Síðkapítalisminn á tilvist sína undir því að þegnar spyrji ekki spurninga

Eitt af því sem George Orwell skrif­aði í sinni fram­tíð­ar­dystóp­íu, skáld­sög­unni 1984, var að Stóri Bróðir átti allt nema kúbikksentí­metrana innan haus­kúpu borg­ar­anna, og átti við heil­ann. Sú spurn sem aðal­per­sónan Win­ston spyr sig framar öðru er hvort hann geti haft skoðun sem stríðir gegn Stóra Bróður og hvort sú skoðun geti verið rétt – en hitt lygi. Bar­átta Flokks­ins gengur út á að sigra þessa síð­ustu „eign“ Win­stons. Hann skal byrja að elska Stóra Bróð­ur.

Þótt við búum ekki við alræð­is­hryll­ing eins og Orwell lýs­ir, verður sú spurn­ing stöðugt áleitn­ari hvort við sem almennir borg­arar síðkap­ít­al­ism­ans eigum heil­ann okkar – hugs­anir okkar og til­finn­ingar fremur en nátt­úr­una í kringum okk­ur. Það má vit­an­lega halda því fram að öll stjórn­kerfi virki inn á hugsun fólks og kenndir í meira eða minna mæli; það sem er nýtt í síðkap­ít­al­ism­anum er kraftur kerf­is­ins: umfang mark­aðs­svæð­is­ins og ágang­ur­inn á enn­is­heila­blað þegn­anna. Enn­is­heila­blaðið (pre fron­tal cor­tex) er hið við­kvæma heila­svæði frummanns­ins, svæði til­finn­inga og rök­hugs­unar sem er svo létt að lokka og manípúlera og sem diskó­sveinar neyslu­hyggj­unnar hafa gert að dans­gólfi sínu.

Komið hefur fram í grein­ingum fræði­manna að kerfi síðkap­ít­al­ism­ans á til­vist sína undir því að þegn­arnir spyrji engra spurn­inga. Að maður spyrji sig ekki að því af hverju dóttir manns vilji heldur skoða í búð­ar­glugga en opna bók þegar hún á frí­dag frá skól­an­um, af hverju maður frekar fer í flísa­búð en að heim­sækja veikan frænda sinn. Kerfið heldur þegn­unum frá grund­vall­ar­spurn­ing­unni „þarf það að vera svo?“, og deyfir ónota­til­finn­ingu m.a. með því að „neyt­enda­væða“ borg­ar­ana með ágangi á enn­is­heila­blaðið og með því að mark­visst murka úr okkur milj­ó­nára­kenndir tengdar félagi og sam­stöðu. Neyt­enda­væð­ing verður til að halda fólki frá grund­vall­ar­spurn­ing­um, ágang­ur­inn á heila­blaðið heldur fólki frá sögu­legri vit­und, til­finn­ingum sínum og rök­hugs­un, murkun félags­kenndar minnkar hættu á hvers kyns upp­reisn – for­senda allra sam­fé­lags­breyt­inga er jú að fólk snúi bökum sam­an.     

Meðan borg­urum í ríki Orwells er haldið örugg­lega niðri af svo­kall­aðri „ómeð­vit­und“, n.k. enda­stöð þeirra hneigða sem nefndar voru, þá er með­vit­und for­senda breyt­inga í hinu pólítíska leik­riti Ber­tolds Brecht, Ákvörð­un­inni. Þeir sem boða svelt­andi vinnu­þrælum Kína breyt­ingar eiga ekki að sýna sam­kennd eða grípa inn í líf þeirra á annan hátt en að upp­lýsa þá um að svona þurfi lífið ekki að vera – rest­ina sjá þeir um sjálf­ir. Brecht gefur sér það sem Orwell spáði að hyrfi: sjálf­stæða hugsun eða með­vit­und þegn­anna; og þótt sú vit­und væri óvirk mætti alltaf vekja hana til lífs, upp­lýsa. Það er hægt að vera sam­mála Brecht frekar en Orwell, en óneit­an­lega er flókn­ara að eiga við kerfi sem hefur tekið sér ból­festu inni í manni, heldur en að búa við ytra yfir­vald og kúgun eins og í dæmi Kín­verj­anna. Í eldri kerfum vapp­aði mað­ur­inn með svip­una kringum flokk­inn – síðkap­ít­al­ism­inn hefur rétt svip­una að manni sjálf­um.

