Kristján Guðjónsson um Framsóknarmanninn: Afhjúpar valdníðsluna

Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemdir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undirtón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á samfélagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð viðmælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðanir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á manninnn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðsyfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers konar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi!

Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás

via Afhjúpar valdníðsluna – DV.