Ákall


Ég hef kallað í bjargið
(það svarar mér engu)
ég hef laugað mig regni
(það hreinsar mig ekki)
því fuglinn er floginn
og gengið er fallið
og dómur upp kveðinn
(sem breytir þó engu)
því á landinu bláa
þar ríkja þau öflin
sem halda í krónur
og aura og arðinn
sem erlendir menn
af kröfunum fengu

Enn heyri ég kliðinn
þó veislan sé búin
og hraðbankinn tómur
samt vona ég alltaf
að klukkurnar hringi
og lúðrarnir hljómi

(gerist það aldrei?)