Stjórn­mála- og efna­hags­um­ræða á Íslandi snýst gjarna um gagn­rýni á þá ráða­menn sem hafa tekið sér­hags­muni fram yfir almanna­heill, þó svo flestir viti að það sé í sam­ræmi við hug­mynda­fræði þeirra bak­við tví­tal og kosn­inga­lof­orð. Út frá þeim umræðu­for­sendum sem hér voru settar myndu spjótin líka bein­ast að manni sjálf­um, og það hvort maður sjálfur hafi ein­hvern annan til­finn­inga­veru­leika og sið­ferð­is­hug­sjón að styðj­ast við en þann sem sprettur af hömlu­lausri mark­aðs- og neyslu­hyggju – og í anda Win­stons: hvort maður virki­lega trúi á þann veru­leika þó hann sé æ oftar bendl­aður við það sem er gam­al­dags og óhugs­andi. Þannig myndi umræðan ekki snú­ast um and­vörp jafn­að­ar­manna um að hafa „brugð­ist“, heldur spyrja: trúa þeir sjálfir á þá jafn­að­ar­hug­sjón sem þeim er ætlað að varð­veita í mann­legu félagi? Tæpa má á lyk­il­at­riðum mark­aðs­sið­ferð­is: að mað­ur­inn sé ein­stak­lingur og ekki hóp­vera, hann sé alls­herj­ar­neyt­andi sem hugsar fyrst og fremst um eigin hag (nýflísað bað er mik­il­væg­ara en vin­átta), að allir eigi að vera í sam­keppni hver við ann­an, að ger­vallt mann­líf og nátt­úra skuli á upp­boð á mark­aðs­torgi einka­fram­taks, að sá „besti“ og „sterkast­i/­rík­asti“ megi hrifsa til sín allt en hinir fái lítið sem ekk­ert, að arður hluta­fjár­eig­enda sé öllu lífi og öllum hug­sjónum æðri, að einka­fram­tak hafi enga sam­fé­lags­á­byrgð.

Ef annar til­finn­inga­veru­leiki en þessi verður stöðugt fjar­læg­ari, og hér­-og-nú áhersla sam­tím­ans heldur áfram að veikja sögu­lega vit­und og stuðla að ólæsi, þá er spurn­ingin með hverju á að berj­ast á móti? Win­ston vinnur hjá Flokknum við að skálda sög­una upp á nýtt svo fólk gleymi sannri for­tíð sinni – en hann man enn slitrur úr þeirri for­tíð. Í þeim slitrum liggur von hans.

Ég hef dvalið við fram­tíð­ar­dystópíu Orwells til að draga skýrar umræðu­lín­ur. En til að skilja að það sem hér um ræðir til­heyrir ekki bara óræðri fram­tíð heldur líka for­tíð­inni – að und­an­skildum áður­nefndum krafti ágangs­ins – er ekki úr vegi að líta til grískra heim­spek­inga. Mér er í nöp við þá ofdýrkun á grikkjum sem nú tíðkast,  en þar sem tals­mönnum nýfrjáls­hyggju og óham­innar mark­aðs­hyggju er tíð­rætt um skyn­semi, lógík og rökvit, og þar sem Adam Smith smíðar mynd sína af hag­menn­inu útfrá úreltri skyn­sem­is­hyggju forn­grikkja, er rétt að skoða hvað þeir sjálfir sögðu um skyn­sam­legt og óskyn­sam­legt stjórn­ar­far.

Í 4. bók Politika (kap. v-ix) kemur Aristóteles inn á það sem ber að sækj­ast eftir og varast, er kemur að stjórn­ar­fari ríkja. Í takt við sið­fræði sína um hinn gullna með­al­veg (sem einnig má finna í Háva­mál­u­m), talar Aristóteles um að rík­inu muni best farna þar sem milli­stéttin er sterku­st, þar sé minnst hætta á að hinir efstu geti kúgað hina lægstu, eða hinir lægstu geri stöðugar upp­reisnir gegn þeim efstu. Hið skyn­sam­leg­asta ríki bygg­ist á að sem flestir búi við jafn­ræði og svipuð kjör. And­stæða slíks lýð­ræð­is­ríkis er ein­ræð­is­stjórn (tyranni) en fámenn­is­stjórn þarna á milli. Þar er vanda­mál­ið, segir spek­ing­ur­inn, að þeir fáu sem stjórna verða þá að vera góðir menn og heið­virð­ir. Þá kemur fram að hið æðsta tak­mark stjórn­ar­fars sé sam­þættað hug­sjón sið­fræð­inn­ar, að búa í hag­inn fyrir hið „innra líf hugs­un­ar“ meðal þegn­anna.

