Bilað snjóruðningstæki?

Úti var nýfallin mjöll, ég setti Herbergingu í geislaspilarann og gekk inn í eldhús þar sem eiginkona mín var að undibúa kvöldmatinn. Hún spurði mig. Hvaða hávaði er þetta? Er snjóruðningstækið bilað? Ég útskýrði fyrir henni að þetta væri tónlist sem við værum að hlusta á. Bætti svo við að þetta gæti hugsanlega verið góð […]

Helgur blús fyrir innvígða

Síðasta haust kom út platan Sacred Blues með Tholly’s Sacred Blues Band. Í sveitinni eru Þollý Rósmunds söngkona, Friðrik Karlsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jonni Richter bassaleikari. Þeim til aðstoðar eru þeir Hjörtur Howser á Hammond, Jens Hansson á saxafón, Ívar Guðmundsson á trompet og Jón Arnar Einarsson á […]

Afslöppuð stemning

Önnur breiðskífa Teits Magnússonar er komin út á vegum Alda Music. Hún nefnist Orna. Sú fyrri, 27, kom út fyrir fjórum árum síðan. Á henni, sem og 27, eru átta lög, sjö þeirra eru ný og þá er ábreiða af þjóðlaginu Hringaná. Þrír gestir koma við sögu, Dj. Flugvél og Geimskip, Mr. Silla og Steingrímur […]

Fínt byrjendaverk

Ég get ekki sagt að ég hafi vitað nein deili á GDRN og tók að mér að skrifa um fyrstu plötu hennar Hvað ef til þess að ögra sjálfum mér. Neyða sjálfan mig til að víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki á að öllu jöfnu. Kannski heyra og kunna að meta […]

Sakti stendur fyrir sínu

Hér skal fjallað um nýjustu breiðskífu pönkhljómsveitarinnar Saktmóðigs. Áður hefur sveitin sent frá sér Ég á mér líf, Plötu og Guð, hann myndi gráta auk ýmissa styttri skífna. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Viðar Elíasson trommuleikari, Davíð Ólafsson gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari, Ragnar Ríkharðsson gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Þeir syngja allir kórinn í einu […]

Ahoy-hoy!

Svavar Knútur sendi nýverið frá sér plötuna Ahoy! Side A og mun sú vera  fyrsta platan í stærra verki kölluðu Ahoy. Samverkamenn Svavars Knúts hér eru helstir Bassi Ólafsson á slagverk, hljóðgervla, Örn Ýmir Arason á bassa, Daníel Helgaso á gítara og Steingrímur Teague á pínaó og hljóðgervla. Allir syngja þeir bakraddir. Auk þeirra er […]

Til heiðurs Gainsbourg

Út er komin platan Unnur Sara syngur Gainsbourg. Á henni syngur Unnur Sara, eins og titillinn gefur til kynna, lög eftir hinn franska Serge Gainsbourg. Henni til fulltingis eru Alexandra Kjeld á kontrabassa, Halldór Eldjárn á trommur og slagverk og Daníel Helgason á gítar og kúbanskt tres. Upptökur fóru fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. desember […]

Smáskífurýni: Góðir seiðir og geldar ábreiður

Hjálmar – Hættur að anda  Það er þó nokkuð um liðið síðan hljómsveitin Hjálmar hefur sent frá sér breiðskífu en þess í stað hafa strákarnir gefið út nokkur stök lög síðustu ár. Það nýjasta er lagið Hættur að anda. Hjálmar halda sig við reggaeið eins og er þeirra von og vísa. Lagið sjálft er […]

Er alþýðan kröfuharður unglingur?

Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í BNA, í Connecticut fyrir nákvæmnissakir. Hér í landi hefur eins og annars staðar verið talsverð ólga meðal vinnandi fólks en ólíkt Íslandi eiga flestir vinnandi menn hér ekki góð verkfæri til að sækja rétt sinn og því síður til að auka kjör sín. Verkföll hér eru […]

Allt sama lagið

I’m singing a borrowed tune, that I took from The Rolling Stones söng Neil Young draugfullur á plötunni Tonight’s The Night. Lagið sem hann tók ófrjálsri hendi var lagið Lady Jane af plötunni Aftermath. Stónsararnir hafa aldrei sagt neitt um stuldinn og Neil sjálfur hefur ekki látið neitt uppi um af hverju hann gerði þetta […]

