Í djúpinu kraumandi ólga


Horfumst ekki í augu
umfram allt horfumst ekki í augu

Ég skal mæna í suður og þú í norður,
ég í vestur og þú austur,
þú á gólfið og ég á vegginn hinum megin

Horfum á hvítan vegg og finnum snertinguna
þú með höndum ég með klofi og svo
ég með höndum og þú með klofi

Skapabarmarnir eru á sínum stað
á barmi sköpunar þarf lífið að ná andanum
í gegnum leghálsinn
hér andar lífi
hér andar sköpun
hér er lykt af holdi
röku, þrútnu, ólgandi

Höldum ró okkar
mænum í fjarskann sem býr
á hvítum vegg