Myndlistarbíó: Painter eftir Paul McCarthy

Myndlist vikunnar er notaleg eins og jólin eiga að vera. Ég vona að þið hafið fengið konfekt í jólagjöf því það passar vel með myndinni Painter (1995) eftir myndlistarmanninn Paul McCarthy. McCarthy fæst við ýmsa miðla í myndlist sinni og hefur verið tengdur við „Víenísku aktíónistana“ (e. Viennese actionism) en alfarið hafnað því með þeim rökum að hann hafi […]

Samkomulagið

Jólasaga eftir Snæbjörn Brynjarsson

Snjónum kyngdi niður. Yfirleitt fylgdu hvassir vindar slíkum snjóþunga en þetta kvöld var stillt og hljóðlátt, svo snjórinn hrannaðist þögult upp í blauta og þunga skafla. Fjörðurinn hafði þegar verið einangraður í heilan mánuð sem var ekki svo skrítið á þessum tíma árs, enda var hann umlukinn bröttum fjöllum sem meira að segja á sumrin voru snævi þakin. Tindar þeirra gnæfðu yfir allt og hver svo sem leit upp í átt til þeirra fann hversu smáar og ómerkilegar manneskjurnar bjuggu þennan fjörð voru.

Mynd í orð komið

Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.

Flækjur kvenna

Um Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur

Hvað er hægt að segja um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur? Jú að hún rennur vel þrátt fyrir að vera bæði í þriðju persónu og fyrstu allt í bland , þ.e. sögupersónan María segir frá en talar svo allt í einu um hana Maríu, sem er pínu skrítið en venst furðu hratt. Tungumálið er fagurt eins og […]

Hálfvolgur Kalli

Bækurnar um Kalla kalda eftir Filippus Gunnar Árnason með teikningum eftir Önnu Þorkelsdóttur eru orðnar þrjár talsins: Kalli kaldi og snjósleðinn, Kalli kaldi fer í búðina og Kalli kaldi og veiðiferðin. Allar bera þær undirtitilinn „Skemmtileg saga fyrir stráka og stelpur“. Í snjósleðabókinni ætla Kalli og vinur hans Bjarni að fara út að renna sér […]

Einsog hún hafi alltaf verið þarna

Um þjóðsöguna Sóla og sólin eftir Ólöfu Sverrisdóttur með myndskreytingum eftir Rio Burton

Sóla er eitt af börnum Grýlu en sker sig úr fjölskyldunni fyrir að þykja vænt um börn og vilja ekki hrekkja nokkurn mann. Hún er fædd á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið af þeim sökum – en eitt árið lætur sólin ekki sjá sig á afmælisdaginn. Þá fer Sóla á stúfana eftir nöfnu sinni. Hún […]

Litamanifestóið: Alþýðusaga

Um Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt, með myndskreytingum eftir Oliver Jeffers

Söguþráðurinn er sirkabát svona: Daníel ætlar að fara að lita en þegar hann opnar litakassann sinn eru þar engir litir heldur bunki af bréfum. Bréfin eru frá litunum, sem eru farnir í verkfall. Kröfur þeirra eru ekki samræmdar – en þó mætti kannski segja að allir vilji þeir betri kjör, þótt hver þeirra skilgreini kjörin […]

Hvað viltu fá í jólagjöf?

Þótt fjárlagafrumvarpið elski ekki myndlist þá vilja þó flestir eiga fallega myndlist til að príða heimili sín. Því er tilvalið að skella sér á jólabasar fyrir jólin og finna eitthvað fallegt í jólapakkann. Myndlist vikunnar hjá Starafugli þessa vikuna er því tileinkuð jólunum. Hér á eftir verður stutt samantekt um girnilega jólabasara og fallega myndlist […]