Bubbi á friðarstóli

Bubbi, Bubbi Morthens! Það er ekkert smá að taka að sér að skrifa um Bubba Morthens. Maðurinn er fyrsti uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og um hríð var svefnherbergi æskuheimili míns betrekkt með úrklippum um Bubba úr dagblöðum landsins. Hver einasta ný plata var keypt um leið og maður náði að öngla saman aurnum til að kaupa hana. […]

Smáskífurýni: Gott, fínt, glatað og tilgangslaust

Golden Core – Baldurskviða/Blóð Út er komin ný smáskífa með norsk/íslenska dúóinu Golden Core. Á henni eru tvö lög. Annað er nýtt og nefnist Blóð. Hitt er endurvinnsla á Baldurskviðu, einu sterkasta lagi Norwegian Stoner Machine sem kom út í fyrra. Ólíkt breiðskífunni þá eru bæði lögin hér sungin af Jóhannesi Sandal trommara og útkoman […]

Fín skemmtun

Í fyrra kom út platan Hefnið okkar með rappdúóinu Úlfur Úlfur. Hljómsveitin er skipuð Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Á plötunni eru tólf lög. Kannski er ég ekki rétti maðurinn til þess að skrifa rýni um rapptónlist. Þó ég hafi hlustað eitthvað á rapp síðan ég heyrði fyrst í Beastie Boys og Run […]

Þægileg og djúp

Út er komin ný plata með þeim Tómasi R. Einarssyni og Eyþóri Gunnarssyni. Gripinn kalla þeir Innst inni. Á plötunni er að finna 11 lög eftir Tómas, flest ný en önnur eru nýjar útgáfur af áður útgefnum lögum. Hún var tekin upp á þremur dögum, hljóðblönduð af Jóhanni Rúnari Þorgeirssyni og hljóðjöfnun var í höndum […]

Hlýleg tilraunastarfsemi

Þann 10. október síðastliðin kom út ný plata frá Hafdísi Bjarnadóttur tónskáldi og gítarleikara. Sú ber heitið Já. Á plötunni er að finna tólf lög sem flest öll eiga sér einhverja sögu í ferli Hafdísar. Þar af leiðandi er að finna fjölda hljóðfæraleikara á plötunni sem, fyrir utan Hafdísi sjálfa, leika mest á tveimur til […]

Stuðmenn öreigans

Nýlega kom út fyrsta breiðskífa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Mosa frænda, Óbreytt ástand. Mosi frændi, sem er sjálfsagt þekktust fyrir lagið Katla kalda, lá lengi í dái en reis upp að nýju fyrir einhverjum árum síðan. Hljómsveitina skipa Aðalsteinn Þórólfsson (bassi og rödd), Ármann Halldórsson (trommur og söngur), Björn Gunnlaugsson (gítar, trommur, rödd og munnharpa), Gunnar Ólafur […]

Út fyrir rammann

Gyða Valtýsdóttir gaf út á síðasta ári geisladiskinn Epicycle sem hefur verið vel tekið. Hún vann íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki fyrir vikið. Platan inniheldur nálganir Gyðu á níu verkum frá því sem mætti kalla hinn klassíska geira. Allt frá elstu skrifuðu laglínu sem þekkt er til framúrstefnu verka Harry Partch. Gyðu til aðstoðar er […]

Belgía, tólf stig

Eitt það besta við það að hafa búið erlendis í næstum ellefu ár er að hafa algjörlega misst af allri Júróvisjóngeggjun klakans í nær allan þann tíma. En nú er ég undirbý flutning heim á ný þótti mér ágætt að taka að mér að skrifa nokkrar línur um komandi keppni. En fyrst ætla ég að […]

Djass af sígildum meiði

Mánudjass @ Húrra er sjö laga djassplata tekin upp lifandi á Húrra við Tryggvagötu. Afrakstur tveggja ára gamals prógrams, þegar platan kom út, á Húrra þar sem hinir og þessir tónlistarmenn koma og spila djass með húsbandinu. Á plötunni leika Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Hrafnkell Gauti Sigurðsson á gítar, […]

Á ystu nöf: Pabbi prófessor

Pabbi prófessor er önnur skáldsaga Gunnars Helgasonar um Stellu Erlingsdóttur og fjölskyldu. Sú fyrri Mamma klikk hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út. Áður hefur Gunnar ritað bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson og fleiri barnabækur og unnið verðlaun fyrir. Eins er hann þekktur leikari og svo fyrir barnaefni sem hann vann með Felixi Bergssyni. Pabbi […]

