Þóra

Framfarir

Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Ananke: Pantun

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Ljóð og ekki ljóð á vefnum

Síðast þegar ég gaf út ljóðabók fannst mér hún ekki fá næga athygli og ákvað því með sjálfum mér að næst þegar handrit yrði klárt skyldi ég fá Gísla Martein Baldursson til að leggja nafn sitt við það og leika höfundinn. Ég ímyndaði mér að allt sem Gísli Marteinn legði nafn sitt við vekti sjálfkrafa […]

Yrsa kemur ekki á óvart: Fólk vill fá sín morð

Um Brúðuna eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Veröld gefur út. 2018. 359 blaðsíður. Verkið er það fimmta í röðinni með rannsóknarlögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju hjá Barnahúsi í aðalhlutverkum. Það fjórða kom út 2017.     Bók kemur út eftir Yrsu Sigurðardóttir. Bókin heitir Brúðan. Bókin virðist glæpasaga. Bókin er það sem hún virðist vera. Yrsa […]

Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Halla Kristjánsdóttir

Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum

Um skáldsöguna Bönd eftir Dominico Starnone (1943) í þýðingu Höllu Kristjánsdóttur. 142 blaðsíður. Benedikt Bókaútgáfa gefur út. 2019. 2014 á Ítalíu.   Mér leiðist orðið svo ósegjanlega enda fullreynt löngu flest. En ég finn það æ betur fyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest1   Ungur maður horfir á konu sína liggja […]

Leyndarmál sem inniheldur þjófnað, blekkingar og skelfileg svik*

Um sálfræðiþrillerinn og glæpasöguna Afhjúpun Olivers eftir írska rithöfundinn Liz Nugent. Portfolio publishing gefur út. Verkið kom út árið 2018. 227 síður. Á frummálinu kom verkið út 2014. Og heitir Unraveling Oliver. Valur Gunnarsson er höfundur þýðingar.   Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn. Hún lá bara á […]

Frá byltingu til grafar

Skáldsagan Katrínarsaga eftir Halldóru Thoroddsen (1950). Sæmundur gefur út. Útgáfuár 2018. Blaðsíðufjöldi 144.   Hver kynslóð heldur að hún hafi svarið við því hvernig best sé að lifa. Hver kynslóð telur sig hafa réttinn á að segi eldri kynslóðum til syndanna, telur sig vita betur. Einhvers konar átök eru óhjákvæmileg. Sennilega hefir þessi staðreynd aldrei […]

Ertu heimamaður?

Um drauga- og glæpasöguna Þorpið eftir Ragnar Jónasson (1976). Veröld gefur út. 318 síður.   Titillinn Þorpið kallar augljóslega fram hugrenningatengsl við samnefnt verk Jóns úr Vör (1917-2000) frá árinu 1946 þar sem hann fjallar, í óbundnum ljóðum, um lítið ónefnt sjávarþorp. Vitað er að verkið byggir á æsku hans á Patreksfirði. Þar var oft […]

Uppgjöfin gegn hávaðanum

Milan Kundera, sá ágæti og eitursnjalli höfundur, varð níræður um daginn. Ég get lesið ritgerðarsöfnin hans aftur og aftur, það eru fjársjóðskistur, eldsneyti fyrir frjóar hugleiðingar í allar áttir, og við Íslendingar njótum þeirrar gæfu að Friðrik Rafnsson hefur þýtt nær allar bækurnar hans. Í einu ritgerðasafninu – og nú man ég skyndilega ekki hverju þeirra, […]

August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Um Manneskjusögu

Við búum í litlu samfélagi. Í litlum samfélögum getur stundum verið erfitt að segja hluti. Erfiðir hlutir eiga það til að liggja í láginni því allsstaðar eru tengsl og það getur skapað vesen. Það vill enginn vesen. Það er fátt betri vitnisburður um smæð samfélagsins en einmitt sú staðreynd að ég er að skrifa þennan […]

