Friðrik Sólnes

Það vorar allstaðar nema í hjarta mínu


Sjáðu spói,
Þarna býr Njörður og þarna býr Skaði
Þarna marar Grótta undan grunnu vaði
Þarna er safali, jaspis og jaði
Og þarna kyssast himinn og jörð í fallegum jökli

Komdu lóa,
Þreskjum náinn ferskan
Laugum lúin augu
Í rauðum sigri og dauða
Djöfullinn hefur gjöfull
Orpið vori í sorpið
Fönn skal af foldu brenna
Sól, þá galar hani
Sól, þá galar hani