Að vera eins og aðrir

Ég ætti ekki að vera svona eins og ég er. Ég get ekki látið fólk sjá mig svona. Ég get ekki hagað mér svona. Ég ætti að reyna að drulla mér að vera eins og aðrir. Það er nú ekki hægt að láta svona eins og ég læt. Það virðist ekki falla vel hjá öðrum […]

Bónuskonurnar  

Við skruppum oft í kaffitímanum og eftir vinnu til að fá okkur að drekka og borða hjá henni Stínu sem bjó við hliðina á Íshúsfélaginu. Nokkrar hressar konur úr slorinu sem fengu sér oft í staupin. Stína var einstæð móðir sem átti tvo stráka og vann mikið. Hún var hávaxin og grönn kona með bein […]