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar

Athygli skal vakin á Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar sem er hluti af ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Háskólaútgáfan gefur út. Verkið kom út 2016 og er 352 síður. 12. nóvember síðastliðinn voru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt í Þýskalandi. Þessi misserin er talsvert um að hinu og þessu, sem viðkemur réttindabaráttu […]

Stund klámsins

Klám á Íslandi: Titillinn vekur athygli. Ertu ekki dálítið forvitin/n? Langar þig ekki til að handfjatla gripinn? Þú ert næsta víst ekki sá eini/a sem finnur fyrir þeim áhuga. Hér er ekki gefið í skyn að þú sért klámhundur. Ef svo er ertu líkast til ekki á réttum stað án þess að fullyrða megi um […]

„Heillandi að skrifa á tungumáli sem er að deyja“

Viðtal við Arnar Má Arngrímsson

„Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) er tveggja barna faðir og kennari á Akureyri. Sölvasaga unglings er hans fyrsta bók.“ 1 Með þessum orðum, og í einhverjum skilningi án þeirra, lýkur kynningu á frumraun Arnars Más í hringleikahúsi íslenskrar bóksölu. Frumraun sem kom, og fór, að mestu hljóðlaust og ósýnileg á íslenskan markað; hundsuð af gagnrýnendum […]

Samtíminn er XXXXX

Um skáldsöguna Hans Blævi eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning gefur út. Útgáfuár 2018. Síðutal 335. Um samtímann má segja að hann sé á reiki, að hann sé á sífelldu breytingaskeiði. Mörk hins eðlilega breytast frá degi til dags. Oft á tíðum mætti hafa á tilfinningunni að allt stýrist af einhvers konar geðþóttaákvörðunum. Sú […]

Haustaugu eftir Hannes Pétursson

Ég er búinn að liggja á þessari bók nokkuð lengi eða frá því í byrjun desember. Yfirleitt les ég ljóðabækur hægt og hef lýst því hér áður. Mér finnst vont að æða í gegnum þær. Ég vil frekar fá að melta þær á löngum tíma – sérstaklega bækur eins og þessa.  Það eru liðin tólf […]

Fastur í Ódessa

I Mér reyndist erfitt að lesa og meta efni þessarar bókar án þess að dauði Sigurðar Pálssonar litaði alla þá upplifun. Þessar sérstöku kringumstæður, að hið ástsæla skáld og þýðandi lést frá verkinu óloknu, veitir bókinni ósjálfrátt annan sess í huga Íslendings. Sölvi Björn Sigurðsson, sem lauk þýðingunni, ritar formála að bókinni sem fjallar í […]

Á mörkum hversdagsleika og óhugnaðar. Um Krossfiska eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Samfélagið gerir ráð fyrir því í fjölmörgum tilfellum að við samsömum okkur einhverju eða einhverjum og höldum með viðkomandi. Þetta á við um enska boltann, pólitíkina og margt fleira. En er það of langt gengið að „halda með“ rithöfundi? Hvort sem svarið er já eða nei, þá er Jónas Reynir Gunnarsson að austan og þess […]

Morð, mannrán, hrelliklám, heimilisofbeldi og kvenfyrirlitning

Árið 2017 kom sakamálasagan Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Killjuútgáfan er tilefni þess að fjallað er um téð verk hér. Verkið er 381 síða og 34 kaflar. Veröld gefur út. Yrsa Sigurðardóttir (1963) er spennu- og sakamálasagnahöfundur sem krefst ekki mikillar kynningar í bókaumfjöllun af þessu tagi. Hún er af þeim, sem vita gerst, talin […]

Rætur fléttast saman fyrir framtíð

Skiptidagar: Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal

Skiptidagar er lítil, handhæg og falleg bók sem fangar bæði stór málefni og árþúsund af íslenskri sögu. Það er ekki auðvelt að draga hana í dilka, ekki er hún beinlínis fræðibók en fróðleg þó með eindæmum. Ekki er hún skáldskapur en leyfir ýmsum sögum að lifna við fyrir hugskotum manns. Hugleiðingar einnar manneskju er uppistaða […]

