The Reign of King Edward III kom út nafnlaust árið 1596 og sextíu árum síðar komst sú hugmynd á prent að það væri talið eftir William Shakespeare. Æ síðan hefur verið japlað, jamlað og fuðað um málið en árið 2002 setti Royal Shakespeare Company verkið á svið og eignaði það sínum manni afdráttarlaust í kynningarefninu. […]
Sviðslistir
Gömul svín valda
Sturluð staðreynd: Tólf ára skjaldsveinn í orrustunni á Bosworth-völlum hefði verið níræður árið 1573. Það er semsagt tæknilega mögulegt að níu ára gamall Shakespeare hafi heyrt sögur af falli Ríkarðs Plantagenet frá fyrstu hendi. Ákaflega ósennilegt auðvitað. En samt. Þetta er tímaramminn.
Eins mætti hugsa sér að meðal áhorfenda á frumsýningunni (1594 eða þar um bil) hafi verið öldungar sem áttu afa sem börðust þar. Og hver veit – jafnvel barnabarn sir James Tyrrel þess sem líklega drap prinsana ungu í Lundúnaturni 1483.
Sviðsframkoma hversdagsins
um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann
Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]
I Hold Your Hand in Mine
Uppfærsla Royal Shakespeare Company á Titus Andronicus 1987 er eftirminnilegasta Shakespearesýning sem ég hef ekki séð. Ég skal útskýra. Sumarið ‘87 hélt ég með hópi ungra leikhúsvillinga í alþjóðlegar leikhúsbúðir í Stratford Upon-Avon. Þar dvöldum við í viku tíma; spunnum, djömmuðum og æfðum okkur með allrar Evrópu kvikindum sem líkt var ástatt um. Að sjálfsögðu […]
Krúnuleikar
Henry VI
Fyrsta tilraun Shakespeares til að færa Englandssöguna í leikrænan búning eru þrjú leikrit um valdatíð Hinriks sjötta. Í framhaldinu kom svo fyrsta óumdeilda meistaraverkið, The Tragedy of Richard III, sem hangir með þríleiknum bæði ritunartímalega og í krónólógík efnisins en er að mörgu öðru leyti annars lags leikrit. Saman eru þessi verk stundum kölluð „fyrri […]
Glataður gauksungi
Edmund Ironside
Hvað skrifaði Shakespeare mörg leikrit? Það er nú það. Í fyrstu heildarútgáfunni (F) eru 36 verk. Tvö til viðbótar (Pericles og The Two Noble Kinsmen) hafa lengi notið nokkuð almennrar viðurkenningar sem samvinnuverkefni þar sem okkar maður á umtalsverðan hluta. Kinsmen samt ekki nógu mikillar til að Helgi Hálfdanarson hefði það með í sinni heildarþýðingu. […]
Heilalaus rússíbanareið um merkingarþrungna satíru
Hann mætir augnaráði mínu, alvörugefinn og mér finnst á einhvern hátt eins og hann viti af hverju ég sitji í salnum. Það er eins og hann taki mig út, geri upp við sig hvaða dóm ég muni gefa sýningunni og lítur undan. Sýningin ber hið skrautlega heiti: „Framhjá rauða húsinu og niður stigann“. Samkvæmt undirtitli […]
Kassavanin snjáldurmús
THE TAMING OF THE SHREW
Arden-útgáfan af verkum Shakespeares eru nokkurskonar „Industry Standard“. Þar er leit að hinum fullkomnasta texta eilífðarverkefni, um leið og búið er að prenta hefst vinnan við næstu útgáfu (þriðja umferð er langt komin núna). Fræðin í kringum leikritin eru einatt fyrirferðarmeiri en þau sjálf, enda í mörg horn að líta. Það þarf að spá í […]
Ætli allir finni frið í súrrealískri hljóðkúlu?