Skáldskapur vikunnar: Sjálfshugul gögn eftir Donato Mancini

Í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur

Muna að vera varkárari í upphafi og afhjúpa frekar smám saman það sem ætlunin er að skýra hér. – Marquis de Sade La réponse est le malheur de la question. – Maurice Blanchot Hver er formgerð spurningarinnar? „Það sem við vissum þegar við vorum þú veist hvar?“ (S. Rodefer) Hefur þú yndi af fallegri ljóðlist? […]

Freyju saga: Djásn

Djásn, eftir Sif Sigmarsdóttur, er framhald af bókinni Múrnum sem kom út í fyrra en með henni lýkur Freyju sögu. Freyju saga gerist á Íslandi eftir rúmlega 100 ár. Á þessum hundrað árum hefur margt breyst á Íslandi. Í kringum árið 2033 hvarf strandlengja Íslands undir sjó og Íslendingar fluttu upp á miðhálendið, í kringum […]

Blekkingin um alsælu líkamans

Um Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur

„Líkaminn er ekkert hús“, sagði sonur minn þegar ég spurði hann hvers vegna sér hefði ekki þótt Kroppurinn 1 er kraftaverk , eftir Sigrúnu Daníelsdóttur með myndskreytingum eftir Björk Bjarkadóttur, vera skemmtileg. Og fékkst ekkert til að útskýra það frekar. Líkaminn er bara ekkert hús. Nú skortir Aram Nóa ekki hugmyndaflug og er vel vanur […]

Nei eða já: Að vekja upp hina dauðu eða þegar órar verða að veruleika

Um Já eftir Bjarna Klemenz

Kringlan hefir frá árinu 1987 verið til þjónustu reiðubúin fyrir verslunargraða Íslendinga og ferðamenn og er hún „stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur. [Þar] […] eru yfir 180 fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Í Kringlunni má finna allt frá bókasafni og kvikmyndahúsi að landsins bestu veitingastöðum og tískuvöruverslunum. […] Láttu fara vel um þig í hlýju og notalegu umhverfi þar sem þú finnur eitthvað við þitt hæfi!“

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í fjórtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur […]

Ókomnar drunur: Um Drón eftir Halldór Armand

„Í fyrsta lagi eru þau … mjög smekkleg. Predator-drónið er mjög falleg hönnun, óaðfinnanlegt þannig séð. Alveg eins og þekkt vörumerki eða þýskir bílar eða gínur í gluggum alþjóðlegra verslunarkeðja – einhver sem kann sitt fag hefur verið ráðinn til að hanna þau, skilurðu mig?“ Drón. Drónar. Druntar. Flygildi. Mannleysur. Fjar- eða sjálfstýrð fljúgandi fjölmúlavíl sem […]

Þýðingastyrkir MÍB

Styrkir til þýðinga á íslensku, síðari úthlutun ársins. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum. Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun. Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir […]

Sýnir á dánarbeði: Freyja Eilíf sýnir í Betra Veður glugga galleríi

Þann 5. desember opnaði myndlistarmaðurinn Freyja Eilíf Logadóttir sýninguna Sýnir á dánarbeði í Betra Veður galleríi. Sýnir á dánarbeði er staðbundin innsetning og hljóðverk sem er unnin út frá nærdauða reynslum og sýnum á dánarbeði. Verkið er svar listakonunnar við spurningunni um líf eftir líkamsdauða. „Sýnir á dánarbeði er heiti yfir það fyrirbæri þegar mönnum […]

Má bjóða barninu þínu nammi? – um fantasíur; ævintýri og þvaður

Rýnirinn Arnaldur Máni Finnsson fjallar um handahafa Íslensku Barnabókaverðlaunanna, Leitina að Blóðey og Síðasta Galdrameistarann, sem tilnefnd er til íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Stimpillinn segir lítið til um gæðin  Það vill nú þannig til að við erum svag fyrir stimplum og dómum, stjörnum og gífuryrðum – þó sér í lagi um gæði bóka – og […]

Pólitískt leikhús fyrir börn – um Útlenska drenginn

Útlenski drengurinn í uppsetningu Glennu Leikrit: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, Magnea Björk Valdimarsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Arndís Hrönn Egilsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikmynda- og myndbandshöfundar: Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Á miðju síðasta ári […]

