Ægir Þór Jähnke

Rigningarmorgunn

Þú elskar ekki heiminn. Elskaðir þú heiminn hefðir þú myndir í ljóðum þínum. Jón elskar heiminn. Hann er með mottó: dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Ekki deila um þetta með þá tilgátu að ómögulegt sé að elska hvað maður neitar að þekkja: að neita að tala er ekki að bæla upplifun. Sjáðu […]

Marko Niemi

Ljóð eftir Marko Niemi

Dagur rennur upp, múrinn brestur, skip svamla á himni, nú máttu fossa, breiða úr þér, blása kröftuglega, ó syngdu söng lofts, söng elds, svo úr þér flæði gleði, birta, ekkert beisli, ekkert en, syngdu hástöfum, já syngdu um von, von. Ég veit ekki hvar þú ert, þú rauða láglendi             […]

Ragnheiður Harpa

Undirheimar

Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði því betur finn ég að undirmeðvitundin er gnægtarpollur hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað neðansjávardýrin eru ófreskjurnar sem umbreytast um leið og horft er á þær faðir minn kenndi mér að veiða í net móðir mín […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Ananke: Pantun

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Brot úr Konu sendiherrans

K.S. flýtti sér skelkuð inn á læknastofuna. Hún fann stór augu ritarans fylgja sér eftir þar sem hún sat hokin fyrir aftan skothelda glerið eins og stór karta. Af lækninum stafaði daufum sígarettufnyk. Hann dustaði rykið af skrifborðinu með annarri erminni áður en hann lét þykka möppu falla þunglamalega á borðið með miklum skelli. – […]

Leifturmynd af hjónabandi

Þú hallar þér upp að konu þinni í nærfataverslun á Laugaveginum á Tenerife: Þið eruð stillimynd í óreiðu glaðværra sólbrenndra andlita. Veitið hvor annarri skjól fyrir krefjandi tilboðum. Svo, skyndilega er hún hrifin frá þér. Hverfur eins og bæn inn í vímu hins ágenga eðlileika. Æðir um rekkana einbeitt á svip stansar svo snarlega heldur […]

Frostrósamanifestó, 19/11/2017

 [ógreinilegt]   Frostið kemur. Frostið kemur, og étur þig.   Frostið kemur. Frostið kemur. Frostið kemur, og ég…   Haa Aaaaaa. Tsjíííú.   Hvar er [ógreinilegt]?   Ó, þraukum frostið   [ógreinilegt]   Föl yfir öllu á morgun Frosinn heimur, á morgun.   Náttúran bíður, afþýðingar.   Undir jöklum. [ógreinilegt].   Trén sofa. Dýrin […]

Flugfiskar

Cheilopogon heterurus   torfur af fljúgandi fiskum komu á móti mér   Var tilbúinn í göngutúr er ég sá frostþokuský úr fjarska -eins og dreka á vatni-   það voru torfur af fiskum að koma fljúgandi úr norðri eins og skriðdrekar sem kæmu skyndilega inn götuna og ég væri ekki búinn að frétta af neinu […]

Hugleiðing um alþýðuhefð

Country Roads „Fjórða kynslóð vörubílstjóra er fædd!“ Þetta var tilkynnt innan fjölskyldunnar þegar ég ól frumburðinn. Þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf bílstjóri en þó elsta barn elsta sonar þá lá beint við að framtíðaratvinna sonar míns væri ákvörðuð þarna á fæðingardeildinni á Akureyri. Við erum nefnilega fjölskylda á ferðinni, starfsgreinahefð okkar, tal og […]

Andrés gefur öndunum

Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]

Ragnheiður Harpa

Rætur

Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]

Ég bíð þess

Ég bíð þess að það komi að mínu máli og ég bíð þess að undrunin endurfæðist og ég bíð þess að einhver uppgötvi loks Ameríku og góli og ég bíð þess að þau uppgötvist hin nýju táknrænu endimörk vestursins og ég bíð þess að bandaríski skallaörninn breiði loks út vængi sína rétti úr sér og […]

Ópus

Stefán Bogi Sveinsson er fæddur á Fljótsdalshéraði árið 1980. Hann er í dag búsettur á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum. Ópus er hans önnur ljóðabók en sú fyrsta kom út árið 2014 og nefnist Brennur. Auk þess hafa birst ljóð eftir hann í tímaritum og í safnritinu Raddir að austan sem kom út […]

List hins ósveigjanlega

Atburðarás Það er brauðskortur í Róm og múgurinn æstur. Hann telur aðalinn hamstra hveiti og kennir stríðsgarpinum og þekktum lágstéttarhatara, Caiusi Martius, sérstaklega um stöðu mála. Þingmanninum Meneniusi tekst að róa liðið og í framhaldinu eru tveir lýðsstjórar kjörnir til að tala fyrir hönd fólksins. Nágrannaríki Volsca gerir innrás í ríki Rómverja og Caius fer […]

