Þór Vigfússon opnar sýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík

Þór Vigfússon opnar einkasýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Afhjúpun verkanna fer fram á laugardaginn 30. maí kl. 16:00 og verður því fagnað til 18:00. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið […]

MAR: Ískaldur raunveruleiki

  Höfundar: Kári Viðarsson, Hallgrímur H. Helgason. Meðhöfundar: Birgir Óskarsson, Freydís Bjarnadóttir Leistjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson Hönnun hljóðmyndar: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Hönnun sviðsmyndar: Kári Viðarsson Hönnun lýsingar: Friðþjófur Þorsteinsson, Robert Youngson Hönnun veggspjalds: Ragnheiður Þorgrímsdóttir Leiksýningin MAR sem sýnd er í Frystiklefanum Rifi um þessar mundir segir frá tveimur sjóslysum. […]

Myndlist vikunnar: Ana Mendieta

Ana Mendieta, myndlistarmaður, aktívisti og femínisti er með myndlist vikunnar að þessu sinni. Mendieta fæddist í Havana á Kúbu árið 1948 en flúði 12 ára gömul valdastjórn Fídels Kastrós með fjölskyldu sinni. Mendieta barðist fyrir réttindum kvenna í listheiminum og gekk árið 1978 til liðs við A.I.R. Gallery (Artist In Recidency), sýningarrými í New York […]

Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice

Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]

Myndlistarbíó: Painter eftir Paul McCarthy

Myndlist vikunnar er notaleg eins og jólin eiga að vera. Ég vona að þið hafið fengið konfekt í jólagjöf því það passar vel með myndinni Painter (1995) eftir myndlistarmanninn Paul McCarthy. McCarthy fæst við ýmsa miðla í myndlist sinni og hefur verið tengdur við „Víenísku aktíónistana“ (e. Viennese actionism) en alfarið hafnað því með þeim rökum að hann hafi […]

Hvað viltu fá í jólagjöf?

Þótt fjárlagafrumvarpið elski ekki myndlist þá vilja þó flestir eiga fallega myndlist til að príða heimili sín. Því er tilvalið að skella sér á jólabasar fyrir jólin og finna eitthvað fallegt í jólapakkann. Myndlist vikunnar hjá Starafugli þessa vikuna er því tileinkuð jólunum. Hér á eftir verður stutt samantekt um girnilega jólabasara og fallega myndlist […]

Sýnir á dánarbeði: Freyja Eilíf sýnir í Betra Veður glugga galleríi

Þann 5. desember opnaði myndlistarmaðurinn Freyja Eilíf Logadóttir sýninguna Sýnir á dánarbeði í Betra Veður galleríi. Sýnir á dánarbeði er staðbundin innsetning og hljóðverk sem er unnin út frá nærdauða reynslum og sýnum á dánarbeði. Verkið er svar listakonunnar við spurningunni um líf eftir líkamsdauða. „Sýnir á dánarbeði er heiti yfir það fyrirbæri þegar mönnum […]