Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ara Matthíasson í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2015. Við ákvörðunina var bæði tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.

Ari Matthíasson hefur starfað við hlið fráfarandi þjóðleikhússtjóra, sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, frá árinu 2010. Hann hefur að baki leikaramenntun frá Leiklistarskóla Íslands og háskólamenntun á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann starfaði sem leikari og leikstjóri frá árinu 1991 og einnig við stefnumótun, markaðsmál og framkvæmdastjórn.

via Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri | Fréttir | Útgáfa |.