Ákveðin, afsakandi, fyrirgefandi, kaldhæðin

um Mörufeldur, móðurhamur

Allir vilja að ég hætt’essum ljóðum. Hætti að lesa þau nema kannski í laumi og hætti að birta ljóð. „Afhverju þykist þú vera of góður fyrir skúffuna, gerpið þitt?“ Þetta er auðvitað helvítis kjaftæði og fólk játar einungis eigin smekkleysu, smáborgaralega fagurfræði og/eða fáfræði með þessum orðum. Sjáið til dæmis bara síðasta ár, tvöþúsundogsautján. Fullt […]

Kæri vinur – við hjá Starafugli ætlum að fagna alþjóðlegum baráttudegi verkamanna, 1. maí, einsog sönnum verkamönnum sæmir: með því að stappfylla vefinn af listaverkum, greinum, lögum, ljóðum, myndum og öðru viðeigandi efni. Efnið má vera birt eða óbirt, þýtt eða frumsamið, hvaða eðlis sem er, það má vísa beint eða óbeint í verkalýðsbaráttuna, sósíalismann, réttlætið, jafnréttið, samstöðuna og/eða fegurðina. Einnig leitum við að ábendingum um aðra verkalýðslist – t.d. bara lögum af youtube, viðtölum eða öðru slíku sem hægt er að endurbirta. Ef þú lumar á einhverju slíku – og vilt taka þátt í veislunni – geturðu sent það á eon@norddahl.org. Þú mátt líka gjarna láta boðið ganga. Með byltingarkveðjum frá ritstjórn.

endalok

sveima milli þess að vilja hverfa éta afganga á stjörnutorgi rétt svo til að tóra sofna í yfirgefnu horfa á stjörnurnar hrapa eina af annarri og að vilja grípa hvert einasta tækifæri hvern síðasta séns og geta sagt ég heimsótti parís prag og látrabjarg ég synti í tjörninni skaut ljónsunga í höfuðið og át mann […]

Kræklótt flagð undir fögru skinni

Mad world! mad kings! mad composition! 2.1.573 Leikrit Shakespeares um John, sem ríkti yfir Englandi, Írlandi og framan af einnig yfir vesturhluta Frakklands frá 1199 til 1216, er skrítin skepna og vandræðagripur í höfundaverkinu. Þau vandræði felast m.a. í tengslum þess við annað leikrit um þennan kóng, The Troublesome Reign of King John (TR), sem […]

Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað

viðtal við Brynjar Jóhannesson

upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifju­n á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]

Velkominn á Bókamessuna

Gautaborgardagbók: Dagur 2

Stemningin á Bókamessunni í Gautaborg er spes. Maður fær þau skilaboð hvaðanæva að að manni sé ekki óhætt að ferðast um borgina einn – sérstaklega ekki ef það sést á manni að maður sé ekki af norrænu kyni. Og samt eru allir svo ótrúlega óhultir hérna inni. Við bara lesum ljóð og tölum um bókmenntir […]

Ættjarðarljóð

Heimur sem ég átti skilmálalaust hér í útjaðri veraldar: fjaran angaði af bóluþangi klettarnir bergmáluðu leyndarmál hafsins túnin voru græn með gulum flekkjum húsin smá og bárujárnuð með pottablóm í gluggum strætisvagnar stuttir og kubbslegir með strjálum viðkomustöðum boddíbílar með hörðum bekkjum til berjaferða á haustin mamma við kolavélina að baka flatkökur á glóandi plötu […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Derek Walcott

Derek Walcott fæddist 23. janúar árið 1930 á eyjunni Sankta Lúsíu í Karíbahafi. Hann er einn af mikilvægustu höfundum enskrar tungu á 20. öld og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1992. Hann lést síðastliðinn föstudag.

Hæ. Við erum í vetrarfríi. Sjáumst í byrjun febrúar.

Kvöldið framundan

Klórinn í hárinu gufar upp undir birtunni frá ljósastaurnum Hitinn þurrkar gangstéttina Þú strýkur henni því þú strýkur alltaf öllu sem er hrjúft og á meðan talarðu um framtíðina:             Við gætum gengið um borgina             Brotið ljósastaura í tvennt             eins og saltstangir             Kreist rafmagnskassa             eins og svalafernur             Eins og við séum skrímsli             í gamalli japanskri bíómynd: […]

Líkhamur

Þrjú ljóð úr ljóðabókinni Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Hún segir honum að í kvöld sé hún bókapersóna og því engin venjuleg stúlka. Þegar hann hyggst halda henni fastri er hún rokin í næsta kafla. Það versta er að hann hefur ekki hugmynd um á hvaða blaðsíðu hún er eða í hvaða bók svo það er […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]

