Eiríkur Örn Norðdahl

Ananke: Pantun

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Brot úr Konu sendiherrans

K.S. flýtti sér skelkuð inn á læknastofuna. Hún fann stór augu ritarans fylgja sér eftir þar sem hún sat hokin fyrir aftan skothelda glerið eins og stór karta. Af lækninum stafaði daufum sígarettufnyk. Hann dustaði rykið af skrifborðinu með annarri erminni áður en hann lét þykka möppu falla þunglamalega á borðið með miklum skelli. – […]

Kvöld

Þröskuldur hússins er þjöl drengurinn yddir tennur með þjöl ylfingstennur. Ryð þaksins sáldrast látlaust ryð þaksins litar hörund hans mjúkt hörund hans sáldrast látlaust hvenær er þetta eina þak búið? Hvenær hættir þakið að sáldrast Af þröskuldinum horfir hann á himin stjarnanna stjarnanna — drengurinn. Einhver hlær úti opnum hlátri — berar vargstennur hlær. Ljóð […]

Um að girða

Ég held það hafi verið viljandi að þú hafir ekki þurrkað þér í framan þegar við fórum aftur út meðal vina okkar   safi minn situr eftir í skegginu þínu og mér finnst það hot   og ég ímynda mér ég myndi ábyggilega vilja vera kærasta þín ef þú værir ekki svona mikill alki   […]

Kona í baðkari

Hún liggur í baðkarinu í hnipri, heldur utan um hnén, ljós hárþyrillinn úfinn, augun starandi. Skrámuð og marin á skrokkinn, sköðuð til ólífis á sálinni. Í fallegu og velhirtu baðherbergi í austurborginni er þessi kona í baðkerinu eins og sprenging, geðveiki hennar ekki í samræmi við neitt venjulegt. Þeir komu með hana á svörtu maríu […]

tvö ljóð

  Í Vetrarhúsum   Frjáls í fríu falli Einskis á endanum eigin Sakna engra í eignarfalli Sjálfstæð hér sólarmegin         Akkeri   með berfættum dansi mun ég heiðra hafmeyjusporin flæða yfir og aftur í rauða hafið

Eiríkur Örn Norðdahl

Úr stafrófinu eftir Inger Christensen

8 hvíslið er til, hvíslið er til, haustið, heimssagan, og halastjarna Halleys; herskararnir eru til, hjarðmúgurinn, höfðingjarnir, holurnar, og inni í holunum hálfskugginn, inni í hálfskugganum af og til hérarnir, af og til laufskrúð fyrir holunum þar sem burknarnir eru til; og brómber, brómber, af og til hérarnir í skjóli laufskrúðsins og húsagarðarnir eru til, […]

það sem upp var lagt

það er upplagt að leggja þetta upp sagði maðurinn og hallaði undir flatt. Konan leit á hann vantrúuð ég veit það ekki, mér finnst þetta ekki upplagt sagði hún og lagðist upp maðurinn leit á hana snúðugur hann lagði upp hárið ég skil ekki þessa mótstöðu mótstaða, vinur minn, sagði konan letilega og stakk litla […]

á skrifstofunni

stend fyrir framan skrifborðið klæddur í gulan pollagalla með fötu í vinstri og skóflu í hægri söndugt hor á efrivör ég á þessa skrifstofu hvítir veggirnir lykta af festu og eirðarleysi á tölvuskjánum blikka þrjú þúsund ólesin ímeil eða þrjú þúsund skærrauð umferðarljós í Ártúnsbrekku er fjörutíu mínútna umferðarteppa en ég er bara hér á […]

Listi yfir ánægjulegar athafnir í efnahagslegum veruleika (hvernig væri að ramma hann upp á vegg?)