Óskyn­sam­leg­ustu stjórn­skip­un­ina segir Aristóteles vera þá þar sem lítil fámenn­is­stjórn ræð­ur, eða þar sem slíkri fámenn­is­stjórn er sjálfri stjórnað af nokkrum auð­ugum fjöl­skyldum (Bók 4. kap. v). Slík skipan stappar nærri ein­ræði og þar verða „menn­irnir mik­il­væg­ari en lög­in“ og sér­hags­munir teknir fram­yfir hags­muni þeirra sem stjórnað er. Þarna hverfur gjarna milli­stétt­in. Nið­ur­stöðu slíkrar stjórn­skip­unar lýsir hann svo í enskri þýð­ingu: „The result is a state cons­ist­ing of sla­ves and masters, not of free men, and of one class envi­ous and another contemptu­ous of their fell­ows. This condition of affairs is very far removed from fri­end­liness“ (kap. iv, 6).

Sam­fé­lags­skipan óheftrar mark­aðs­hyggju hefur alið af sér fámenn­is­stjórn svo­kall­aðrar fjár­mála­el­ítu þar sem minna en eitt pró­sent jarð­ar­búa á meira en allir hinir til sam­ans. Ísland mætti kalla mín­í­a­túr af hnatt­rænni stöðu. Yfir­taka þess­arar elítu á valdsviði stjórn­mála­manna er mis­langt á veg komin eftir lönd­um, en vald fjár­mála­el­ít­unnar fer stig­vax­andi. Ef maður fylgir tölum Oxfam mun þessi elíta verða orðin að nokkur hund­ruð manna hópi áður en langt um líð­ur. Við höldum gjarna að lýð­ræðið muni tryggja aðhald gagn­vart auð­vald­inu, en lýð­ræðið er því miður komið á kaup­skrá líka – og fer reyndar á útsölu með frí­versl­un­ar­samn­ingum einsog TiSA. Attac og Changema­ker eru fremst í fylk­ingu á móti, en þar þarf fleira fólk.

Í dæmi Íslands mætti etv. ræða um fámenn­is­stjórn stjórnað af auð­ugum fjöl­skyld­um. Þetta er óskyn­sam­leg stjórn­skipun sam­kvæmt gríska spek­ingn­um. Þar hverfa vin­semd og félags­kennd. Sam­fé­lagið ein­kenn­ist af fyr­ir­litn­ingu elít­unnar á þeim lægstu, og öfund hinna lægstu í garð þeirra efstu.

Það er und­ar­legt að lesa þennan 2300 ára gamla texta, og finn­ast um leið að hann nái að lýsa ástandi á Íslandi anno 2017 betur en nokkur texti sam­tíð­ar­manna. Til­finn­ing manns er að alltof margir séu að kepp­ast við kom­ast inn í ríkra manna elít­una. Og meðan fjöld­inn keppir að slíku er hugsun kerf­is­ins „ósýni­leg“, verður að ein­hverju við­teknu sem gengið er útfrá án þess að spyrja. Ef það er rétt að hug­mynda­fræði óham­innar mark­aðs­hyggju sé farin að hreiðra um sig í til­finn­inga­legum veru­leika Íslend­inga þá leiðir það af sér að umræðan verður að taka mið af því. Viss inn­sýn í manns­sál­ina segir að ekki sé hægt að tala sig burt frá til­finn­inga­veru­leika með rök­semda­færslu eða almennri skyn­semi (sbr. skrifa rök­lega grein), slíkt stoðar til dæmis ekki hjá sál­fræð­ingi. Eina leið mín til að skilja atburði síð­ustu ára á Íslandi er út frá til­finn­ing­um. Með skyn­semi og rök­lega hugsun að vopni skilur maður ekki neitt.