MUNDU, LÍKAMI

Mundu, líkami er safn þýðinga Þorsteins Vilhjálmssonar á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Í tilefni jóla birtir Starafugl tvær þýðingar úr bókinni. Konstantínos Kavafís (1863 – 1933) er eitt fremsta skáld grískrar nútímaljóðlistar. Kavafís bjó og skrifaði í Alexandríu í Egyptalandi, sem enn var þá að miklu leyti grísk borg, og orti um […]

Gleðileg jól (og langt jólafrí)

Kæru lesendur – kæru dásamlegu, yndislegu lesendur. Fyrir hönd allra aðstandenda Starafugls, baktjaldavefara, krítíkerhersins, ljóðaritstjórans og allra hinna, óska ég ykkur gleðilegra jóla. Yfir jólin mun ljóðaritstjórinn, Jón Örn Loðmfjörð, sinna eitilhörðustu lesendum með daglegum ljóðabirtingum – en að því loknu, þegar nýja árið gengur í garð, leggjast allir í hýði fram til 1. febrúar (hugsanlega mun detta inn ein eða tvær leikhúsrýni) og mæta tvíefldir og endurnærðir til starfa. Heimspeki Starafugls er enda sú að auk áræðninnar sé íhugunin – hvíldin, pásan, glápið út í eilífðina – mikilvægasti hluti listrænnar starfsemi af öllu tagi, og þar með talið rýninnar.

Þar til í febrúar bið ég ykkur því einfaldlega vel að lifa. Við sjáumst.

f.h. Starafugls
Eiríkur Örn Norðdahl

Sigurður Pálsson & Sölvi Björn Sigurðsson

Úr Uppljómunum og Árstíð í helvíti

SÖGULEGT KVÖLD (úr Uppljómunum í þýðingu Sigurðar Pálssonar) Eitthvert kvöldið, til dæmis, þegar hrekklaus túristi hefur losnað undan vorum efnahagslega hryllingi, þá er leikið snillingshendi á sembal engjanna; spilað er á spil á botni tjarnarinnar, spegillinn vekur upp mynd af drottningum og eftirlætis hirðmeyjum; þarna eru heilagar konur, slæður og samhljómandi strengir og hin víðfrægu […]

Hamingjan leit við og beit mig

Þrjú ljóð úr bókinni Hamingjan leit við og beit mig eftir Elínu Eddu. Læknir Áttu einhver lyf sem breyta mér í rólegan hlyn eða kaktus sem er umlukinn tónlist? Eða er það eitthvað sem tíminn breytir mér í smátt og smátt? Sólmyrkvi Mér var sagt að það væri von á sólmyrkva í dag. Sólmyrkva sem […]

Vertu heima á þriðjudag

Myndina tók Saga Sig en ljóðin eru úr bók Bergs Ebba Vertu heima á þriðjudag. KYRRÐARSTUND Það eru engar trommur engir lúðrar engin rúða brotin Ekkert í sjónvarpinu engar fylkingar engir fánar Þvílíkan frið hef ég ekki fundið lengi Það eru tvær klukkustundir síðan ég vaknaði Ég sit rólegur í stól borða hrökkbrauð með kavíar […]

Sturlaðir menn, sögulausir menn

Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar […]

Ljóð eftir Kristínu Eiríksdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) hefur verið Nýhilskáld, Bjartsskáld, Forlagsskáld, Þjóð- og Borgarleikhússkáld og alltaf fyrst og fremst sjálfssínskáld; ósambærileg rödd í íslenskri ljóðlist. Síðasta ljóðabók hennar (af fjórum hingað til) var meistaraverkið Kok (2014) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auk […]

Bootlegs: Ekki fyrir viðkvæma

Jess, þetta sound, þessi rödd og þetta old school thrash metal brings me back. Ein af mínum fyrstu plötum var einmitt samnefnd plata Bootlegs frá 1990. Platan Ekki fyrir viðkvæma  byrjar með trukki, frá fyrstu mínutu er engin miskunn gefin. Bootlegs hafa algerlega sitt eigið sound og ólíkir öllu öðru sem gerist á senunni, laglínurnar, […]

Ljóð eftir Björk Þorgrímsdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Björk Þorgrímsdóttir (f. 1984) skrifar myrkraverk og ávaxtahnetti. Hún hefur gefið út ljóðabókina Neindarkennd (2014) og prósaverkið Bananasól (2013) – sem hafa báðar vakið talsverða athygli í grasrótinni. Björk er menntuð í heimspeki Wittgensteins, ritlist og bókmenntum og hefur eytt síðustu […]

Nei – fundið ljóð

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason

Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]