Þrif header

Þrif

„Hombre, það eru opnar bódegur alla nóttina.“ „Þú skilur ekki. Þetta er hreint og notalegt kaffihús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af laufunum.“ „Góða nótt,“ sagði ungi þjónninn. „Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtalinu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, […]

Pínulítil kenopsía

Gíraffi, krókódíll og önd-kanína koma arkandi inn í Kringluna, með hjörtun full af söknuði og þrá eða ekki: Um Pínulitla kenopsíu

Ég vil byrja á að segja að ég er hrifinn af bókinni Pínulítil kenopsía: Varúð, hér leynast krókódílar, eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur. Mér finnst hún góð. Þá er það frá og við getum vikið að öllu hinu, sem er öllu óljósara, til dæmis hvað er svona gott við hana. Blaðamenn á ráfi um Kringluna Þegar […]

Sáttmálinn

Sáttmálinn

Maður verður ekki leiður á vanilluís. Ég meina, hver vill hafa eitthvað pekan-pistasíu-jarðarberja-hindberjabragð í fjögur ár? Skilurðu? Nei, takk. Einu sinni, kannski. – Katrín í Sáttmálanum. Einþáttungurinn Sáttmálinn var frumfluttur í beinni útsendingu í skemmtiþætti á sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins þann 1. desember 2017. Öllum er kunnugt um að viðtökur við verkinu voru blendnar frá fyrstu stundu. […]

Sundrung í smásjá

Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]

Ólafur Gíslason

Heimspekilegar hugleiðingar um söguna 

Eftirfarandi er þýðing Ólafs Gíslasonar, listfræðings, á einni þekktustu ritsmíð Walters Benjamin (1892–1940), Über den Begriff der Geschichte. Áður hefur birst þýðing Guðsteins Bjarnasonar á greininni, í tímaritinu Hugur árið 2005, þá undir heitinu „Um söguhugtakið“. Ritgerðin er samin undir andlát Benjamins, árið 1940, þegar hann hafði lifað í hartnær áratug í útlegð og á […]

Mótordjákninn í París

Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Djákninn úr þjóðsögunni fer um París á mótorfák með hyrndan hjálm, ungir kaþóliskir integristar verða honum að bana fyrir meint helgispjöll en Sigurður, í hlutverki transmiðils, nær sambandi við djáknann framliðinn svo hann muni hafa sig hægan. Oblátur eru líkami Krists, segja kaþólikkar, en hvað sem því líður eru þær auðvitað líka landbúnaðarafurð.

Fyrsta múrfall Evrópu

Fyrsta múrfall Evrópu, 9. nóvember 2014

Sunnudaginn 9. nóvember, um leið og Íslendingar fagna 82 ára afmæli gúttóslagsins, verður þess minnst í Þýskalandi og víðar að 25 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Af tilefninu hefur Miðstöð um pólitíska fegurð — Zentrum fur Politische Schönheit — rænt minnisvörðum um fórnarlömb sem féllu við múrinn, sem þar til í síðustu […]

RAF

Bíó: Þú hefur oft séð Heckler & Koch MP5

Innanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess leiða okkur öll á undarlegar slóðir. Ég vissi ekki fyrr en í dag að vefurinn IMDB, Internet Movie Database, á sér einhvers konar bjagaða hliðstæðu í vefnum IMFDB, Internet Movie Firearms Database. Þar má lesa um hvaða skotvopn hafa birst í hvaða kvikmyndum gegnum tíðina. Vélbyssan MP5, sem lögreglan hefur útvegað […]

Bíó vikunnar: Á Undan Twin Peaks kom …

Í tilefni af þeim tíðindum að árið 2016 megi vænta þriðja árgangs þáttaraðinnar Twin Peaks, í leikstjórn Davids Lynch:

Árið 1987 gerði BBC sjónvarpsþátt þar sem Lynch kynnti helstu áhrifavalda sína meðal súrrealískra kvikmyndagerðarmanna. Fyrsta myndin sem hann sýndi brot úr í þættinum var Entr’acte eftir René Clair, með tónlist eftir Erik Satie.

Myndin er 20 mínútna löng. Hún var gerð árið 1924, sem millispil milli tveggja þátta í ballett eftir Satie. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Man Ray og Marcel Duchamp. Það er hugsanlegt að enn hafi aldrei sést fallegri notkun á slómó en í atriðinu sem hefst hér á slaginu 11:00.

Emiliano Monaco: Ég er ekki nógu gott landslag (2011)

Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.

Úr Notre musique, í Sarajevo

Bíó vikunnar: Yfir óbrúanleg bil

Palestína og Ísrael í tveimur myndum frá J.L. Godard

Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]

Bíó vikunnar: Divine Intervention eða Buster Keaton í Palestínu

Divine Intervention er kvikmynd frá palestínska leikstjóranum Elia Suleiman, frá árinu 2002. Það er freistandi að segja gamanmynd, eða kómedía, og jú, jafnvel hárnákvæmt, þó að viðfangsefnið gefi henni þyngd og fleiri aðferðum sé beitt í henni. Íslendingar hæla sér stundum fyrir að hafa svartan húmor. Hér mætti tala um svarta kómedíu eða rökkurkómedíu, en ekki alveg í sömu merkingu: ekki vegna þess að líf og dauði séu vanvirt af léttúð, heldur frekar í skilningi noir-mynda.

„Ég skil það vel, að ef forsætisráðherra væri enn þá í sínum gamla dúr, sem hann var stundum í, þegar hann var að tala um hagfræðinga, þá mundi hann ekki gera mikið með þessa hluti. Þá var hann vanur að segja, þegar verið var að benda á einhverja hagfræðilega hluti, þá sagði hann: „Já, það er nú svo, fyrst kemur lygi, svo kemur haugalygi og svo kemur, hagfræði.“ Það var nú þegar það var. En það lítur út fyrir, að hann sé farinn að ganga svo mikið í barndóm núna, að nú sé hann farinn að taka hagfræðingana alvarlega, og það er það merki, sem mér þykir sárast að hafa séð á honum, að hann skuli vera farinn að taka mark á þeim. Hitt var þó betra, á meðan hann leit þannig á, að það væri þó yfir alla haugalygi, það sem þeir segðu. Bágast af öllu á ég með að skilja, þegar hæstvirtir ráðherrar eru að tala um, að þeir séu að gera þetta allt saman fyrir láglaunamennina. Já, þetta er líkingin, sem Leo Tolstoj einu sinni talaði um, þegar hann var að lýsa ríka manninum, sem sæti á herðum þess fátæka og segðist allt vilja fyrir hann gera nema fara af baki. Mér heyrðist á ríkisstjórninni, að hún vildi allt fyrir þá lægst launuðu gera nema létta af þeim kúguninni. Ég held hún væri jafnvel tilbúin að byggja fangelsi fyrir þá, hvað þá annað.“

Úr þingræðu Einars Olgeirssonar í umræðum um launamál á 84. þingi Alþingis, 1963–1964.

Hlutfall auðs og tekna

Piketty: Kapítal 21. aldar

Mikið og fágætt havarí hefur skapast kringum nýlegt hagfræðirit, bókina Capital in the 21st Century, sem kom út á frönsku í fyrra en í enskri þýðingu nú árið 2014. Höfundur ritsins, franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, segist í inngangi hafa orðið þreyttur, upp úr tvítugu, á and-kapítalísku tali án vitsmunalegs innihalds og rökstuðnings. Hann hafi hins […]