Mynd: Linda Gren.
Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl

Úr Alls staðar þarf ég að vera miðpunktur alheimsins

Þegar ég verð stór
ætla ég að hafa umönnun
Það á að vera umönnun
um börn
Það á vera barnaumönnun
til þess að ég
sem á börn
geti einbeitt mér
að vinnunni
Það á vera barnaumönnun
sem eykur
atvinnuframboðið
Ég ætla að fjárfesta í fólki
sem eykur framboð
Það á að vera umönnun
um eldri borgara
Öldrunarþjónusta
til þess að ég
sem á eldri borgara
geti einbeitt mér
að vinnunni

Þegar ég verð stór
á að vera röð og regla
í fjármálunum
Allt á að
vera á réttum stað
Það eiga að vera deildir
Það eiga að vera möppur
Það á að vera skrá
yfir deildir og möppur
Það eiga að vera ólíkir litir
fyrir hvern flipa
Það á allt að vera skýrt
Það á alltaf að vera röð og regla
í fjármálunum
Fólk ætti ekki að geta
einbeitt sér
þegar það er óreiða
í fjármálunum
Ekkert má vera sem ruslar til
Það á ekki að vera lykt
Það eiga ekki að koma
óboðnir gestir
Það á að vera hljótt
Það á vera hreint
Það á að vera tómt
Fyrst þá mun fólk
upplifa öryggi

Þegar ég verð stór
ætla ég að hafa velferð
Ef fólk hefur ekki efni á velferð
ætla ég að hafa metnað
til þess að það hafi efni á henni
Ég ætla að hafa efni á þessum metnaði
Hann á að kosta
Hann á ekki að vera ókeypis
Hann á ekki að vera nauðung
Hann á að vera gulrót
Það eiga að vera gulrætur
Þetta á að vera gulrótaland
Það eiga ekki að vera svipur
Það á að vera fólk
sem hefur ekki ráð
og sem
eltir gulrætur

Þegar ég verð stór
ætla ég að hafa loftslag
Það á að vera
gott loftslag
Þegar það er hlýtt
á að vera kalt
Þegar það er kalt
á að vera hlýtt
Loftslagið
í bílnum mínum
á að vera alveg eins
og ég vil hafa það
þegar ég verð stór

Þegar ég verð stór
eiga skógarnir að syngja
Það á ekki að vera
fólk
sem ákveður
hvað skógarnir syngja
Það á ekki að vera
ég
sem ákveður
hvað skógarnir syngja
Það eiga ekki að vera
lítil dýr
sem ákveða
Heldur stór

Jonas Gren