Constant movement er góð plata

Leyfðu mér að hlusta á Discover Weekly-lagalistann þinn og ég skal segja þér hver þú ert.

Ég hef aldrei borgað meira fyrir tónlist en og ég geri eftir að ég byrjaði að borga fyrir Spotify fyrir fimm árum síðan. Plötur hafði ég sárasjaldan keypt þar á undan, núna borga ég tvöþúsundkall á mánuði allt árið um kring. Ég veit ekkert hvert þessi peningur fer. Ég vissi það svosem ekki heldur þegar ég keypti geisladiska. En hann er allavega einhversstaðar inní tónlistarhítinni.