Lífshlaup Ömmu sem kallaði ekki allt ömmu sína

Hér verður fjallað lítillega um minningabókina: Amma: Draumar í lit. Verkið er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur (1979). Stundin gefur út. Verkið telur 89 síður. Augljóst er að hlutum var öðruvísi farið á Íslandi í eina tíð. Slíkt ætti hverri heilvita konu og meðalgreindum manni að vera ljóst. Raunar þarf ekki að fara langt aftur […]

Um Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Mér finnst dálítið skrítið, en jafnframt heiður, að skrifa um verk Gyrðis Elíassonar. Hann stendur mér svo nærri og hefur fylgt mér um langt árabil – á pappírnum auðvitað, ekki bókstaflega (það væri krípí). Hann hefur hvílt í jakkavasanum á rölti mínu um erlendar borgir, legið með mér uppi í sófa á íslenskum skammdegiskvöldum, setið við hliðina […]

Ferðalag vitundar

Um ljóðabókina Skollaeyru

Skollaeyru eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Gini ljónsins árið 2017. Framan á bókakápu er ritað „Gin ljónsins 001“. Þetta er sem sagt fyrsta og, enn sem komið er, eina bókin sem Ginið gefur út, en ég geri ráð fyrir að ætlunin sé (hafi verið?) að þetta sé jafnframt fyrsta bókin í seríu. Þá ef […]

Úr Stund klámsins: Feimnismálin. Hvaða erindi eiga þau inn í bókmenntirnar?

Millistríðsárin voru tími pólitískra og menningarlegra átaka á Íslandi. Borgarmenning undir erlendum áhrifum var að skjóta rótum í Reykjavík og árið 1925 skrifaði Halldór Kiljan Laxness, sem frægt er orðið, að höfuðstaðurinn hefði nú „í skjótri svipan eignast hvað eina, sem heimsborg hentar, ekki að eins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig footboll og hómosexúalisma“. Halldór […]

Sokkin skip. Kæfandi þögn.

 – um Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson

1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni.  En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar.  Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]

Hasar á Hólmanum

Um spennu- og glæpasöguna Blóðengil eftir Óskar Guðmundsson. Blóðengill er gefinn út af Bjarti og telur 363 síður. Þann 11. desember 2011 hringdi sex ára gömul hálfnorsk stúlka að nafni Mira í neyðarlínuna og sagði móður sína, Christinu, liggja í blóði sínu í rúminu og hreyfa sig ekki. Sjálf var hún læst inn í skáp […]

Ofbeldi, einelti, hasar, skotbardagar, glæpasamtök… já og fjöldinn allur af morðum

Árið 2015 kom út glæpasagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson. Nú kemur verkið út á ný hjá Bjarti í endurskoðaðri útgáfu. Verkið er 455 síður og telur 47 mislanga kafla. Óskar Guðmundsson (1965) (ekki rugla saman við alnafna hans sem skrifaði til að mynda ævisögu Snorra Sturlusonar) er því að gera nýr af nálinni í heimi […]

Hærri hversdagsstaðall

Um matreiðslubókina Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur

Með tilkomu internetsins gerbreyttist það magn af upplýsingum sem við höfum aðgang að. Við getum öll opnað næsta tæki við okkur og fundið upplýsingar um allt sem okkur hefur alltaf langað að vita. Ef vitum hvar við eigum að leita, það er að segja. Það mætti segja að Douglas Adams hafi verið forspár þegar hann […]

Að lokum

Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]

Frá íveru, til óveru, til tilveru

Um Daga höfnunar eftir Elenu Ferrante

Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]

Það ert ekki þú, það er ég

Chamberlain It seems the marriage with his brother’s wife Has crept too near his conscience. SUFFOLK No, his conscience Has crept too near another lady. Söguþráður Henry VIII er nýkominn heim af friðarsáttmálaráðstefnu í Frakklandi og aðalsmenn færa fregnir þaðan þegar einn þeirra, hertoginn af Buckingham, er handtekinn og sakaður um landráð að undirlagi Wolsey, […]

Pólitík, prakkaraskapur og prumpuduft

Bókaflokkurinn um Doktor Proktor

Hvort það er lærð hegðun eða meðfædd að flissa yfir prumpi skal ekkert fullyrt um hér, enda virðulegt vefrit, né heldur verður rætt hvort það sé manni eðlislægt að komast yfir þetta fliss og þá vanþroskamerki að gera það ekki. Við látum duga að segja þetta: Fretflissið er jafn eðlilegt og ósjálfrátt og hver annar […]

Sérlundaðir furðufuglar á stakri grein sem sáu ekki móður sína kyssa jólasvein

Um minningaskáldsöguna Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson. JPV gefur út. 221 síða.

