Ljóð og ekki ljóð á vefnum

Síðast þegar ég gaf út ljóðabók fannst mér hún ekki fá næga athygli og ákvað því með sjálfum mér að næst þegar handrit yrði klárt skyldi ég fá Gísla Martein Baldursson til að leggja nafn sitt við það og leika höfundinn. Ég ímyndaði mér að allt sem Gísli Marteinn legði nafn sitt við vekti sjálfkrafa […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Hugleiðing um alþýðuhefð

Country Roads „Fjórða kynslóð vörubílstjóra er fædd!“ Þetta var tilkynnt innan fjölskyldunnar þegar ég ól frumburðinn. Þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf bílstjóri en þó elsta barn elsta sonar þá lá beint við að framtíðaratvinna sonar míns væri ákvörðuð þarna á fæðingardeildinni á Akureyri. Við erum nefnilega fjölskylda á ferðinni, starfsgreinahefð okkar, tal og […]

Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

Skrif um skrif um skrif

Ég gerðist skáldsagnaritstjóri Starafugls síðasta haust. Óvart. Boðið kom óvænt eins og elding af himni. Elding er útrás af rafmagni úr skýi sem oft fylgir þruma. Eins og Tesla eldingar. Eða bassalínueldingar Bjarkar sem komu úr Tesla spólu í Silfurbergi Hörpu á Biophilia-túrnum og gáfu ekki bara undirstöðu tónlistinni, heldur líka hugmyndinni um töfrandi afsprengi […]

Hugleiðingar um hinn svokallaða veruleika

Franski heimspekingurinn Michel Foucault velti fyrir sér eftirlitssamfélaginu í kringum árið 1975 þegar hann rýndi í teikningar af hinni fullkomnu panopticon-eftirlitsstofnun eftir heimspekinginn Jeremy Bentham frá lokum 18. aldar, Alsjána.   Alsjáin er stofnun í hringlaga byggingu með klefum sem eru gagnsæir inn á við og út á við en þó sjá íbúar hennar ekki […]

Ásta er búin að segja þetta

að nálgast málefni og umræðu dagsins eins og ljóð

Ljóðið Svaðilför með tvö mölt eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur endar á því að ljóðmælandi ferðast um borgina í strætó „í skeifu í mjódd á hlemm“ og nefnir það sem fyrir augu ber. Þar verður til öflug endurtekning þegar æ fleiri „hótel og hótel og hótel“ hafa risið upp. Þetta var langt frá því að vera […]

Af spítt- og strætóskáldum

Ljóðaheimurinn er alls konar. Ljóðasenan er alls konar. Ljóð eru alls konar. Auðvitað. Skáld eru líka alls konar en oft eiga þau til að mynda fylkingar. Heildir sem hafa mismikinn heildarbrag. Heildir sem gefa út manífestó (eða ekki-manifestó), mynda eins konar vinahóp, gefa út hjá sama forlagi, eru saman í leynilegum facebook grúppum. Eins og […]

Stéttastríð og heimsendir

Samfélagið er óheilbrigt, fökkt. Ég var í sturtu um daginn, lét heita vatnið gusast yfir mig og hallaði mér að gluggasillunni sem er svo heppilega staðsett á baðherberginu mínu. Á meðan hálfstíflaða niðurfallið erfiðaði svo ég var kominn í óundirbúið fótabað meðfram sturtunni horfði ég á fingurna á mér. Á þeim voru slatti af litlum […]

Raunhagkerfi vampírusmokkfisksins

Á dögunum sá ég mann í matvörubúðinni Netto við lestastöð í Kaupmannahöfn. Hann stóð í langri biðröð að loknum enn lengri þriðjudegi, fremur íbygginn á svip, klæddur í hettupeysu og víðar vinnubuxur útataðar í sparslklessum og málningu. Færiband afgreiðslukassans silaðist áfram og vörur hlóðust í fangið á afgreiðslustúlku sem reyndi að brosa í gegnum þreytuna. […]

„Þó ekki breytist hagur hins hrjáða verkamanns“ tveir baráttusöngvar rokksveitarinnar Mána

Árið 1971 gaf hljómsveitin Mánar frá Selfossi  út sína fyrstu breiðskífu sem iðulega er kölluð „Svarta platan“. Fjörtíu og fimm árum síðar gaf hljómsveitin svo út sína aðra breiðskífu, Nú er öldin önnur. Á báðum þessum plötum eru lög sem er vel við hæfi að rifja upp á baráttudegi verkalýðsins. „Svarta platan“ verður að teljast […]