Þegar við erum lágt stemmd eða í geðlægð eigum við oft mjög erfitt með að taka okkur eitthvað fyrir hendur sem gæti breytt ástandinu og bætt líðan okkar. Ein af ástæðunum getur verið sú að okkur dettur einfaldlega ekkert í hug. Ímyndunaraflið er ekki beinlínis upp á marga fiska. Þá getur verið gott að eiga […]

Sálufélag kvenna

Stóra systir segir að ég giftist þegar ég fæ brjóst Stóra systir gaf mér snyrtibuddu í fermingargjöf og rúllur til að setja í hárið svo ég geti lært að vera kona Ekki seinna vænna en á sjálfan fermingardaginn að tína púður upp úr buddu bláan augnskugga bleikan lit á varir dökkan maskara á ljós augnhárin […]

Kári Páll Óskarsson

Þessi babýloníski ruglingur orðanna

Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]

Ákall

Ég hef kallað í bjargið (það svarar mér engu) ég hef laugað mig regni (það hreinsar mig ekki) því fuglinn er floginn og gengið er fallið og dómur upp kveðinn (sem breytir þó engu) því á landinu bláa þar ríkja þau öflin sem halda í krónur og aura og arðinn sem erlendir menn af kröfunum […]

Andrés gefur öndunum

Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]

Eyþór Gylfason

Ástarsorg #9

Ég var haltur einn dag í ágústmánuði og komst að því að ég hafði þróað með mér ofnæmi fyrir tunglskininu, ég prófaði allskyns smyrsl til að sporna við þessari veilu en ekkert hreif. Þetta voru erfiðir tímar var mér sagt, en raunar man ég voðalega lítið eftir þeim. Það er líklega það besta við minnið; […]

Þóra

Brot úr Kviku

Orð Hann er algjör meistari í að snúa orðum mínum gegn mér. Hann man allt betur en ég og getur rifjað upp ólíklegustu hluti sem ég hef sagt og sett þá í óheppilegt samhengi. Þegar við rífumst ræðst hann á mig með orðunum mínum. Þá líður mér eins og stúlku sem hefur klippt af sér […]

eytt

  við erum þegar í sjálfheldu búin að rúlla niður þverhnípi brenna reipi brenna skó sitjum á syllu milli lifenda og dauðra búin að ýta á alla rauðu takkana snúa tveimur lyklum drekka allt grunnvatnið allan bjórinn og bolluna búin að lifa áratugum saman í eftir — eftir að–inu eftir að við rústuðum öllu segjandi […]

úr ljóðabókinni Gangverk

árið 2007 stendur tíminn í stað í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað og ég hugsa ekki því í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur er ég ekki til hugsa ekki um enskutímann sem ég er að missa af hugsa ekki um krumpað samlokubréfið við hliðina á mér hugsa […]

Opinberun: Nýtt lag eftir Hermann Stefánsson

Það er febrúar. Eintómt myrkur og varla sólarglenna í augsýn, þótt ljósið komi langt og mjótt. Rithöfundarnir eru að jafna sig af jólaplögginu sínu, fjandann sem þeir voru að belgja sig, hugsa þeir, og farnir að sýsla við hitt og þetta, taka eiturlyf, rægja kollegana, leggja drög að nýjum og betri skáldverkum. Kiljan er í […]

Rétt bráðum hreyfir hún höfuðið

Úr smásagnasafninu Ég hef séð svona áður

Ég þarf að deila herbergi með Tobba. Ég er ósáttur við það. Túrar útheimta mikla samveru, við gerum nánast allt saman: keyrum, sándtékkum, borðum, bíðum, blöðrum við fólkið, förum saman í morgunmat. Nóttin er eina von okkar um að fá að vera einir, þó að það sé bara rétt á meðan við sofum. Við biðjum […]

Brot úr Drottningin á Júpíter

Vindinn hafði lægt á meðan við töluðum saman. Barþjónninn byrjaði að stóla upp og ganga frá. Ljóskastari lýsti Lúðmillu upp og í smástund var allt úr fókus nema hún. Hún var ein á sviðinu þegar hún tilkynnti að hún tæki núna síðasta lagið. Það var enginn þarna inni lengur nema við þrjár, barþjónninn og gamli […]