Góður félagi

Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það en, ég hef aldrei áður lesið bók eftir Gyrði Elíasson. Ég reyndi að lesa Gangandi íkorna á sínum tíma en hún höfðaði lítt til míns 16 ára sjálfs. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að gefa Gyrði annan séns en ég hafði mig […]

Vantar upp á

Gímaldin gaf út tvær plötur á síðasta ári, fyrst var það metalplatan Blóðlegur Fróðleikur og seinna á árinu gaf hann út að mestu minimalíska elektróníska vefplötu er nefnist Eurovision Ré C Ktúr 2012 – 2016. Seinni platan er til umfjöllunar hér. Á henni eru átta lög, 24 mínútur að lengd og Gísli Magnússon gefur út […]

Dæmigerð þroskasaga

Unglingabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson kom út árið 2015. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem og Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs sem Arnar vann. Þetta er hans fyrsta skáldsaga. Sögur útgáfa gefur út. Í stuttu máli sagt þá fjallar bókin um Sölva sem hefur nýlokið 10. bekk grunnskóla með afskaplega slökum árangri. Foreldrar hans telja […]

Þétt, þung og melódísk

Norsk-íslenska rokkhljómsveitin Golden Core gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem þeir nefna Norwegian Stoner Machine. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í rokksenu Oslóar og hituðu m.a. upp fyrir Napalm Death þar síðasta sumar. Fyrir frammistöðu sína á þeim tónleikum gaf norski vængur Metal Hammer þeim 8/10. Það sem gerir þetta öllu […]

Veisla fyrir eyrun

Um Bongó Tómasar R. Einarssonar

Tómas R. Einarsson leitar aftur til Kúbu á nýrri plötu sinni, Bongó. Á disknum eru 11 ný lög eftir Tómas en textar eru eftir hann sjálfan og Sigtrygg Baldursson auk ljóða eftir Halldór Laxness, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Stein Steinarr og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Um útgáfu sér Blánótt. Tómas leikur sjálfur á kontrabassa, Sigríður Thorlacius og Bogomil […]

Hlý og draumkennd

Ófelía er ný plata frá Kristjönu Stefánsdóttur sem hún gefur út undir hljómsveitarnafninu Bambaló. Platan inniheldur 11 lög tíu frumsamin og eitt eftir Jackie Allen og Bill Anschell. Textarnir eru eftir Kristjönu sjálfa og Berg Þór Ingólfsson. Þeir ensku eru eftir Kristjönu en Bergur skrifaði á íslensku. Dimma gefur út. Kristjana syngur og leikur á […]

Ró í jólaerlinum

Hjá fjölskyldu minni hefur sú hefð skapast að um aðventuna fáum við okkur heitt kakó og smákökur þegar kveikt er á aðventukransinum. Börnin þrjú eru oft orðin nokkuð þreytt þegar athöfnin á sér stað seinni partinn á sunnudögunum fyrir jól og oft ærslasöm þegar við dælum í þau sykrinum. Það vill þannig oft verða að […]

Hrá og skemmtileg

Blue & Lonesome með The Rolling Stones

Bítlarnir eða Stóns? Það er hin eilífa spurning á meðal tónlistaráhugamanna. Hjá mér hefur svarið alltaf verið Stóns. Það þýðir ekki að mér finnist Bítlarnir vondir, bítlaplaylistinn minn á Spotify er 94 lög sem ég valdi frá ferli þeirra sem hljómsveit og sólólistamanna. Hins vegar finnst mér Bítlarnir aldrei hafa gert plötu sem var góð […]

Tómas Jónsson: Sterkur frumburður

Tómas Jónsson er að góðu kunnur fyrir hljómborðsleik með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Tómas sér sjálfur um mest allan hljóðfæraleik. Hann fjármagnaði verkið með söfnun á Karolinafund, þar sem hann náði 109% af markmiði sínu. Platan er svo gott sem öll instrumental, […]

Falleg, lipur og upplýsandi

Nýlega kom út bókin Íslandsbók barnanna á vegum Iðunnar sem er hluti af Forlaginu ehf. Texti bókarinnar er eftir Margréti Tryggvadóttur og myndskreyting var unnin af Lindu Ólafsdóttur. Margrét, sem ásamt því að vera bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður, hefur áður unnið við þýðingar á barna- og unglingabókum og skrifað sínar eigin bækur. Síðast kom út […]

Kuldarokk í hæsta klassa

Qþrjú er þriðja útgáfa hinnar fornfrægu pönkhljómsveitar Q4U og á henni er að finna 14 lög. Áður hafa komið út frá sveitinni stuttplatan Q1 árið 1982 og svo kom Q2 á geisladisk árið 1996. En sú var safn upptakna frá árunum 1980 – 1983. Á plötunni sem er hér til umfjöllunar eru meðlimir sveitarinnar Elínborg […]

