Ljóð og ekki ljóð á vefnum

Síðast þegar ég gaf út ljóðabók fannst mér hún ekki fá næga athygli og ákvað því með sjálfum mér að næst þegar handrit yrði klárt skyldi ég fá Gísla Martein Baldursson til að leggja nafn sitt við það og leika höfundinn. Ég ímyndaði mér að allt sem Gísli Marteinn legði nafn sitt við vekti sjálfkrafa […]

Yrsa kemur ekki á óvart: Fólk vill fá sín morð

Um Brúðuna eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Veröld gefur út. 2018. 359 blaðsíður. Verkið er það fimmta í röðinni með rannsóknarlögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju hjá Barnahúsi í aðalhlutverkum. Það fjórða kom út 2017.     Bók kemur út eftir Yrsu Sigurðardóttir. Bókin heitir Brúðan. Bókin virðist glæpasaga. Bókin er það sem hún virðist vera. Yrsa […]

Kæra Jelena

Ég er ekkert endilega á því að skáldskapur þurfi alltaf að vera kenna okkur einhverjar lexíur eða færa okkur einhvern boðskap. Stundum er bara gott að láta hann fleyta sér áfram. En vá hvað það er gott þegar maður fer frá verki með eitthvað í maganum. Það getur reyndar verið stundum svona gott-vont. Það þegar […]

Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Halla Kristjánsdóttir

Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum

Um skáldsöguna Bönd eftir Dominico Starnone (1943) í þýðingu Höllu Kristjánsdóttur. 142 blaðsíður. Benedikt Bókaútgáfa gefur út. 2019. 2014 á Ítalíu.   Mér leiðist orðið svo ósegjanlega enda fullreynt löngu flest. En ég finn það æ betur fyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest1   Ungur maður horfir á konu sína liggja […]

Leyndarmál sem inniheldur þjófnað, blekkingar og skelfileg svik*

Um sálfræðiþrillerinn og glæpasöguna Afhjúpun Olivers eftir írska rithöfundinn Liz Nugent. Portfolio publishing gefur út. Verkið kom út árið 2018. 227 síður. Á frummálinu kom verkið út 2014. Og heitir Unraveling Oliver. Valur Gunnarsson er höfundur þýðingar.   Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn. Hún lá bara á […]

Bilað snjóruðningstæki?

Úti var nýfallin mjöll, ég setti Herbergingu í geislaspilarann og gekk inn í eldhús þar sem eiginkona mín var að undibúa kvöldmatinn. Hún spurði mig. Hvaða hávaði er þetta? Er snjóruðningstækið bilað? Ég útskýrði fyrir henni að þetta væri tónlist sem við værum að hlusta á. Bætti svo við að þetta gæti hugsanlega verið góð […]

tvö ljóð

  Í Vetrarhúsum   Frjáls í fríu falli Einskis á endanum eigin Sakna engra í eignarfalli Sjálfstæð hér sólarmegin         Akkeri   með berfættum dansi mun ég heiðra hafmeyjusporin flæða yfir og aftur í rauða hafið

Frá byltingu til grafar

Skáldsagan Katrínarsaga eftir Halldóru Thoroddsen (1950). Sæmundur gefur út. Útgáfuár 2018. Blaðsíðufjöldi 144.   Hver kynslóð heldur að hún hafi svarið við því hvernig best sé að lifa. Hver kynslóð telur sig hafa réttinn á að segi eldri kynslóðum til syndanna, telur sig vita betur. Einhvers konar átök eru óhjákvæmileg. Sennilega hefir þessi staðreynd aldrei […]

Ertu heimamaður?

Um drauga- og glæpasöguna Þorpið eftir Ragnar Jónasson (1976). Veröld gefur út. 318 síður.   Titillinn Þorpið kallar augljóslega fram hugrenningatengsl við samnefnt verk Jóns úr Vör (1917-2000) frá árinu 1946 þar sem hann fjallar, í óbundnum ljóðum, um lítið ónefnt sjávarþorp. Vitað er að verkið byggir á æsku hans á Patreksfirði. Þar var oft […]

Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Konur, telpa, dömur, kerlingar, mæður, meyjur, systur, frænkur og kvensur í Konulandslagi

Laugardagur á Vorblóti. Svart sviðið í Tjarnarbíó er baðað bleikri birtu. Bleikur litur hefur einmitt lengi verið tengdur við kvenleika; litlar stelpur eru í bleiku og litlir strákar eru í bláu. Bleika birtan er sveipuð dúlúð en hún vekur einnig upp í hugann þá umræðu hvernig litir eru kynjaðir í samfélaginu og umhugsun um afhverju við […]