Ég sat inni í Hofi, á 1862 bistro, að fylgjast með gjörningi. Á Akureyri stóð yfir gjörningahátíð sem ber hið áhugaverða og margræða heiti „A!“. Fyrir þessu góða móti menningar og mannmergðar standa mörg góð félög á Akureyri ásamt einni alþjóðlegri leiklistarhátíð, Reykvískri danshátíð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listhúsinu á Ólafsfirði. Sá gjörningur sem ég […]
Fjórir skotnir krakkar
The Two Gentlemen of Verona
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis […]
Lifi hinn skapandi kraftur í leikverkstæðum þjóðarinnar
Maípistill um leikhús
Lífvænt musteri við Hverfisgötu Það var verulegt ánægjuefni að verða vitni að kvikandi lífi á leiksviðinu í aðalsal Þjóðleikhússins í sýningum á þeim tveimur verkum sem þar voru frumsýnd þegar leið að lokum leikárs. Annað þeirra, Húsið, er fjörutíu ára gamalt leikrit eftir Guðmund Steinsson og hefur aldrei áður verið sett á svið; hitt var […]
Í návist hins vanhelga: Fórnarlíkið
Hversvegna þá ekki að trúa á sjálfa listina, á sköpunarmáttinn sem býr innra með okkur? Á tímum þegar litið er á manninn sem neytanda á ýmiskonar framleiðslu og vörumerkjum, megum við ekki gleyma að við getum hvenær sem er tekið völdin í okkar hendur. – Erna Ómarsdóttir í leikskrá Fórnar. Stöðnuð kerfi, þröngur rammi, ofbeldishneigð […]
Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.
Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]
Ofursýningar austan Atlantsála: Edda – Jóhannesarpassían – Afturgöngur
Síðari marspistill um leikhús
Bandaríski leikhúsmaðurinn Robert Wilson hefur undanfarna áratugi sviðsett slík ógrynni sýninga um heim allan að vart verður tölu á komið. Snemma í mars frumsýndi Det Norske Teatret í Osló Eddu, uppfærslu Wilsons á útleggingu Jons Fosse á norrænni goðafræði, en textann sækir Fosse í ýmis Eddukvæði; í Völuspá og Hávamál að ógleymdri Þrymskviðu, Eddu Snorra […]
Þórbergur og hinn frjói ungi andi
Marspistill um leikhús
Goðsagnir eru þess eðlis að erfitt getur orðið að leggja á þær trúnað séu þær lagðar á mælistokk rökhyggju og raunsæis. Samt gerist það einstaka sinnum að listir bregða á goðsögur alls óvæntu ljósi sem verður til þess að hugur manns gengur sögninni á vald og flýgur handan allra hversdagslegra raka. Sú saga að Jesús […]
Hugljúf barnasýning eða krítískt ádeiluverk
Ég er mættur kortéri fyrir sýningu í Hof. Sýningin er Núnó og Júnía, ný fjölskyldusýning Menningarfélags Akureyrar. Hún er vel sótt, heilu kortéri fyrir opnun er aðstaðan framan við dyrnar að salnum þétt skipuð. Dyrnar eru opnaðar stuttu eftir að ég mæti og ég flýt með straumnum inn í sal og finn sætið mitt. Áður en sýningin […]
Óþelló 14–2 Jón Viðar
Ég fór bálreiður af Óþelló um daginn og alla leiðina heim kraumaði í mér löngun til að skrifa langa grein um þessa metnaðarfullu uppsetningu Vesturports – og um fordæmalausan, fáránlegan, kjánalegan, rætinn, tilgangslausan og innihaldsrýran pistil Jóns Viðars Jónssonar. Ég meina, Jón Viðar notar tækifærið í alllöngu ranti sínu til að takast persónulega á við […]
Göfgandi sársauki einverunnar, ástarsorg og vísindi
Febrúarpistill um leikhús
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur undanfarnar vikur verið í heimsókn í Þjóðleikhúsinu. Minnsta og fámennasta leikhús landsins drap semsé á dyr þess virðulegasta leikhúss sem við eigum og sýndi þar Gísla á Uppsölum, leiksýningu sem Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson hafa samið og byggja textann að langmestu leyti á rituðu máli sem […]
FUBAR: Sennilega besta danssýning menningarsögunnar
Ég fer sjaldan í leikhús af þeirri ástæðu einni að ég hef lítið búið í Reykjavík um ævina og flestar leiksýningar fara ekkert út fyrir borgarmörkin. Við erum bara ekki nógu oft í sama lífhvolfinu, ég og allar leiksýningarnar, og þetta kúltúrland er stundum dálítið allt á sama blettinum. Þar sem ég hef búið erlendis […]
Sundrung í smásjá
Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]
Ofbeldi – fegurð og sannleikur
Seinni janúarpistill um leikhús