Hval varla allra

Þann 30. september síðastliðin gaf Sacred Bones útgáfan út sjöttu plötu norsku söngkonunnar Jenny Hval, þá fjórðu undir hennar eigin nafni. Fyrstu tvær komu út sem plötur Rockettothesky. Nýja platan heitir Blood Bitch. Hún hefur eins tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með öðrum tónlistarmönnum og eftir hana hafa komið út tvær bækur. Ég hafði aldrei […]

R&B séð í gegnum rangeygð gleraugu

Spaceland er fjórða breiðskífa Sin Fang og á henni tekur Sindri annan pól í hæðina, tónlistarlega, en við erum vön frá honum. Platan var samin á meðan hann þjáðist af kvíðaköstum og fannst hann við dauðans dyr hvern einasta dag. Hann sér sjálfur um allan hljóðfæraleik en fær í heimsókn nokkra vini sína til að […]

Haustkvöld með viskíglas og vindil

Um Introducing Anna með Bjössa

Björn Thoroddsen þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann hefur á löngum ferli gefið út fjölda platna þar sem gítarleikur hans er í forgrunni og þá þessum tíma skapað sér sess sem einn ástkærasti tónlistarmaður landsins. Eins hefur hann verið mörgum gítarleikaranum lærifaðir og er undirritaður einn þeirra. Ég sótti tíma hjá honum hjá FÍH […]

Svavar Knútur í Connecticut

Föstudagskvöldið 7, október lék Svavar Knútur tónleika í skemmu í White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut. Tónleikarnir voru skipulagðir af Gerri Griswold sem hefur áður haldið miklar Íslandshátíðir hér í fylkinu. Þær kallast Iceland Affair og meðal þeirra er tónlistarhátíðin Fire and Ice Music Festival. Hún rekur líka ferðaskrifstofuna Krummi Travel sem skipuleggur aðallega háklassaferðir fyrir […]

Af gróteskum fávitum og góðum mönnum

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson sendi frá sér kverið Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann síðastliðið vor. Ólafur, sem er fyrrum söngvari og helsti textasmiður hljómsveitarinnar Örkumls, hefur áður sent frá sér ljóðabókina Til dæmis undir höfundarnafninu Óguð. Hann hefur undanfarin ár fengist við skrif um bókmenntir og íslenskukennslu fyrir fullorðna. Hann er búsettur í Berlín, Þýskalandi. […]

Lífleg og skemmtileg: Þröskuldur góðra vona

Þröskuldur góðra vona er fyrsta plata hljómsveitarinnar Óreglu. Hér er um að ræða jazzplötu sem stöku sinnum á sínar fönkuðu stundir. Eins kemur glettni nokkuð við sögu. Á skífunni eru ellefu lög, þrjú þeirra sungin. Óregla er ekki að feta nýjar slóðir hér. Heldur er leitað á mið Miles Davis og Charlie Mingus um hápunkta […]

Einsleit en vex: Stages með Look, Orion

Hljómsveitin Look, Orion! er kvintett skipaður fjórum svíum og einum íslendingi og hefur höfuðstöðvar sínar í Uppsölum. Carl Nordqvist syngur, Jens Lindman og Samuel Johansson leika á gítar, Nils Melin spilar á bassa og Pétur Rafn Jónsson sér um trommur. Hér er um að ræða aðra EP plötu þeirra, Stages, og kom hún út í […]

Eitthvað skrýtið við hana: Ég elska lífið eftir Ólaf F. Magnússon

Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrst nokkuð undrandi þegar ég heyrði að Ólafur F. Magnússon læknir og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur væri að gefa út plötu en um leið forvitinn. Hann er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til að sinna listagyðjunni að einhverjum mæli. Gunnar Thoroddsen þótti góður píanóleikari og lagahöfundur. Eins sendi Davíð Oddson frá […]

Ókunnugra á milli: Stranger to Stranger með Paul Simon

„Hello darkness my old friend“. Svona voru fyrstu kynni manna af Paul Simon og kveðskap hans. Síðan hefur Simon gefið út margar plötur bæði einn og með gamla félaga sínum Art Garfunkel. Það sem hefur helst einkennt feril hans er að oft hefur verið litið á hann sem léttvigtarmann í skáldskap og svo nokkuð stöðug […]