Úr Því miður

Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar með lágt sjálfsálit, kvíða, þunglyndi eða aðra kvilla sem húka eins og flækingshundar undir fullu tungli. Þú ert líka með svona kvilla, því miður. En hinkraðu á línunni, lokaðu augunum og sjá: hin fögru andlit, hin marglitu hrjáðu andlit. Þetta eru andlit þjónustufulltrúanna. Þau eru kvalin og kringlótt og […]

Úr Stormskeri

7. KAFLI Mikilvægasta tilraun mannkynssögunnar Ópus er 12 ára strákur sem sannfærist um að vindurinn sé lifandi tilfinningavera. Þessi kafli gerist þegar Ópus hefur skorið niður stórt segl sem stendur á víðavangi í því skyni að bjarga vindinum úr prísund. Ópus hafði aldrei verið jafn hræddur. Hnén urðu að brauði, jörðin var skyndilega óstöðug. Eitt […]

Úr Skuggaveiði

Rökkrið vefst utan um þennan helming jarðarinnar einsog túrban um höfuð víðföruls Svarta hryssan sem strauk í gær er ósýnileg í nóttinni Flugvél varpar skuggakrossi á skefjalausa snjóbreiðuna Mannabein hulin, horfin, nöguð Kjarkaðir landpóstar Villtir strokukrakkar Kjánar að sanna karlmennsku sína fyrir glottandi dauðanum Krókloppnar sögupersónur í leit að lesanda Landið er ekki leikvöllur Það […]

Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018

ALLT SEKKUR IX ef ég ætti dýragarð þá myndi ég hafa búr með mönnum auðvitað þyrfti að virða mannréttindi þeirra sem væru til sýnis og kjarasamninga sömuleiðis ég myndi bjóða þessu fólki lífsskilyrði sem væru beinlínis eftirsóknarverð í augum gestanna þetta væru fyrirmyndareinstaklingar fremur en einhverjir vesalingar ég hef nú þegar augastað á ungum lækni […]

BLÁAR ÓSKIR

þú flaust út af baðherberginu náttkjóllinn hvítur, gegnsær brjóstin misstór svartir taumar frá augunum munnurinn æpandi, rauður eiginlega skildi ég ekki hvernig varaliturinn hélst enn á vörunum þú skipaðir mér að óska mér augnaráðið tryllingslegt, skakkt bros ég þorði ekki öðru en að blása nokkrum bláum óskum í áttina til þín vonaði að þú næðir […]

Listin að lesa bækur

Þú verður að gera allt til að komast upp með að lesa bækur. Ljúga, svíkja, svekkja, narra, blekkja. Að öðrum kosti nærðu aldrei að lesa neitt. Og það er alltaf farsælasta og besta lausnin á hverjum vanda: að lesa. Ef þú stendur til dæmis andspænis erfiðu máli í einkalífinu: lokaðu þig þá af og lestu […]

Ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur

Fyrsta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur kom út árið 2010 og síðan hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur til viðbótar og þó nokkrar aðrar bækur. Í haust sendir Þórdís frá sér skáldsöguna Horfið ekki í ljósið, sem fjallar um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrindur í skápum. Ljóðið sem hér birtist er úr verki í vinnslu, ljóðabókinni Mislæg gatnamót, sem kemur að öllum líkindum út á næsta ári

Mótþrói

Á mánudaginn næstkomandi verður Mótþrói – ljóðahátíð og útgáfuhóf í Iðnó klukkan átta, þar sem tvær ljóðarkir líta dagsins ljós. Fá gestir frítt eintak af báðum ljóðörkunum meðan birgðir endast.

Skáldin sem koma að verkefninu eru Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

Friðrik Sólnes

Ástarljóð

Ljóð eftir Friðrik Sólnes, rafvirkja sem býr í Svíþjóð. Friðrik er með MA gráðu í bókmenntum á ensku frá Stokkhólmsháskóla og hefur skrifað smásögur og greinar á íslensku og ensku, svo og formála fyrir nokkrar bækur Hugleiks Dagssonar.