Um Manneskjusögu

Við búum í litlu samfélagi. Í litlum samfélögum getur stundum verið erfitt að segja hluti. Erfiðir hlutir eiga það til að liggja í láginni því allsstaðar eru tengsl og það getur skapað vesen. Það vill enginn vesen. Það er fátt betri vitnisburður um smæð samfélagsins en einmitt sú staðreynd að ég er að skrifa þennan […]

Opinberun persónulífsins í Afsökunum Auðar

AFSAKANIR er plata eftir tónlistarmanninn Auði sem kom út í lok ársins 2018. Í febrúar fylgdi hann plötunni eftir með tuttugu mínútna stuttmynd undir sama nafni, einskonar frásögn plötunnar á sjónrænu formi. Á plötunni fær Auður með sér í lið ýmis þekkt nöfn úr tónlistarheiminum, af yngri kynslóð rappsins, hip hops og r&b á Íslandi. […]

Er endalaust hægt að góla um ást eða ástleysi?

Þannig að við svörum spurningu yfirskiftar virðist sú sannlega vera raunin. Síbylja útvarpstöðvanna spilar í sífellu allslags ástaróða er fjalla um þá hamingju að vera ástfanginn eða sorgina sem sambandslitum og ástleysi kann að fylgja. Dægurlagatextarnir eru eins og gengur og gerist í mismunandi formi, söguformi, einhvers konar abstrakt formi, rímnaformi og þar fram eftir […]

Samtíminn er XXXXX

Um skáldsöguna Hans Blævi eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning gefur út. Útgáfuár 2018. Síðutal 335. Um samtímann má segja að hann sé á reiki, að hann sé á sífelldu breytingaskeiði. Mörk hins eðlilega breytast frá degi til dags. Oft á tíðum mætti hafa á tilfinningunni að allt stýrist af einhvers konar geðþóttaákvörðunum. Sú […]

Á mörkum hversdagsleika og óhugnaðar. Um Krossfiska eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Samfélagið gerir ráð fyrir því í fjölmörgum tilfellum að við samsömum okkur einhverju eða einhverjum og höldum með viðkomandi. Þetta á við um enska boltann, pólitíkina og margt fleira. En er það of langt gengið að „halda með“ rithöfundi? Hvort sem svarið er já eða nei, þá er Jónas Reynir Gunnarsson að austan og þess […]

Morð, mannrán, hrelliklám, heimilisofbeldi og kvenfyrirlitning

Árið 2017 kom sakamálasagan Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Killjuútgáfan er tilefni þess að fjallað er um téð verk hér. Verkið er 381 síða og 34 kaflar. Veröld gefur út. Yrsa Sigurðardóttir (1963) er spennu- og sakamálasagnahöfundur sem krefst ekki mikillar kynningar í bókaumfjöllun af þessu tagi. Hún er af þeim, sem vita gerst, talin […]

Um Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Mér finnst dálítið skrítið, en jafnframt heiður, að skrifa um verk Gyrðis Elíassonar. Hann stendur mér svo nærri og hefur fylgt mér um langt árabil – á pappírnum auðvitað, ekki bókstaflega (það væri krípí). Hann hefur hvílt í jakkavasanum á rölti mínu um erlendar borgir, legið með mér uppi í sófa á íslenskum skammdegiskvöldum, setið við hliðina […]

Hasar á Hólmanum

Um spennu- og glæpasöguna Blóðengil eftir Óskar Guðmundsson. Blóðengill er gefinn út af Bjarti og telur 363 síður. Þann 11. desember 2011 hringdi sex ára gömul hálfnorsk stúlka að nafni Mira í neyðarlínuna og sagði móður sína, Christinu, liggja í blóði sínu í rúminu og hreyfa sig ekki. Sjálf var hún læst inn í skáp […]

Ofbeldi, einelti, hasar, skotbardagar, glæpasamtök… já og fjöldinn allur af morðum

Árið 2015 kom út glæpasagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson. Nú kemur verkið út á ný hjá Bjarti í endurskoðaðri útgáfu. Verkið er 455 síður og telur 47 mislanga kafla. Óskar Guðmundsson (1965) (ekki rugla saman við alnafna hans sem skrifaði til að mynda ævisögu Snorra Sturlusonar) er því að gera nýr af nálinni í heimi […]

Frá íveru, til óveru, til tilveru

Um Daga höfnunar eftir Elenu Ferrante

Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]