Sögu­leg vit­und er vensluð til­finn­ingum því eins og hug­ræn sál­fræði hefur sýnt býr for­tíðin í hverjum manni helst í formi til­finn­inga. Kín­verjarnir í dæmi Brechts voru að brjót­ast undan 2000 ára gam­alli hefð kúg­un­ar. Aristóteles kemur inn á þennan þátt hefð­ar­innar þar sem hann segir að því miður geti það orðið að „stöðl­uðum vana“ innan sam­fé­laga, að sækj­ast ekki eftir jöfn­uði og jafn­vel því að láta aðra stjórna sér (Politika, IV, ix, 12). Í þessum anda má skilja að íslensk alþýða hefur langa hefð fyrir því að láta stjórna sér utan frá, og það án þess að gera nokkrar kröfur um jöfn­uð. Hvort sem það er dönsk aðal­stétt eða dönsk-­ís­lensk, versl­un­ar­ein­okun eða vist­ar­band, eða hvort sem það voru örfáir land­náms­höfð­ingjar sem drottn­uðu eins og smá­kon­ungar yfir kelt­neskum þrælum – ef þetta er sá til­finn­inga­veru­leiki sem býr í þorra manna er ekki að undra hví menn svo ákaft og gagn­rýnislaust fylgja þeim skila­boðum sem koma að utan – nú í formi nýlí­ber­al­isma. Til­finn­ingaarf sög­unnar mætti gjarna byrja að taka inn í umræð­una. Einar Ólafur Sveins­son skrif­aði eitt sinn að það stóra við Íslend­inga­sög­urnar sé að þær voru aldrei „blind stæl­ing“ á erlendri fyr­ir­mynd. Nú kepp­ast menn við að herma eftir stór­þjóðum og gleyma sér­kennum sín­um.

Sé eitt­hvað til í þessu þyrfti að fara inn í þann til­finn­inga­lega veru­leika og spyrja um rétt­mæti hans útfrá öðrum til­finn­ing­um, eins og gömlum sið­ferð­is­kennd­um, mann­helgi, félags­hug­sjón, virð­ingu gagn­vart nátt­úru auk sögu­legrar vit­und­ar. Með gömlum sið­ferð­is­kenndum á ég til dæmis við sið­fræði okkar heiðnu for­feðra um að „sinn eld skuli hverr ábyrgjast“, að hver axli ábyrgð á eigin vali og eigin gerðum sem væri án efa holl sið­fræði fyrir fjár­mála­heima. Ýmsu væri borgið ef slík sið­fræði væri lög­leidd. Þess mætti minn­ast sem mann­fræð­ingar hafa haldið á lofti – að þessi við­kvæma og ber­skjald­aða teg­und, homo sapi­ens, komst einmitt af í ármillj­ónir vegna þess að flokk­ur­inn stóð sam­an. Okkur er kennt að hugsa að draumar félags­hug­sjóna endi í Gúlagi Síberíu á meðan ein­stak­lings­draumar leiði til para­dís­ar, eins og hin sænska Nina Björk skrif­ar.

Ef mann t.d. dreymir um að búa við lýð­ræði sem hefur yfir­stjórn á efna­hag­s­öfl­unum má búast við því að maður fái að heyra nýfrjáls­hyggju­menn kalla slíkt draum­óra og útóp­íu. Það er einmitt stjórn hægri­afla um allar jarðir sem æ oftar er gagn­rýn­is­laust bendluð við „skyn­semi“ og „rök­lega hugs­un“ – hinir eru barns­legir draum­óra­menn sem stjórn­ast af til­finn­ing­um. Einmitt hér myndi dálítil sögu­leg vit­und afklæða lyg­ina: að allar breyt­ingar í mann­kyns­sög­unni má rekja til draum­óra­fólks, hinir „skyn­sömu“ fljóta með straumnum eins og dauðir fisk­ar. Ég segi held­ur: meiri draum­óra, meiri útópíu og það áður en minn­ingin um feg­urra mann­líf er horf­in. Umræðu um sós­í­al­isma á Íslandi síð­ustu miss­eri ber að taka fagn­andi.

Þetta er seinni grein Bergsveins um síðkapítalismann. Sú fyrri birtist í morgun en báðar birtust upprunalega á Kjarnanum.