Sokkar

ég þefaði af sokkunum þínum ég þefaði af sokkunum þínum eftir að þú lést mig fá þá til að ég gæti farið í þá því að ég var blautur eftir þú veist hvað ég þefaði af þeim vel og lengi þeir lyktuðu eins og þú hvernig stendur á því? ertu að spreyja ilmvatninu þínu yfir […]

Þrif header

Þrif

„Hombre, það eru opnar bódegur alla nóttina.“ „Þú skilur ekki. Þetta er hreint og notalegt kaffihús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af laufunum.“ „Góða nótt,“ sagði ungi þjónninn. „Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtalinu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, […]

Ljónshjartað og ég

Sannsögulega smásaga

Þegar Nelson Antonio Haedo Valdez var strákur vissi hann ekki að hann myndi ekki einu sinni, heldur tvisvar stela sigrinum af Argentínu á fótboltavellinum. Fyrra skiptið var þann níunda september 2009 á Defensores del Chaco vellinum í Asunción þegar Nelson, þá 26 ára, skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Seinna skiptið var þann þrettánda júní 2015 […]

Ég er fagnaðarsöngur

HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]

strætóljóð

ást samkvæmt Strætó bs. skiptimiði er ígildi farmiða á því gjaldsvæði sem hann gildir og innan þeirra takmarka sem á hann er prentuð. þú skrifaðir á hann að þú elskaðir mig en hann gildir bara í 75 mínútur. ekki er hægt að fá skiptimiða fyrir annan skiptimiða samkvæmt vef Strætó bs. Hamrahverfinu hef verið hér […]

Úr Jarðarberjatungli

Nornirnar í Bústaðahverfi Þær drekka melónuvín á morgnanna í hannyrðabúðinni í Grímsbæ. Sauma bútasaumskanínur með lafandi augu í heilagri þögn – með Camel lights í munnvikinu. Gröfina sem þær grófu í bakgarðinum fylltu þær með dömunærbuxum, Calluna Vulgaris og fuglabeinum, fyrir hina drekana sem eru tjóðraðir í svefnherbergjum. Þær mynduðu þannig sama kraft og þegar […]

Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt á sömu lund: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar […]

Endurtekin viljaverk í Palestínu

Fleiri tugir Palestínumanna hafa látið lífið og mörg þúsund manns eru slasaðir eftir mótmælin gegn flutningi sendiráðs Bandaríkjamanna frá Tel Aviv til Jerúsalem í gær. Í dag eru síðan liðin 70 ár frá því hörmungarnar – al-nakba – hófust sem enduðu með því að stærstur hluti palestínsku þjóðarinnar hraktist í útlegð. Af því tilefni er […]

Tvö ljóð eftir Ólöfu

Öld Kyrrist og hægist um tíminn flýtur yfir þig, þú vaggar í fjöruborðinu, velkist fram og aftur í umróti haffallanna Þú rennur saman við fjöruborðið finnur hafið velta sér fram og aftur strjúka þér um vangann hvísla að þér sögum frá útsævinu gutlandi öldurnar hefja upp hárfínar raddir í samsöng Þú liggur og hlustar á […]

Endurfundir

við hoppum saman í fossana og finnum frelsið í frjálsu falli og syndum í fullkomna indlandshafinu með hákörlunum og regnbogunum og sólin sest og ég reyni að synda að henni en næ henni aldrei og veiðum okkur túnfisk í matinn og stelum sykurreyr af ökrunum til að narta í fyrir næringu og látum lemja okkur […]

Eins og glansandi kúreki

Ég hef gengið þessar götur svo oft syngjandi sama gamla lagið. Ég þekki hverja sprungu í þessum óhreinu gangstéttum, þar sem meðalmennskan er millinafnið, og góðir krakkar falla í fótsporin eins og fyrsta snjókoma hvers vetrar. Það hefur verið mikið af málamiðlunum, á leið að sjóndeildarhring mínum. En ég ætla að vera þar sem ljósin […]