Brot úr fyrsta drafti að „Út að drepa túrista“

Kalmann Pétur Jónsson mundi vel eftir því þegar hann kom fyrst inn í þessa hliðarveröld á efri hæð þjónustumiðstöðvarinnar á Geysi. Hversu oft hafði hann ekki skimað yfir borðraðirnar eftir kunnuglegum andlitum?  Núna var salurinn tómur og einu hljóðin sem heyrðust voru frá rigningardropum sem lömdu litlu rúðurnar undir súðinni. Hún hafði verið svo heillandi, […]

Kaldakol, brot í lok bókar

Skyndilega heyrðist skært öskur á næsta borði. Kona í dumbrauðum samkvæmiskjól strunsaði út á svalir og fleiri tipluðu í humátt á eftir. Stuttu síðar kom svartklæddur þjónn hlaupandi með slökkvitæki og gerði sig líklegan til að sprauta froðu yfir borðið en hætti við þegar í ljós kom að sökudólgurinn var geitungur sem hafði drekkt sorgum […]