Seiðmögnuð distópía: Um Hrímland

Djákninn á Myrká,  Hungurleikarnir, The Matrix, Fringe, Dr. Faustus, Galdra-Loftur, Sjálfstætt fólk, Íslendingasögurnar, Neverwhere, þjóðsögurnar,  saga Íslands sjálf – allar en samt engin. Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er uppfull af tilvísunum en engu að síður með því ferskara og hugmyndaríkasta sem ég hef lesið lengi. Hér er rakin saga af landi sem er svo […]

Hverju við trúum og hvernig

Í trúmálum gerir hver upp við sjálfan sig – eða Hverju trúum við og hvernig – viðtal við Guðrúnu Evu Mínervudóttur / Arnaldur Máni Finnsson   Saga af trúarupplifun sem stuðar samfélagið Það má segja að það séu þúsund þræðir í Englaryki nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og margir hverjir ögrandi. Það vekur þó eftirtekt […]

On air: Lokadagur Reykjavík Dance Festival

Margir hefðu sagt að On air væri ekki danssýning því það var ekki beint dansað heldur spjallað inn í uppblásnu gegnsæju snjóhúsi. En þetta er póstmódernískur dans og það er hægt að dansa með samtölum og hversdagslegar hreyfingar í ákveðnu samhengi geta verið dans. Kannski er líka tímabært að hugtakið dans sé víkkað út og áhorfendur […]

Lopapeysurómantík og grásleppuhobbí

Um Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson

Gummi fer á veiðar með afa eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur – með myndum eftir Karl Jóhann Jónsson – er fyrsta bókin af fjórum um Gumma og Rebba. Hún kom út árið 2012 en sú nýjasta, Gummi fer í fjallgöngu, kom út núna fyrir jólin. Í einhverjum skilningi er þetta kunnugleg saga, þótt ég geti ekki beinlínis sagt hvar ég hef heyrt hana áður. Gummi er lítill strákur sem er í sveit hjá ömmu sinni og afa. Í dag fær hann að fara til sjós í fyrsta sinn með afa sínum.

Kebab, sundferðir og kóreógrafía: Dagur 3 á RDF

Í endurteknum þætti af Listaukanum sem var fluttur á Gufunni á mánudag, ræddu þau Karen María Jónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson við þáttastjórnanda um RDF. Þau fóru yfir fyrstu dagana og ræddu meðal annars um form hátíðarinnar. RDF hefur nefnilega gengist undir frekar stórtækar breytingar á síðustu árum og þá ekki bara þá fjórskiptingu sem […]

Smalar, shamanar og óargadýr: Dagur 2 á Reykjavík Dance Festival

– Lítil stelpa með gullhjarta deyr við það að verða stelpa og upprunalegi afríkudansinn vinnur ballettinn.   Solid Gold Ég varð strax spennt fyrir sýningunni þegar ég vissi að annar dansarinn væri frá Kongó. Þetta yrði þá alvöru dans! Leikmyndin var engin og áhorfendur voru beðnir um að slökkva á farsímum því það væru nemar […]

MÁLSTOFA UM SÖFN OG HÁSKÓLASTARF

Boðað er til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi þann 5. desember kl. 15:00-17:00 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Hvaða þýðingu hafa söfn fyrir háskóla landsins við upphaf 21. aldar að mati sex safnstjóra, þeirra Hafþórs Ingvasonar á Listasafni Reykjavíkur, Ólafar K. Sigurðardóttur í Hafnarborg, Bjarna Guðmundssonar Landbúnaðarsafni Íslands, Unnar Birnu Karlsdóttur á Minjasafni […]

Morð í skugga Laxness – Um síðbúna rannsókn á endurupptöku á máli Jóns Hreggviðssonar