Heimurinn er fullur af góðu fólki sem fremur ill verk. Í einni skáldsagna sinna leggur Agatha Christie þessi orð í munn prívatspæjaranum Hercule Poirot, þeim einstaka og áhugaverða karakter sem er trúi ég uppspuni frá rótum. Poirot er höfundarverk maddömu Christie og hefur margsinnis verið endurskapaður í meðförum þeirra leikara sem farið hafa í hlutverk […]
Hinn umtalaði Óþelló
Fyrsti janúarpistill um leikhús
Þjóðleikhúsið bauð til hátíðasýningar á Óþelló eftir Svaninn frá Avon að kvöldi annars dags jóla. Frumsýningin var daginn fyrir Þorláksmessu svo örlítið var snúið upp á hefðina. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að jólaleikritið í musterinu við Hverfisgötu hafi áður verið frumsýnt fyrir jól. Annar í jólum var ævinlega frumsýningardagur að því […]
Heilög Aðventa og illskæð meðvirkni
Desemberpistill um leikhús
Bók Gunnars Gunnarssonar um eftirleitamanninn Benedikt varð tvisvar á vegi mínum næstliðnar vikur. Fyrst á aðventukvöldi í Grensáskirkju þar sem Möguleikhúsið sýndi leikgerð Öldu Arnardóttur á Aðventu Gunnars. Alda leikstýrði þessum einleik Péturs Eggerz byggðum á sögunni um Fjalla-Bensa og saman eru þau Alda og Pétur Möguleikhúsið. Fyrir alllöngu síðan er nefnilega liðin sú tíð […]
Hve gröð er vor æska?
Nóvemberpistill um leikhús
Ef einhver getur ráðið úrslitum um hver framtíð mannkyns verður þá er það æskulýður heims, unglingar allra landa, ungmenni þjóða. Þetta á jafnt við um pólitík og listir. Það er æskan sem nú er sem skapar þá framtíð sem verður. Það er æskan sem ræður hvort kerfin fá að haldast óbreytt og þrengja að líkama […]
Kriðpleir: Konungar hversdagsleikans
Ef við eigum að vera hreinskilin, þá er ekki margt merkilegt sem stendur upp úr þegar maður deyr. Manneskjan hefur hugsanlega einhver áhrif á sitt nánasta umhverfi. Stofnar kannski fyrirtæki sem gengur þokkalega. Við búum til líf. Það er líklega stærsta afrek flestra. Sumir búa aldrei til líf, heldur eltast við leyndardóma eða ævintýri heimsins. […]
Ástlaus Onegin, innblásinn Eyvindur, ódrepandi Njála og andvana blár hnöttur
Októberpistill um leikhús
Rebekka Þráinsdóttir og Örlygur Benediktsson segja í grein í leikskrá Íslensku óperunnar að jafnan sé litið á ljóðskáldsögu Púshkíns um Évgení Onegin sem fyrsta raunsæisverkið í rússneskum bókmenntum. En rómantíkin var lífseig í raunsæinu og rússnesk rómantík náði miklum hæðum þegar tónsmiðurinn Tsjækovskí gekk í arfinn frá Púskhín og skrifaði tónhendingar, hljóma og melódíur við […]
Kitlað í orgbotninn; Húrra fyrir Grétu!
Sest fremst og salurinn myrkvast, mikið af allskonar fólki, ungu fólki samt mest, fólki sem finnst gaman að fara í leikhús en er ekkert alltaf í leikhúsi; þetta er síðasta sýning – á síðustu forvöð að drífa sig. Leikararnir ganga á sviðið, sem er gólfið í salnum. Þeir kynna leikritið, það er engin sýningarskrá. Fínt. Ég held að leikritið sé byrjað. En það er það ekki.
Seint koma sumir en koma KOI
Mér líður svolítið eins og ég hafi farið í geimferðalag og geti notað það sem afsökun fyrir löngum skilatíma, en svo er því miður ekki. Í sumar varð ég þess heiðurs nefnilega aðnjótandi að fara á leiksýninguna Könnunarleiðangur til KOI og svo bara tók sumarið við með öllum sínum sólardögum og snúningum og engin urðu […]
Skuggar ásta, blóðs og hefndar
Miller í Þjóðleikhúsinu
Arthur Miller vann árum saman að leikriti sem hann kallaði Ítalska harmleikinn. Hugmyndin að verkinu kviknaði af veggjakroti, sem ítrekað blasti við augum hans þar sem hann skálmaði um götur Brooklyn og gekk yfir brúna til Manhattan vikum saman eftir að leikrit hans, Allir synir mínir, sló í gegn í New York. Sú hugsun, að […]
Sannar sögur í sjálfstæðum leikhúsum
Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn samstilltum viðtökum áhorfenda að lokinni leiksýningu og þegar ljósin slokknuðu á sviðinu í Tjarmarbíói á fimmtudagskvöldið var næstum um leið og Halli, eiginmaður Sóleyjar Rósar, hafði í leikslok varpað fram spurningunni: Eru einhverjar spurningar? Enginn áhorfenda rétti upp hönd til að fá orðið og spyrja enda voru hendur […]
Hvernig finnur ræstitæknir til?
