Raunhagkerfi vampírusmokkfisksins

Á dögunum sá ég mann í matvörubúðinni Netto við lestastöð í Kaupmannahöfn. Hann stóð í langri biðröð að loknum enn lengri þriðjudegi, fremur íbygginn á svip, klæddur í hettupeysu og víðar vinnubuxur útataðar í sparslklessum og málningu. Færiband afgreiðslukassans silaðist áfram og vörur hlóðust í fangið á afgreiðslustúlku sem reyndi að brosa í gegnum þreytuna. […]

Maðurinn, uppreisnarseggurinn, upplýsingaveran 

Þú horfir á skjáinn dæla inn myndum, litum og orðum. Rennir niður skjáinn og horfir. Hlaðborð stafrænnar tilveru. Allir geta flett upp öllu og allt er til. Þú rennir niður skjáinn og horfir. Allt er til; heimspeki, fræðirit, vísindi, sjálfshjálp, fréttir og veðurspá – stjörnuspá. Ítarlegar, ritrýndar greinar um skipulagsmál og skýrslur IPCC um loftslagsbreytingar. […]

Frjósemi á tímum loftslagsbreytinga

Er hægt að tala um framtíð á tímum loftslagsbreytinga? Má tala um frjósemi og má tala um barneignir? Í okkar menningu er sífellt verið að velta vöngum yfir getnaði manna og dýra. Sum dýr eru æskilegri en önnur og þá stjórnum við getnaði þeirra með skipulögðum landbúnaði. Kristin trú telur að líkami kvenna sé heilagir, […]

Eitruð einlægni, heilandi kaldhæðni

Byrjum á því að segja nokkur orð um töluna 22. Glergildra eftir Megan Auði Grímsdóttur er Meðgönguljóðabók númer 22 og kom út fyrr á þessu ári. 22 er meistaratala samkvæmt talnaspeki, líkt og 11, 33 og 44. Með tölunni eiga víst draumar að rætast. 22 er líka hængur, þversögn, pattstaða. Catch 22. Hængur 22. Hvernig […]

Neindin er tómleg

Í Samdrykkjunni eftir Platón er að finna gamla kenningu um eðli ástarinnar. Gríska kómedíuleikskáldið Aristófanes segir frá því að eitt sinn hafi manneskjan verið ólöguleg vera með fjórar fætur, fjórar hendur og tvö andlit. Veran var „heil“, hún naut lífsins og gat spriklað um veröldina fremur áhyggjulaus. Þegar verurnar fylltust drambi og töldu sig vera […]

Við erum öll hafmeyjur

Áður en ég las ljóðabókina Gárur eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur varð mér hugsað um hafmeyjur. Á forsíðu bókarinnar má finna ýmis fyrirbæri úr fjöruborðinu; kuðung, ígulker og fjöður ásamt ál sem virðist vera að reyna að lauma sér burt. Út um fyrirbærin stingast svo mennskir fætur og hinni hefðbundnu goðsögn um konuna með fisksporðin og […]