Það er hægt að ræða fram og aftur um Halldór Kiljan Laxness og fá fram nokkuð heilsteypta mynd af honum og störfum hans án þess að minnast einu orði á Íslandsklukkuna eða Jón Hreggviðsson. En Jón Hreggviðsson á sér hinsvegar varla sjálfstæða tilvist. Um hann verður ekki rætt án þess að Laxness komi þar einhversstaðar […]

Í ástinni skal teflt til sigurs

Um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur

Er þá ekki best að láta það eiga sig að fikta í tökkunum? spyr maður sig. Nei, ég held maður eigi að fikta en fara samt varlega. Maður verður að hreinsa út. Því sársaukinn verður eftir í heiminum þegar maður deyr, hann hverfur ekki með manni, hann situr eftir í jörðinni, hann sogast upp í […]

Taumhald á þegnum: Um Lengist í taumnum eftir Snorra Pál

Lengist í taumnum er fyrsta ljóðabók Snorra Páls en hann hefur áður kveðið sér hljóðs sem greina og pistlahöfundur, ástundað aðgerðir ýmiskonar, framið gjörninga meðal annars með Steinunni Gunnlaugsdóttur myndlistamanni. Útgáfan er að mér skilst síðasti hlekkurinn (enn að minnsta kosti) í halarófu verka þeirra tveggja undir titlinum Ef til vill sek. Snorri gefur bókina […]

Í borg varga og sorgar

„Trúður spúði eldi annar keyrði sverð…“ Á ferli hvers höfundar verða vörður og óhætt er að segja að með Blóðhófni (2010) hafi Gerður Kristný slegið nýjan tón í höfundarverk sitt með rammgerðri, háskalegri og rorrandi fornri ljóðsögu – sem að auki naut gríðarlegra vinsælda. Tveimur árum seinna kom út Strandir sem var í ætt við […]

Geðveikt fólk til forna

Um Ofsa í Þjóðleikhúsinu

Í fjölmörg ár hefur það tíðkast að sviðsetja bækur. Fyrst og fremst hafa stofnanaleikhúsin verið dugleg við þetta. Líklega vegna þess að slíkar sýningar eiga það til að verða vinsælar. Yfirleitt verður þetta hálf vandræðalegt alltsaman . Til verða einhverskonar copy/paste handrit þar sem leitast er við að fylgja atburðarásinni út í ystu æsar. En það er sama hversu mikið reynt er, bókin verður alltaf betri. Ofsi í í uppsetningu Aldrei óstelandi er vissulega upp úr bók. Samnefndri bók Einars Kárasonar sem hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. En í þessari uppfærslu er bókin ekki aðalatriðið. Þetta er ekki sviðsetning – heldur sjálfstætt verk.

Reykjavík Dance Festival – Dagur 1

Mikið er ég ánægður með þetta nýja fyrirkomulag á RDF. Hátíðin hefur verið einn af hápunktum íslensks menningarlífs undanfarin ár að mínu mati. Ég er ekki alveg hlutlaus en ég ætla heldur ekkert að reyna að vera það. Fyrir þá sem ekki vita hefur einni hátíð, sem oftast var haldin í lok sumars, verið bútuð […]

Hér hefur lífið staðnæmst

Um Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur

Tíminn stöðvast aldrei heldur líður hann, hvað sem það þýðir. Oft er um tímann notuð sú rýmislíking að hann sé eins og fljót sem beri okkur áfram. Við höfum nokkra stjórn en straumurinn er kraftmikill og auk þess fullur leyndardóma. Vitundin streymir því með; eða vitundirnar réttara sagt. Við öll saman að streyma, stundum afar nálægt […]

Við svofelld annarleg orð

Um bókina Fjögur skáld – upphaf nútímaljóðlistar á íslensku eftir Þorstein Þorsteinsson

Nýtt rit um nútímaljóðlist eftir Þorstein Þorsteinsson sætir óneitanlega tíðindum og er fagnaðarefni af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Sú fyrri er að síðast þegar hann sendi frá sér bók var það jú Ljóðhús, stórt og mikið verk um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2007 og hlýtur einfaldlega að […]