Um Ólaf Gunnarsson (1948) má hafa mörg orð 1 . Hann er virkur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Milljón prósent menn, kemur út þegar hann stendur á þrítugu. Fyrir skáldsögur sínar er hann þekktastur. Síðan skrifar hann smásögur, barnasögur og bækur almenns eðlis. Gerðar eru og leikgerðir upp úr verkum hans. Hans þekktasta verk er efalítið […]

„Já.“

- Um Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen

Það er ef til vill ekki í samræmi við þá ímynd sem maður hefur af ferli skálda að segja að einhverjum fari fram með útgáfu sinnar elleftu bókar. Við eigum því kannski frekar að venjast, gerum jafnvel kröfu um, að eitt til tvö byrjendaverk verði til og að þar með hafi listamaðurinn slitið barnsskónum. Sé […]

Óreiða á sviði

Söguþráður Hertoginn Angelo og tvo sonu. Sá yngri, Henriquez, er flagari og villingur og þegar hann sendir vin sinn Julio til hirðarinnar að sækja fé til að kaupa hest fá Angelo go eldri bróðirinn, hinn göfugi Roderick, hann til að njósna um uppátæki svarta sauðarins. Henriquez er í óða önn að tæla unga sveitastúlku, Violante, […]

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Um Kling Kling eftir Herra Hnetusmjör og Joe Frazier

Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú  sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins á Íslandi ekki rakin heldur til gamans litið á einn texta þess listamanns […]

Eybyggja saga

Atburðarás Á heimleið frá Túnis, þar sem hann gifti dóttur sína konungnum, lendir Alonso Napólíkóngur í sjávarháska og skip hans ferst við strendur lítillar eyjar. Allir komast þó af, og í raun ferst skipið ekkert, heldur var stormurinn sjónhverfing á vegum æðstráðanda skersins, Prosperos, fyrrum hertoga í Mílanó. Þangað komst hann með kornunga dóttur sína, […]

Ég líka

Nýverið kom út ljóðabókin Rof eftir Bubba Morthens. Er hún hluti af endurminningaljóðum höfundar. Áður hafa komið út Öskraðu gat á myrkrið (2015) og Hreistur (2017). Gert var skil á verkum þeim á Starafugli í fyrra. Útgefandi verksins er Mál og menning. Telur það sextíu og fjórar síður og inniheldur fimmtíu og níu mislöng ljóð. […]

Að trúa eigin órum

Atburðarás Leontes Sikileyjarkonungur verður sannfærður um að æskuvinur hans, Polinexes Bæheimskonungur eigi vingott við drottningu hans, Hermione, og sé m.a. faðir barnsins sem hún ber undir belti. Polinexes er búinn að vera gestur á Sikiley um nokkurra mánaða skeið en þegar Leontes skipar Camillo, hirðmanni sínum, að ráða honum bana, kýs Camillo frekar að aðvara […]

Yfirlætisleg ofhleðsla og bull

Um <3 eftir Þór Þorbergsson

Bókin <3 eftir Þór Þorbergsson byrjar á ljóðinu Manifestó sem er vissulega manifestó bókarinnar. Markmiðalýsing. Ljóðið byrjar svo: ég vil að þessi lestur rífi þig úr hversdeginum og dragi þig á skinninu út í stjörnuhimininn, klæði þig úr fötunum og fylli höfuð þitt af kirsuberjum, brenni augu þín á báli sprengistjarna, fylli þig af lífsunaði […]