*** Fyrirvari: Stutta útgáfan af þessum leikdómi er svona: Sjaldan hefur leikverk haft jafnmikil áhrif á mig og Sóley Rós ræstitæknir gerði. Ef þú ætlar þér að sjá það vil ég mæla með því að þú hættir að lesa – það borgar sig nefnilega að vita sem minnst og láta sýninguna þannig koma aftan að þér.
Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar
Um Everybody's Spectacular, seinni hluti
Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]
Kortakaup og sexísviptir smartkórar
Septemberpistill um leikhús
Í einu ljóða Vilborgar Dagbjartsdóttur segir að það séu lítil börn með skólatöskur sem koma með haustið. Sá kveðskapur er síðan fyrir hálfri öld eða meira og þá var kortasala ekki orðin fastur liður í rekstri leikhúsanna. Þau tóku við af annars konar kerfi þar sem fólk gat keypt sér aðgöngumiða á leiksýningar á ýmsu […]
Edinburgh Fringe: Uppgjör 1 af 3 – Ástin (er kannski sturlun)
Það er ekki hægt að sjá allt á stærsta listviðburði í heimi. En það er hægt að sjá fullt samt. Þó maður sé meira og minna ekki á landinu og með vesen. Hér er umfjöllun um það sem tókst að sjá, því hitt getur maður víst ekki tjáð sig um. Þó maður kannski vildi. Á […]
Ferskjan frelsar
- dálítið um narsissisma og hugmynd um hlutverk -
Lókal og Reykjavík Dance Festival sameinuðu eins og margir vita krafta sína í liðinni viku með hátíðinni Everybody is Spectacular. Skartaði hátíðin sem „headliner“ engri annarri en kanadísku performans rafpönk söngkonunni Peaches, sem hefur komið fram undir því nafni síðan hún flutti til Berlínar og að eigin sögn endurfæddist á svipuðum aldri og sjálfur frelsarinn […]
New York Fringe; Dagbók (dagar 4 og 5)
Dagbók New York City Fringe, dagur 4 (16a ágúst) Ég legg af stað út í sólina. “Hey miss, you dropped something?” – “What?” – “You dropped me! So how about you let me take you out some time?” – “Sorry, I’m taken!” Pick up línurnar eru enn til, svei mér þá! Fyrst á dagskrá er […]
Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús
Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 2)
New York City; Dagur 2, 14i ágúst Heitt. Sveitt. Sturta. Sumarkjóll sem fær aldrei annars að njóta sín og hárið sleikt aftur eins og á Argentískri flamenco dansmær. Tek þá leikmuni sem ég þarf. Leita að vínglasi en finn ekki. Verður að hafa það, verð að stökkva, annars verð ég of sein. Lest A á […]
New York Fringe; Dagbók (dagur 1)
New York City Dagur 1, 13i ágúst 2016 Lendi um hádegisbil og finn eitthvað útúr þessu með að koma mér til Brooklyn þar sem ég gisti. Er tekið á móti mér af ungum ljóshærðum manni sem elskar söngleiki og hann segir mér að kærastinn hans sé sofandi enda kominn beint af túr um landið. Ég […]
Stórmennskubrjálæðingurinn er alltaf einn
Um Richard III (a one woman show) í Suðureyrarkirkju 11. ágúst 2016
RICHARD IIIAðalhlutverk: Emily Carding Önnur hlutverk: Gestir Aðlögun úr leikriti William Shakespeare: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Emily Carding Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Hver er andstæðan við post scriptum? Pre scriptum? Forskrift? Uppáskrift? Ávísun á lyf? Heitið á útúrdúr sem birtist áður en maður kemur sér að sjálfu efninu? Þetta er í öllu falli þess lags útúrdúr: […]
Risið uppúr beyglinu
um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]
MAR: Ískaldur raunveruleiki