Maðurinn, uppreisnarseggurinn, upplýsingaveran 

Þú horfir á skjáinn dæla inn myndum, litum og orðum. Rennir niður skjáinn og horfir. Hlaðborð stafrænnar tilveru. Allir geta flett upp öllu og allt er til. Þú rennir niður skjáinn og horfir. Allt er til; heimspeki, fræðirit, vísindi, sjálfshjálp, fréttir og veðurspá – stjörnuspá. Ítarlegar, ritrýndar greinar um skipulagsmál og skýrslur IPCC um loftslagsbreytingar. […]

„Heftugur andskoti má það vera“: Stórtíðindi í íslenskum bókmenntum

Magnaður andskoti má það vera hvað skáldskapur og veruleiki geta átt í margslungnu sambandi, furðulegu alltaf hreint, úr forneskjunni til nútímans, dulúðugu jafnvel. Því segi ég það að mér var að berast bréf að handan. Frá átjándu öld. Eða öllu heldur: Það var að finnast stórmerkilegt handrit. Kominn er í leitirnar eini ritaði textinn sem […]

Frjósemi á tímum loftslagsbreytinga

Er hægt að tala um framtíð á tímum loftslagsbreytinga? Má tala um frjósemi og má tala um barneignir? Í okkar menningu er sífellt verið að velta vöngum yfir getnaði manna og dýra. Sum dýr eru æskilegri en önnur og þá stjórnum við getnaði þeirra með skipulögðum landbúnaði. Kristin trú telur að líkami kvenna sé heilagir, […]

Síðkapítalisminn á tilvist sína undir því að þegnar spyrji ekki spurninga

Eitt af því sem George Orwell skrif­aði í sinni fram­tíð­ar­dystóp­íu, skáld­sög­unni 1984, var að Stóri Bróðir átti allt nema kúbikksentí­metrana innan haus­kúpu borg­ar­anna, og átti við heil­ann. Sú spurn sem aðal­per­sónan Win­ston spyr sig framar öðru er hvort hann geti haft skoðun sem stríðir gegn Stóra Bróður og hvort sú skoðun geti verið rétt – […]

Glerþak stöðugleikans

  1 Arkítektinn Fótgönguliðar stjórnmála okkar og efnahags eru menn einsog arkítektinn Manolis Vournous. Hann er hávaxinn og grannur, með þykka bauga undir augunum. Honum finnst gott að hafa hluti í röð og reglu. „Ég vil að fólk láti hluti gerast og vil ekki beita þrýstingi, eða að aðrir beiti mig þrýstingi,“ sagði hann mér […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Við erum samtímafólk maí ’68

Mig langar að byrja á að spyrja mjög einfaldrar spurningar: hvers vegna er allt þetta tilstand í kringum maí ’68 – greinar, útvarpsþættir, umræður og atburðir af öllu tagi – fjörutíu árum eftir atburðinn? Það var ekkert slíkt í kringum þrítugs- eða tvítugsafmælið. Fyrsta svarið er svartsýnt. Við getum nú minnst maí ’68 vegna þess […]

Síðkapítalisminn: Að endurheimta líf sitt – skynsemi og lógík

Mig langar hér að draga upp mynd af því hvernig síðkap­ít­al­ism­inn hefur áhrif á mál­far, hugsun og til­finn­ing­ar. Með­vit­und um þetta efni er nauð­syn­leg ekki aðeins vegna þess að lýð­ræðið er í hættu heldur einnig vel­ferð­ar­kerfið og grund­vallar mann­rétt­indi. Mik­il­vægt er að taka fram að hér er ekki verið að gagn­rýna kap­ít­al­isma – ein­ungis nýfrjálsa […]

Októberbyltingin hundrað ára: túlkanir og þýðing í dag

Í tilefni hundrað ára afmælis rússnesku byltingarinnar hafa undanfarið, á heimsvísu, verið birtar greinar um þennan einstaka atburð mannkynssögunnar og mikilvægustu persónu hans: Lenín. Enda væri annað furðulegt, en hér er ekki einungis um að ræða fyrstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar heldur þann einstaka atburð sem hafði mest áhrif á gang tuttugustu aldarinnar – afleiðingar sem við finnum svo sannarlega fyrir og erum enn að vinna úr í dag. Á Íslandi hefur þó eitthvað minna farið fyrir umræðum um byltinguna, merkilega lítið að mati greinarhöfundar. Hver svo sem skýringin kann að vera á því þá ætla ég í eftirfarandi að minnast byltingarinnar á hundrað ára afmælinu með því að ræða hana, með sérstökum fókus á hinn umdeilda leiðtoga hennar Lenín.

Ilmurinn

Hvernig lykta framboðin til þingkosninganna 2017?