„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur

Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]

„Frekar áhugavert“: Um Lýðveldi Kviss Búmm Bang í Riga

Performans-námskeiðs-verkið Republic, eftir Kviss Búmm Bang, var hluti af seríunni The splendor and misery in the Schengen zone, sem var eitt margra verkefna í tengslum við Riga sem eina af menningarborgum Evrópu árið 2014. Hugmyndin að baki verkinu er einföld – Þrjú kvöld í röð er skapað nýtt ríki. Fyrst afsala allir þátttakendur verksins (og þar […]

Raunveruleg fantasía eða bara skrambi góð bók

Um Öræfi, eftir Ófeig Sigurðsson

Það hefir löngum talist slæm latína að blanda sjálfum sér inn í ritrýni. Samt sem áður ætlar undirritaður að gerast sekur um það hér og nú. Árið 2005 fékk hann það verkefni að fjalla um skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Áferð, fyrir miðil sem um þessar mundir er oft og tíðum spyrtur saman við fyrrverandi forsætisráðherra og […]

Silja Aðalsteins um Útlenska drenginn

Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.

via Þegar Dóri litli var dæmdur vanhæfur Íslendingur : TMM.

Alsæla, grimmd og forvitni

Um Lolitu Nabokovs

Í Lolitu, sem er nýkomin út hjá Dimmu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, kynnumst við frægasta sköpunarverki Nabokovs og jafnframt einu alræmdasta illmenni bókmenntasögunnar, Humbert Humbert. Þrátt fyrir að vera óafsakanlegur barnaníðingur er hann mjög óhefðbundið illmenni. Hann er evrópskur herramaður, fræðimaður, ljóðskáld og fagurkeri sem hefur djúpa og mikla þekkingu á listum og bókmenntum […]

Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag.

Steinunn hóf rithöfundaferilinn 19 ára gömul þegar ljóðabókin Sífellur kom út. Auk ljóðabóka hefur hún sent frá sér smásögur, skáldsögur, barnabók, viðtalsbók og leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Steinunn hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1990 og fimm árum síðar féllu Íslensku bókmenntaverðlaunin henni í skaut fyrir skáldsöguna Hjartastað. Auk þess voru Síðasta orðið, Hugástir, Sólskinshestur, Góði elskhuginn og Jójó tilnefnd til sömu verðlauna. Tvær aðrar skáldsögur hennar, Hjartastaður og Tímaþjófurinn, voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.

Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir meðal annars: „Hugmyndaauðgi Steinunnar og vald hennar á íslensku máli hefur löngum vakið aðdáun eða eins og Jón Hallur Stefánsson komst að orði í gagnrýni um ljóðabókina Kúaskít og norðurljós kann hún „þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin“. Það er mikil gáfa að búa yfir slíkum hæfileika. Fáir skrifa líka af jafnmiklu næmi um ástina og Steinunn en sömuleiðis hefur togstreitan í samskiptum kynjanna verið áleitin í verkum hennar“.

via Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms | RÚV.

Kristján Guðjónsson um Framsóknarmanninn: Afhjúpar valdníðsluna

Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemdir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undirtón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á samfélagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð viðmælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðanir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á manninnn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðsyfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers konar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi!

Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás

via Afhjúpar valdníðsluna – DV.

Endurbókun – Sýning á bókverkum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Sjö listakonur sýna nú fjölbreytt bókverk unnin úr gömlum bókum undir yfirskriftinni Endurbókun í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hugmyndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins […]

Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ara Matthíasson í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2015. Við ákvörðunina var bæði tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.

Ari Matthíasson hefur starfað við hlið fráfarandi þjóðleikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, frá árinu 2010. Hann hefur að baki leikaramenntun frá Leiklistarskóla Íslands og háskólamenntun á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann starfaði sem leikari og leikstjóri frá árinu 1991 og einnig við stefnumótun, markaðsmál og framkvæmdastjórn.

via Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |.