Hvað viltu fá í jólagjöf?

Þótt fjárlagafrumvarpið elski ekki myndlist þá vilja þó flestir eiga fallega myndlist til að príða heimili sín. Því er tilvalið að skella sér á jólabasar fyrir jólin og finna eitthvað fallegt í jólapakkann. Myndlist vikunnar hjá Starafugli þessa vikuna er því tileinkuð jólunum. Hér á eftir verður stutt samantekt um girnilega jólabasara og fallega myndlist fyrir listunnendann.

ekkisens-jolabasar

Jólasýning Ekkisens

Jólin eru í Ekkisens!

Ekkisens er nýtt sýningarrými staðsett í bakhúsi á Bergstaðastræti 25B. Það er myndlistarmaðurinn Freyja Eilíf Logadóttir sem heldur utan um rýmið og sér enn fremur um að halda heilög listajól! Nú stendur yfir jólasýning á myndlist og öðru eins í Ekkisens sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga fram að aðfangadag frá 17:00- 20:00. Enginn posi er á staðnum.

Ekkisens
Bergstaðastræti 25B, 101 Reykjavík
https://ekkisens.wordpress.com/

á túr

Stytta á túr eftir Heiðrúnu Viktorsdóttur. Ekkisens.

Gjafakort frá Týsgallerí

Týsgallerí heldur einkasýningar með viðurkenndum listamönnum og sér um sölu á verkum þeirra. Starfsmenn gallerísins taka jafnframt að sér milligöngu um heimsóknir á vinnustofur listamanna. Týsgallerí heldur heilög listajól og bíður að þessu sinni upp á gjafakort í jólapakkann.

„Týsgallerí býður upp á gjafabréf þar sem kaupandinn ákveður sjálfur upphæðina. Galleríið er með úrval verka til sölu eftir íslenska samtímalistamenn“ segir Ragnhildur Jóhanns, nýr meðlimur Týsgallerís.

ragnhildur-johanns

Collage eftir Ragnhildi Jóhanns. 36x32cm, 15.000 kr. ragnhildur@endemi.is

 

 

Týsgallerí
Týsgata 3, 101 Reykjavík
http://tysgalleri.is/

Kanill – Sölusýning félagsmanna SÍM

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna og er málsvari  þeirra gagnvart hinu opinbera. Nú stendur yfir sölusýningin Kanill í sal félagsins á Hafnarstræti. Enginn sýningarstjóri kemur að sýningunni, ekkert verk kostar meira en 15.000 krónur og kaupendur geta tekið með sér verkin um leið og þau eru keypt. Félagsmenn geta svo komið með ný verk í staðinn fyrir þau sem seljast svo sýningin breytist í gegnum sýningartímabilið.

Sýningin er opin á skrifstofutíma SÍM, kl. 10-16 alla virka daga og stendur til 22. desember. Einnig verður opið sunnudaginn 21. desember kl. 14-18.

Enginn posi er á staðnum.

Samband íslenskra myndlistarmanna
Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
http://sim.is/

kunstschlagerEkki láta list úr höndum sleppa á jólabasar Kunstschlager!

Kunstschlager er listamannarekið sýningarrými og basar sem hefur verið starfrækt frá árinu 2012. Kunstschlager hafa haldið fjöldan allan af sýningum innlendra og erlendra listamanna sem og boðið upp á glæsilegan basar þar sem íslensk samtímalist fæst til sölu. Kunstschlager verða húsnæðislaus um áramótin og er því enn meira tilefni til að mæta á hinn árlega jólabasar gallerísins og næla sér í einstaka myndlist hjá þeim. Basarinn er opinn fram að aðfangadag frá 16:00- 20:00.

 

Kunstschlager
Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík
http://kunstschlager.com/

Duldýrasafnið eftir Arngrím Sigurðsson

Duldýrasafnið er nýútgefin bók myndlistarmannsins Arngríms Sigurðssonar en þar er að finna fjölda málverka eftir listamanninn sem hann vann út frá lýsingum á dulverum úr þjóðsögum og gömlum ritum. Bókina er m.a. að finna í Ekkisens og í Eyrin verzlun.

duldyrasafnid eyrin

Duldýrasafnið í Eyrin verzlun. (mynd: Eyrin verzlun)

Nýtt:

Eyrin verzlun

Eyrin verzlun opnaði nýlega í bakhúsi en er nú staðsett á Laugavegi 12B. Þar er að finna íslenska hönnun og myndlist í bland við einstaka notaða hluti.

eyrin

Eyrin verzlun (mynd: Eyrin verzlun)

Eyrin verzlun
Laugavegi 12B
https://www.facebook.com/svonagerastkaupinaeyrinni

Baugar & bein

Baugar og bein (e. Skulls and halos) er ný verslun Hörpu Einarsdóttur, fatahönnuðar, en hún bíður upp á íslenska hönnun og myndlist í bland við „fundna fjársjóði.“ Verslunin er staðsett á Strandgötu 32 í Hafnarfirði.

baugarogbein

Baugar & bein (mynd: Baugar & bein)

Baugar & bein
Strandgata 32
https://www.facebook.com/baugarogbein

 

 

 

sola

Solveig Pálsdóttir í Baugar & bein

thordis

Þórdís Erla Zoega í Kunstschlager

eyrin

Eyrin verzlun

loji

Loji Höskuldsson í Kunstschlager

ekkkisens

Ekkisens