Þingkosningar nálgast óðfluga — aðrar á 364 dögum — þær þriðju innan rétt rúms tímaramma ótruflaðs kjörtímabils — og hefur upptaktur síðustu vikna tæplega farið framhjá flestum þokkalega sjáandi, heyrandi og lesandi slandíngum: framboðsfundir, fréttir og fréttaskýringar, lögbönn og langir athugasemdahalar, stöðugar áminningar um nöfn og andlit frambjóðenda, auglýsingaflóð í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og á […]

Hin líkamlega menning, rúnturinn og hláturmenning

Eitt af því sem er athyglisvert varðandi við næturlífsmenningu eða drykkjumenningu íslendinga er viðsnúningur borgaranna frá ýmsum gildum og reglum sem virðast tímabundið sett til hliðar meðan á skemmtuninni stendur. Í heimildamyndinni Rúntinum, sem tók mig 17 ár að vinna, var ég að fást við hugmyndir um fegurð og ljótleika, líkt og margir aðrir sem […]

Túristi innan veggja verslunar

Flotað gólfið hefur verið lakkað svo glampar á það. Eins og fólki finnst gaman að minna mig á, er ég ekki hár til lofts og líður óþægilega í háreistu iðnaðarhúsinu með tröllvaxna innkaupakerru í höndunum. Mér finnst ég einfaldlega dvergvaxinn. Sem betur fer eru þeir fæstir sem líta stórir út við stýrið á risavöxnum kerrunum. […]

Sviðsframkoma hversdagsins

um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann

Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]

Fólkið sem úthýsti nasistunum

Gautaborgardagbók: dagur 3

Bókamessunni er lokið og við ferðafélagarnir – ég og Hildur Knúts og hennar ektamaki – erum í lestinni á leiðinni til Stokkhólms. Fljótlega eftir að ég skrifaði dagbók gærdagsins var skellt í lás á bókamessunni um stundar sakir – ef ég hefði ekki snúið aftur úr mótmælenum þegar ég gerði það hefði ég hugsanlega lokast […]

Með lest til Nasistan

Gautaborgardagbók: Dagur 1

Ég skrifaði dálitla fréttaskýringu eða pistil um deilurnar vegna Bókamessunnar í Gautaborg hér á vefinn í apríl síðastliðnum. Þar sagði ég frá þátttöku nýfasíska tímaritsins Nya Tider í bókamessunni og massífri sniðgöngu sænskra rithöfunda á messunni af þeim sökum. Síðan þá hefur margt gerst. Meðal annars er búið að skipuleggja stóra hliðardagskrá hér og þar um […]

Literatúr og laxeldi

Nú rífast menn um fiskeldi. Fyrir rúmum áratug var rifist um álver. Hvort tveggja átti að bjarga landsbyggðinni. Álverin björguðu engu og ég hef mínar efasemdir um að fiskeldið geri það. Álverin voru reist á Íslandi vegna þess að þau voru hætt að skila arði í Ameríku. Á Íslandi gátu auðmenn komist hjá allskyns kostnaði […]

Tíminn drepinn

Hugleiðingar um bóksöluhrun, fantasíur, glæpasögur og fagurbókmenntir

Átök eru í aðsigi. Eða hvað? Undanfarnar vikur hef ég lesið hálfkveðnar vísur eftir íslenska rithöfunda og annað bókmenntafólk um hvað valdi hinu svokallaða hruni í bóksölu á Íslandi eftir að því var flaggað að hún hefur dregist saman um þriðjung. Höfundar úr ólíkum kreðsum hafa hnýtt hver í annan og gert tilraun til að […]

Fasistar á bókamessu

– Á annað hundrað sænskra rithöfunda sniðgengur Bókamessuna í Gautaborg

Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu  á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“  um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]

Hvernig sjampó kaupa femínistar?

Við erum auglýsingar. Sjálf okkar samanstendur af texta, myndum, hugmyndum, orðræðum. Auglýsingar endurspegla drauma okkar og vonir sem þó eru ævinlega óaðgengilegar okkur. Við erum því neydd til að taka þátt í þessum raunveruleika, eins og asnar að eltast við gulrót; eilíft í samanburði, eilíft ófullnægð. Vald auglýsingabransans er óumdeilanlegt, og hefur lengi verið mikið […]

Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni

Desemberpistill um leikhús

Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]

Hve gröð er vor æska?

Nóvemberpistill um leikhús

Ef einhver getur ráðið úrslitum um hver framtíð mannkyns verður þá er það æskulýður heims, unglingar allra landa, ungmenni þjóða. Þetta á jafnt við um pólitík og listir. Það er æskan sem nú er sem skapar þá framtíð sem verður. Það er æskan sem ræður hvort kerfin fá að haldast óbreytt og þrengja að líkama […]

Önnur hlið Bob Dylan

Það hefur gætt ákveðinnar einsleitni í hinu mikla flóði greina um Bob Dylan sem hefur verið dembt yfir heiminn síðan hópur Svía ákvað að gefa honum verðlaun kennd við manninn sem fann upp dýnamítið. Fréttamenn og álitsgjafar hafa nær undatekningalaust tekið fram að Dylan, hvers „raunverulega nafn“ sé Robert Allen Zimmerman, sé með frumlegustu lagasmiðum […]