Höfundar: Kári Viðarsson, Hallgrímur H. Helgason. Meðhöfundar: Birgir Óskarsson, Freydís Bjarnadóttir Leistjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson Hönnun hljóðmyndar: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Hönnun sviðsmyndar: Kári Viðarsson Hönnun lýsingar: Friðþjófur Þorsteinsson, Robert Youngson Hönnun veggspjalds: Ragnheiður Þorgrímsdóttir Leiksýningin MAR sem sýnd er í Frystiklefanum Rifi um þessar mundir segir frá tveimur sjóslysum. […]
Pólitískt leikhús fyrir börn – um Útlenska drenginn
Útlenski drengurinn í uppsetningu Glennu Leikrit: Þórarinn Leifsson Leikstjórn: Vigdís Jakobsdóttir Leikarar: Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Þorsteinn Bachmann, Magnea Björk Valdimarsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Arndís Hrönn Egilsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Jónas Sigurðsson Leikmynda- og myndbandshöfundar: Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Á miðju síðasta ári […]
On air: Lokadagur Reykjavík Dance Festival
Margir hefðu sagt að On air væri ekki danssýning því það var ekki beint dansað heldur spjallað inn í uppblásnu gegnsæju snjóhúsi. En þetta er póstmódernískur dans og það er hægt að dansa með samtölum og hversdagslegar hreyfingar í ákveðnu samhengi geta verið dans. Kannski er líka tímabært að hugtakið dans sé víkkað út og áhorfendur […]
Kebab, sundferðir og kóreógrafía: Dagur 3 á RDF
Í endurteknum þætti af Listaukanum sem var fluttur á Gufunni á mánudag, ræddu þau Karen María Jónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson við þáttastjórnanda um RDF. Þau fóru yfir fyrstu dagana og ræddu meðal annars um form hátíðarinnar. RDF hefur nefnilega gengist undir frekar stórtækar breytingar á síðustu árum og þá ekki bara þá fjórskiptingu sem […]
Smalar, shamanar og óargadýr: Dagur 2 á Reykjavík Dance Festival
– Lítil stelpa með gullhjarta deyr við það að verða stelpa og upprunalegi afríkudansinn vinnur ballettinn. Solid Gold Ég varð strax spennt fyrir sýningunni þegar ég vissi að annar dansarinn væri frá Kongó. Þetta yrði þá alvöru dans! Leikmyndin var engin og áhorfendur voru beðnir um að slökkva á farsímum því það væru nemar […]
Morð í skugga Laxness – Um síðbúna rannsókn á endurupptöku á máli Jóns Hreggviðssonar
Það er hægt að ræða fram og aftur um Halldór Kiljan Laxness og fá fram nokkuð heilsteypta mynd af honum og störfum hans án þess að minnast einu orði á Íslandsklukkuna eða Jón Hreggviðsson. En Jón Hreggviðsson á sér hinsvegar varla sjálfstæða tilvist. Um hann verður ekki rætt án þess að Laxness komi þar einhversstaðar […]
Geðveikt fólk til forna
Um Ofsa í Þjóðleikhúsinu
Í fjölmörg ár hefur það tíðkast að sviðsetja bækur. Fyrst og fremst hafa stofnanaleikhúsin verið dugleg við þetta. Líklega vegna þess að slíkar sýningar eiga það til að verða vinsælar. Yfirleitt verður þetta hálf vandræðalegt alltsaman . Til verða einhverskonar copy/paste handrit þar sem leitast er við að fylgja atburðarásinni út í ystu æsar. En það er sama hversu mikið reynt er, bókin verður alltaf betri. Ofsi í í uppsetningu Aldrei óstelandi er vissulega upp úr bók. Samnefndri bók Einars Kárasonar sem hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. En í þessari uppfærslu er bókin ekki aðalatriðið. Þetta er ekki sviðsetning – heldur sjálfstætt verk.
Reykjavík Dance Festival – Dagur 1
Mikið er ég ánægður með þetta nýja fyrirkomulag á RDF. Hátíðin hefur verið einn af hápunktum íslensks menningarlífs undanfarin ár að mínu mati. Ég er ekki alveg hlutlaus en ég ætla heldur ekkert að reyna að vera það. Fyrir þá sem ekki vita hefur einni hátíð, sem oftast var haldin í lok sumars, verið bútuð […]