Tvö ljóð eftir Ólöfu

Öld

Kyrrist og hægist um
tíminn flýtur yfir þig,
þú vaggar í fjöruborðinu,
velkist fram og aftur í umróti haffallanna

Þú rennur saman við fjöruborðið
finnur hafið velta sér fram og aftur
strjúka þér um vangann
hvísla að þér sögum frá útsævinu
gutlandi öldurnar
hefja upp hárfínar raddir
í samsöng

Þú liggur og hlustar á hafið
sem strýkur þér
strýkur þér um svart fjörugrjótið
mýkir þig
og aldan mýkjist með
rúllar silkimjúk
yfir fjöruvölur
svo mjúklega að engin froða
þyrlast upp á endum
silkimjúkra ránarlokkanna

Aldan strýkur þér um fjöruborðið
fikrar sig nær fjallstindunum og fjær þeim aftur
með flóði
og fjöru
stýkur yfir svarta sanda
umvefur
umlýkur
kúveltir
strýkur
sandkornum

Vefar í hár þitt
gjöfum,
kúfskeljum, glerbrotum og kuðugum,
kyssir þig
og kveður

Í smábæ við miðjarðarhafið

Kötturinn fer úr hárum og bítur sig í tærnar
þar sem er reykur þar eru vandræði segir nágrannakonan og spyr síðan köttinn hvað hann sé að gera þarna?
skuggarnir teigja úr sér yfir götuna
þeir hafa kúldrast með veggjum allann liðlangann daginn,
þeir vilja fara að fara á stjá áður en nóttin gleypir þá með myrkrinu sínu.

síðdegið er andlaust eins og það er svo oft hér
haggast ekki hár á höfði
húsin sjá til þess
húsin og elli
kerlingin sú
hún býr hér
þetta er bærinn hennar
og hún er ekki að fara að láta blæinn gera sig heimkominn hér

í staðinn fyllir hún loftið af heilsulykt af miðjarðarhafinu
og hefur apótek á hverju horni
Elli, kerlingin sú, er svo hrifin af lyfsölum,
alveg afskaplega hrifin af þeim alveg hreint
og þegar hún er heppinn og tælir einn með sér í bólið
vill hún helst að þeir taki hana upp við afgreiðsluborðið
í apótekinu
svo að pilluglösin hristist og hvolfist og pillurnar fljóti um allar hillur og gólf

og svo þegar hún hefur riðið apótekaranum nægju sína
fer hún til nuddarans
því enginn getur komið henni aftur til eftir apótekarann eins og nuddarinn
hann á stól með statífum fyrir lappirnar
eins og kvennsar eiga alltaf
og þar liggur hún á bakinu
meðan hann sleikir á henni píkuna
með hendurnar þétt utanum þjórhnappana
sem hann hnoðar á meðan
og grefur andlitið dýpra í skautið á henni
Elli kerlingunni

Í laumi á hún sér draum um að taka apótekarann með sér til nuddarans.
Þá myndi hann liggja undir henni á kvennsa-stólnum og ríða henni í rassgatið,
leika við brjóstin á henni meðan nuddarinn hnoðaði þjórhnappana og sleikti á henni píkuna á meðan.
Sérstaklega finnst henni sexí að hugsa um hökuna á nuddaranum strjúkast við punginn á apótekaranum.

Kötturinn sleikir á sér rassinn og sólinn hverfur inní húsið hinumeginn við götuna.
þykkblöðungarnir varpa öndinni léttar
sítrónurnar á trjánum hætta að glóa og fara að undirbúa sig fyrir nóttina
Einmanna maur snýst áttaviltur í hringi í línunum í gangstéttarhellunni
Hann skilur ekki hvernig hann festist í þessu völundarhúsi
og svo er hann líka búinn að gleyma hvert hann er að fara.

Hvert var ég aftur að fara með þessu?