skipti sem snákurinn Guðbergur Bergsson skríður slímugur út úr helli sínum og engist um í illskiljanlegum orðakrampa sem eflaust er ætlað að hrista upp í staðnaðri og nautheimskri íslenskri þjóð – beitir til að mynda annálaðri orðsnilli sinni til að gera grín að fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar, nú, eða þá bara konum sem heild – […]

Við erum öll sama manneskjan (og samt ekki)

Hugleiðingar mínar í tengslum við þýðingar Hjalta Rögnvaldssonar á bókum Jon Fosse

Jon Fosse er norskur höfundur, fæddur árið 1959, og hefur á löngum ferli skrifað ótal bækur og leikverk. Mér skilst að leikverk hans hafi verið sviðsett oftar en þúsund sinnum, sem hlýtur að teljast nokkuð góður árangur (það er næstum jafn oft og ég tékkaði tölvupóstinn minn á meðan ég skrifaði þessa grein), og svo […]

Samtíminn skiptir engu máli (og er í rauninni ekki til)

Stutt hugleiðing í kjölfar lesturs á „Verndargrip“ eftir Roberto Bolaño, í íslenskri þýðingu Ófeigs Sigurðssonar

Þeir Íslendingar sem svekkja sig á Nóbelsverðlaunum bandaríska þjóðlagasöngvarans Bobs Dylan, sem margir vissu ekki einu sinni að sýslaði við bókmenntir fyrr en sænska akademían leiðrétti þann misskilning snarlega með yfirlýsingu sinni í síðustu viku, ættu að geta huggað sig við að nýlega kom út fyrsta íslenska þýðingin á verki eftir „alvöru rithöfund“ – það vill […]

Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna

Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]

RIFF: Boyhood

Sú mynd sem mig langaði mest að sjá á RIFF að þessu sinni var Ungdómur (Boyhood) eftir leikstjórann Robert Linklater, höfund þrenningarinnar góðu, Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Ég var einnig mjög hrifinn af fyrstu myndum Linklaters, Slacker, sem fjallar um nokkra dásamlega stefnulausa slæpingja í Austin, Texs, og svo Dazed and Confused, […]

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]