Silja Aðalsteins um Útlenska drenginn

Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.

via Þegar Dóri litli var dæmdur vanhæfur Íslendingur : TMM.