Ástlaus Onegin, innblásinn Eyvindur, ódrepandi Njála og andvana blár hnöttur

Októberpistill um leikhús

Rebekka Þráinsdóttir og Örlygur Benediktsson segja í grein í leikskrá Íslensku óperunnar að jafnan sé litið á ljóðskáldsögu Púshkíns um Évgení Onegin sem fyrsta raunsæisverkið í rússneskum bókmenntum. En rómantíkin var lífseig í raunsæinu og rússnesk rómantík náði miklum hæðum þegar tónsmiðurinn Tsjækovskí gekk í arfinn frá Púskhín og skrifaði tónhendingar, hljóma og melódíur við […]

Skuld þýðandans

Erindi flutt á ráðstefnu ÞOT 30. september síðastliðinn

Kæru gestir. Ég hætti að þýða bækur árið 2009, fyrir sjö árum síðan, næstum upp á daginn. Það var haust, sonur minn var nýfæddur og ég hafði ekki sofið vikum saman. Ég var með tóma vasa og í tilvistarkreppu – vanur að vera fátækur en ekki vanur að vera fátækur og eiga barn – og […]

Bob Dylan, nóbelskáld

Það er ekki áhugavert að velta því fyrir sér hvort Bob Dylan sé góður tónlistarmaður eða ekki, hvort hann sé rödd kynslóðar eða ekki, hvort hann sé verður allrar viðurkenningar eða ekki. Augljóslega er ekkert mál að finna ótal dæmi um skáldskap frá honum sem virðist klaufalegur, sem og skáldskap sem hefur haft djúpstæð áhrif á […]

Töfrarnir í myndum Tsai Ming-liang

Tsai Ming-liang er malasískur/kínverskur/tævanskur leikstjóri sem hefur hlotið verðlaun á helstu kvikmyndahátíðum heims. Meðal mynda hans eru Vive L’Amour (1994), What Time Is It There? (2001) og Stray Dogs (2013). Hér eru þrjár ástæður fyrir því að ég elska myndirnar hans: 1 Munið þið eftir atriðinu í Good Will Hunting þar sem Robin Williams segir […]

Sannar sögur í sjálfstæðum leikhúsum

Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn samstilltum viðtökum áhorfenda að lokinni leiksýningu og þegar ljósin slokknuðu á sviðinu í Tjarmarbíói á fimmtudagskvöldið var næstum um leið og Halli, eiginmaður Sóleyjar Rósar, hafði í leikslok varpað fram spurningunni: Eru einhverjar spurningar? Enginn áhorfenda rétti upp hönd til að fá orðið og spyrja enda voru hendur […]

Ljóð Gyrðis rata víðar

Einhvern tímann sagði Þórarinn Eldjárn að ljóðið rataði til sinna. Ég skildi orð hans svo að fyrir ratvísi ljóðsins væru allar áhyggjur og þras út af dræmri sölu ljóðabóka sóun á tíma og andlegri orku. Nú hefur úrval ljóða Gyrðis Elíassonar ratað til þeirra unnenda póetíkur sem læsir eru á nýnorsku. Að því er mikill […]

Hinn óáhugaverði hugarheimur kvenna

Um daginn var ég eitthvað að sóa lífi mínu í að skruna eirðarlaust niður Facebook-vegginn minn, eins og maður gerir, og rakst þá á athugasemd íslenskrar útvarpskonu við bloggfærslu íslensks bókaútgefanda, sem gaf áður út bækur á Íslandi en gefur nú út bækur í Danmörku, og sæg af háðslegum kommentum sem hlykkjuðust niður af skrifum […]

Kortakaup og sexísviptir smartkórar

Septemberpistill um leikhús

Í einu ljóða Vilborgar Dagbjartsdóttur segir að það séu lítil börn með skólatöskur sem koma með haustið. Sá kveðskapur er síðan fyrir hálfri öld eða meira og þá var kortasala ekki orðin fastur liður í rekstri leikhúsanna. Þau tóku við af annars konar kerfi þar sem fólk gat keypt sér aðgöngumiða á leiksýningar á ýmsu […]

Hugvísindin og nýfrjálshyggja

In Defense of a Liberal Education & Undoing the Demos

Engum dylst að hugvísindin eiga undir högg að sækja í dag. Árásirnar á þau birtast á ýmsan hátt. Ef við tökum bara Danmörku sem dæmi, þar sem greinarhöfundur býr, hefur ríkistjórnin undanfarið staðið fyrir linnulausum niðurskurði á framlagi til hugvísindanna, sem hefur leitt til þess að mun færri nemendur eru teknir inn. Allt er þetta […]