Ópus


Stefán Bogi Sveinsson er fæddur á Fljótsdalshéraði árið 1980. Hann er í dag búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum. Ópus er hans önnur ljóðabók en sú fyrsta kom út árið 2014 og nefnist Brennur. Auk þess hafa birst ljóð eftir hann í tímaritum og í safnritinu Raddir að austan sem kom út árið 1980. Í Ópus er að finna 17 ljóð og bókinni fylgir geisladiskur þar sem höfundur les ljóðin upp við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar.