Tjarnarbíó er í senn snobbað og auðmjúkt í framsetningu sinni gagnvart hinum óvönu leikhúsgestum. 1 Þar eru erindrekar hámenningarinnar hópaðir saman í hverju skúmaskoti. Skvaldrið er fágað og fjallar aðallega um bækur, mótíf og fleira háfleygt sem hinir óinnvígðu veigra sér að tjá sig um í miklum mæli. Undirritaður stendur því og hlerar. Dyrnar eru […]
Eybyggja saga
Atburðarás Á heimleið frá Túnis, þar sem hann gifti dóttur sína konungnum, lendir Alonso Napólíkóngur í sjávarháska og skip hans ferst við strendur lítillar eyjar. Allir komast þó af, og í raun ferst skipið ekkert, heldur var stormurinn sjónhverfing á vegum æðstráðanda skersins, Prosperos, fyrrum hertoga í Mílanó. Þangað komst hann með kornunga dóttur sína, […]
Ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018
ALLT SEKKUR IX ef ég ætti dýragarð þá myndi ég hafa búr með mönnum auðvitað þyrfti að virða mannréttindi þeirra sem væru til sýnis og kjarasamninga sömuleiðis ég myndi bjóða þessu fólki lífsskilyrði sem væru beinlínis eftirsóknarverð í augum gestanna þetta væru fyrirmyndareinstaklingar fremur en einhverjir vesalingar ég hef nú þegar augastað á ungum lækni […]
Ahoy-hoy!
Svavar Knútur sendi nýverið frá sér plötuna Ahoy! Side A og mun sú vera fyrsta platan í stærra verki kölluðu Ahoy. Samverkamenn Svavars Knúts hér eru helstir Bassi Ólafsson á slagverk, hljóðgervla, Örn Ýmir Arason á bassa, Daníel Helgaso á gítara og Steingrímur Teague á pínaó og hljóðgervla. Allir syngja þeir bakraddir. Auk þeirra er […]
Mig langar að vera skúffuskáld
Viðtal við Ólöfu Benediktsdóttur
Kötturinn fer úr hárum og bítur sig í tærnar þar sem er reykur þar eru vandræði segir nágrannakonan og spyr síðan köttinn hvað hann sé að gera þarna? skuggarnir teygja úr sér yfir götuna þeir hafa kúldrast með veggjum allann liðlangan daginn, þeir vilja fara á stjá áður en nóttin gleypir þá með myrkrinu sínu. […]
Ég líka
Nýverið kom út ljóðabókin Rof eftir Bubba Morthens. Er hún hluti af endurminningaljóðum höfundar. Áður hafa komið út Öskraðu gat á myrkrið (2015) og Hreistur (2017). Gert var skil á verkum þeim á Starafugli í fyrra. Útgefandi verksins er Mál og menning. Telur það sextíu og fjórar síður og inniheldur fimmtíu og níu mislöng ljóð. […]
Að trúa eigin órum
Atburðarás Leontes Sikileyjarkonungur verður sannfærður um að æskuvinur hans, Polinexes Bæheimskonungur eigi vingott við drottningu hans, Hermione, og sé m.a. faðir barnsins sem hún ber undir belti. Polinexes er búinn að vera gestur á Sikiley um nokkurra mánaða skeið en þegar Leontes skipar Camillo, hirðmanni sínum, að ráða honum bana, kýs Camillo frekar að aðvara […]
BLÁAR ÓSKIR
þú flaust út af baðherberginu náttkjóllinn hvítur, gegnsær brjóstin misstór svartir taumar frá augunum munnurinn æpandi, rauður eiginlega skildi ég ekki hvernig varaliturinn hélst enn á vörunum þú skipaðir mér að óska mér augnaráðið tryllingslegt, skakkt bros ég þorði ekki öðru en að blása nokkrum bláum óskum í áttina til þín vonaði að þú næðir […]
Listin að lesa bækur
Þú verður að gera allt til að komast upp með að lesa bækur. Ljúga, svíkja, svekkja, narra, blekkja. Að öðrum kosti nærðu aldrei að lesa neitt. Og það er alltaf farsælasta og besta lausnin á hverjum vanda: að lesa. Ef þú stendur til dæmis andspænis erfiðu máli í einkalífinu: lokaðu þig þá af og lestu […]
Yfirlætisleg ofhleðsla og bull
Um <3 eftir Þór Þorbergsson
Bókin <3 eftir Þór Þorbergsson byrjar á ljóðinu Manifestó sem er vissulega manifestó bókarinnar. Markmiðalýsing. Ljóðið byrjar svo: ég vil að þessi lestur rífi þig úr hversdeginum og dragi þig á skinninu út í stjörnuhimininn, klæði þig úr fötunum og fylli höfuð þitt af kirsuberjum, brenni augu þín á báli sprengistjarna, fylli þig af lífsunaði […]
Að trúa er að sjá er að blekkjast
Í i8 gefur nú að líta samsýningu 5 listamanna frá Ameríku sem nefnist á ensku Seeing believing having holding og er þýtt sem Að sjá er að trúa er að halda á og handleika. Það er meira en freistandi að leggja út af titli sýningar þar sem skírskotað er í sjálfan sannleikann í öllu sínu […]
Ættarmót
Atburðarás Kræst! Ok, nokkurnvegin svona: Þegar sagan hefst er Bretlandshirð í uppnámi. Innogen konungsdóttir hefur gifst munaðarlausum lágaðalsmanni, Posthumusi, en ekki Cloten, stjúpbróður sínum, syni seinni konu föður síns, Cymbeline konungi. Posthumus hefur verið gerður útlægur og Cloten hugsar sér gott til glóðarinnar, þó Innogen fyrirlíti hann. Jafnframt hefur drottningin áform um að myrða bæði […]
Ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur
Fyrsta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur kom út árið 2010 og síðan hefur hún gefið út þrjár ljóðabækur til viðbótar og þó nokkrar aðrar bækur. Í haust sendir Þórdís frá sér skáldsöguna Horfið ekki í ljósið, sem fjallar um svefnleysi, kjarnorkuvá og beinagrindur í skápum. Ljóðið sem hér birtist er úr verki í vinnslu, ljóðabókinni Mislæg gatnamót, sem kemur að öllum líkindum út á næsta ári
Segðu ekki nei, segðu … nei, ég meina, segðu bara nei
Um kvikmyndina Lof mér að falla
Ég er klofinn í afstöðu minni. Nýjasta kvikmynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar Lof mér að falla gerir eitthvað mjög rétt. Hún snertir við fólki og sendir það grátandi út í nóttina; hún sýnir smælingjum heimsins samúð og segir mikilvægar sögur þeirra; hún er falleg, meira að segja þegar hún er ljót; hún ertir […]
Fökking Jónas Reynir: Stór olíuskip
Fökking Jónas Reynir gaf út tvær ljóðabækur á síðasta ári og eina skáldsögu! Ég óttast verulega að í umfjöllun minni muni leynast einhver gremja eða öfund ef ég viðurkenni ekki strax fyrir sjálfum mér hve ótrúlegt afrek mér þykir það, og hve mikið ég öfunda hann. Ég óttast samt líka að ég verði full jákvæður […]
Kynusli og karnívalið
Um Rocky Horror í Borgarleikhúsinu
Þegar hið stílhreina og skinheilaga kærustupar Brad og Janet drepur á bílnum sínum í myrkri sveit á leið sinni á einhvern mjög tilviljanakenndan fund með gömlum prófessor eiga þau ekki von á að öðlast skyndilega allt annað sjónarhorn á lífið. Ljósið sem þau sjá í myrkrinu leiðir þau nefnilega að hinum bersynduga lýð sem byggir […]
List hins ósveigjanlega
Atburðarás Það er brauðskortur í Róm og múgurinn æstur. Hann telur aðalinn hamstra hveiti og kennir stríðsgarpinum og þekktum lágstéttarhatara, Caiusi Martius, sérstaklega um stöðu mála. Þingmanninum Meneniusi tekst að róa liðið og í framhaldinu eru tveir lýðsstjórar kjörnir til að tala fyrir hönd fólksins. Nágrannaríki Volsca gerir innrás í ríki Rómverja og Caius fer […]
Mótþrói
Á mánudaginn næstkomandi verður Mótþrói – ljóðahátíð og útgáfuhóf í Iðnó klukkan átta, þar sem tvær ljóðarkir líta dagsins ljós. Fá gestir frítt eintak af báðum ljóðörkunum meðan birgðir endast.
Skáldin sem koma að verkefninu eru Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.
Til heiðurs Gainsbourg
Út er komin platan Unnur Sara syngur Gainsbourg. Á henni syngur Unnur Sara, eins og titillinn gefur til kynna, lög eftir hinn franska Serge Gainsbourg. Henni til fulltingis eru Alexandra Kjeld á kontrabassa, Halldór Eldjárn á trommur og slagverk og Daníel Helgason á gítar og kúbanskt tres. Upptökur fóru fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. desember […]
Listin að fanga veðurkvíða
Um Allra veðra von – Samsýningu í Hafnarborg
Veðrið hefur verið á allra vörum þetta sumarið. Ekki aðeins veðurleysan sem átti sér stað á Íslandi í sumar heldur einnig öfgarnar í veðrinu sem birtist í skógareldum í Svíþjóð og 50 gráða hita í sunnanverðri Evrópu. Veðrið, loftslagið er að breytast og blikur er á lofti hversu lífvænleg plánetan verður næstu aldirnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þema sýningarnar var ákveðið áður en þetta öfgakennda veðursumar átti sér stað.
Baráttan við ísinn
Um skáldsöguna Stormfuglar
Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, eingöngu ástir og ævintýr með sínum fræknu fiskimönnum sem við úfinn sjóinn fást í norðanbyl og stórsjó og björg að landi bera. Íslenskir sjómenn, sannir sjómenn sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt suma langi heim til Maríu og það þrátt fyrir að vera uppspretta sæblautra drauma yngismeyja […]
Og svo …
Atburðarás Pericles Týrosprins fer í bónorðsför til Anthiochu. Þar þarf hann að leysa gátu konungs til að fá dóttur hans, en lausnin reynist vera blóðskammarsamband Antiochusar við prinsessuna. Pericles óttast um líf sitt og flýr heim, en stígur strax aftur á skipsfjöl enda von á hefndarleiðangri Antiochusar á hverri stundu. Hann bjargar íbúum Tarsus frá […]
Ástarljóð
Ljóð eftir Friðrik Sólnes, rafvirkja sem býr í Svíþjóð. Friðrik er með MA gráðu í bókmenntum á ensku frá Stokkhólmsháskóla og hefur skrifað smásögur og greinar á íslensku og ensku, svo og formála fyrir nokkrar bækur Hugleiks Dagssonar.
Smáskífurýni: Góðir seiðir og geldar ábreiður
Hjálmar – Hættur að anda Það er þó nokkuð um liðið síðan hljómsveitin Hjálmar hefur sent frá sér breiðskífu en þess í stað hafa strákarnir gefið út nokkur stök lög síðustu ár. Það nýjasta er lagið Hættur að anda. Hjálmar halda sig við reggaeið eins og er þeirra von og vísa. Lagið sjálft er […]
Fólk, sem er ekki að yrkja, er ekki brjálæðislega áhugasamt um ljóð
Viðtal við Ægi Þór Jahnke
Ægir Þor Jahnke er 30 ára heimspekimenntað skáld. Hann er fyrrum meðlimur Fríyrkjunnar og hefur birt ljóð í Stínu og hefur undanfarið staðið fyrir nokkuð vel heppnuðum upplestrakvöldum á Gauknum (19.september næstkomandi er næsta ljóðakvöld), þar sem yfir 50 skáld hafa tekið þátt. Í haust kemur út hans fyrsta ljóðabók.
Hávaði, húmor og mýkt
Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur um pönk, hvað þá áhugamaður um pönk. Ég er varla áhugasöm um tónlist. Ég er hins vegar ung kona á Íslandi og því finnst mér ég eiga fullt erindi til að spá og spekúlera í nýútkominni plötu feminísku pönkhljómsveitarinnar Hórmóna „Nananana Búbú“. Ég hafði ekki heyrt eitt einasta […]
Grái fiðringurinn
Atburðarás Anthony, Octavius og Leipidus stýra Rómarveldi eftir fall Júlíusar, Brútusar og Cassiusar. Anthony sér um austurhlutann og hefur sest að í Alexandríu og lifir þar í svallsælu með drottningunni Cleopötru, í óþökk Octaviusar. Þegar Pompey ógnar yfirráðum þrívaldanna yfir Miðjarðarhafinu og eiginkona Anthonys deyr hverfur hann heim til að jafna ágreininginn við félaga sína […]
Brot úr Kópavogskróniku
Brot úr fyrstu skáldsögu Kamillu Einarsdóttur Kópavogskróníka sem kemur út í haust. Hún fjallar um fegurð Smiðjuhverfisins, almennan bömmer og að fá brund í augun.
Uppreisn á röngunni
Þættir úr náttúrusögu óeirðar Gallerí Úthverfa á Ísafirði 11.8-9.8, 2018 Óeirð í eintölu er ekki alveg sama orð og óeirðir í fleirtölu. Óeirð er ókyrrð, órói; en óeirðir eru uppþot og óspektir. Tvær óeirðir gera engar óeirðir heldur bara meiri óróa. Einhvern veginn minnir eintöluóeirðin líka meira á eirðarleysi en byltingu. Í sýningu Unnars Arnar, […]
Ritdómur um Pnín eftir Vladimir Nabokov
Kynning Eitt af því yndislegasta við að vera manneskja er hæfnin til að þroskast. Þó getur verið sársaukafullt að taka út þroska, því að gleðin yfir því að hafa breyst til hins betra er gjarnan menguð með blygðun á hinu fyrra ástandi og gjammandi rödd hins vanþroskaða sjálfs bergmálar um alla ganga hugans og það […]
Moldarslóðar og óskastígar
Um ljóðabókina Leiðarvísir um þorp eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Ég er hrifin af Leiðarvísi um þorp. Það tók mig langan tíma að lesa hana vegna anna. Síðasta vetur þegar ég fékk eintakið, orkuðu öll orð og hugmyndir annarra yfirþyrmandi á mig. Ég opnaði bókina, las fyrstu ljóðin og hélt að hér væri á ferð frekar týpísk niðurdrepandi bók um íslensk þorp, á borð við […]
Rýtingur framundan
Atburðarás Eftir að hafa hrundið innrás og uppreisn fær skoski þjánninn Macbeth skilaboð frá þremur dularfullum konum að hann hafi verið sæmdur nýrri þjánsnafnbót og muni í framhaldinu verða konungur. Skömmu síðar kemst hann að því að fyrri spádómurinn hefur þegar ræst. Fullur bjartsýni um framhaldið heyrir hann konunginn Duncan útnefna Malcolm, son sinn, ríkisarfa. […]
Sokkar
ég þefaði af sokkunum þínum ég þefaði af sokkunum þínum eftir að þú lést mig fá þá til að ég gæti farið í þá því að ég var blautur eftir þú veist hvað ég þefaði af þeim vel og lengi þeir lyktuðu eins og þú hvernig stendur á því? ertu að spreyja ilmvatninu þínu yfir […]
Verk Dostojevskí eru sjálfshjálparbækurnar sem nútíminn þarf á að halda
Hinir smánuðu og svívirtu
Það er sannur heiður að fjalla um þessa þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Gunnars Þorra Péturssonar sem Forlagið hefur nýlega gefið út. Ingibjörg gerði auðvitað íslenskri menningu ómetanlegt gagn á löngum ferli með þýðingum sínum úr rússnesku – sem og eigin skáldskap. Þar má helstar nefna íslenskar þýðingar á öllum helstu meistaraverkum Dostojevskí. Eins og kunnugt […]
Galdurinn að baki því hvað ég er ótrúlega afkastamikill
Fólk spyr mig stundum hvernig ég fari að því að vera svona ótrúlega afkastamikill. Leyndarmálið er … nei, fólk spyr mig reyndar aldrei að þessu. Því miður. Mig dauðlangar að svara þessari spurningu. Og nú langar mig, vegna fjölda áskorana, að ljóstra upp galdrinum. Ég styðst við tvær meginreglur. Það fyrra er lögmálið um lágmarksfyrirhöfn. […]
Þrif
„Hombre, það eru opnar bódegur alla nóttina.“ „Þú skilur ekki. Þetta er hreint og notalegt kaffihús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af laufunum.“ „Góða nótt,“ sagði ungi þjónninn. „Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtalinu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, […]
Ljónshjartað og ég
Sannsögulega smásaga
Þegar Nelson Antonio Haedo Valdez var strákur vissi hann ekki að hann myndi ekki einu sinni, heldur tvisvar stela sigrinum af Argentínu á fótboltavellinum. Fyrra skiptið var þann níunda september 2009 á Defensores del Chaco vellinum í Asunción þegar Nelson, þá 26 ára, skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. Seinna skiptið var þann þrettánda júní 2015 […]
Sögurík, innflutt, staðbundin, erlend áhrif – espressobarinn est. 2018
Egill Sæbjörnsson og Ívar Glói Gunnarsson ríða á vaðið í sérstakri sýningarröð Wind and Weather Window Gallery í tenglsum við listahátíð í Reykjavíkurbæ. Þeir félagar bjóða upp á rjúkandi kaffisopa í annexiu eða ferða-útibúi WWWG sem kallast Dragsúgur. Dragsúgur er hugarfóstur Kathy Clark, sýningarstjóra WWWG og er veigamikill hluti af sýningunni Leiðin heim sem er […]
Ég er fagnaðarsöngur
HÁKONA, EKKI HÁKARL Ég sæki bassann ofan í magann þegar ég vil láta taka mig alvarlega Lága E-ið Stroka hikorðin og spurningarmerkin út með tungunni [Setningar með punktum] [Setningar með upphrópunarmerkjum] Ef ég fæ ekki hljómgrunn sæki ég hákarlahaminn ofan í neðstu skrifborðsskúffuna, klæði mig hljóðlega inni á kvennaklósettinu Hann er gráðugur og tannbeittur og […]
Siðmenning spýtunnar (mótefni við glundroða)
Spýtu bregður Unndór Egill Jónsson Sýning í Gallerí Úthverfu á Ísafirði Opið 19. maí til 10. júní Vél er samkvæmt alfræðiorðabókinni Wikipediu tæki sem flytur orku – til dæmis ristavél eða vogarstöng eða bílvél en sennilega ekki stígvél, sem flytja enga orku ein og sér (og er fleirtöluvél – þau x-vélin). Vél Unndórs Egils Jónssonar samanstendur af […]
Vindvana tvítstormur
#bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón-leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna […] Skjárinn á sviðinu verður með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina. Mér skilst að læv-tvít möguleikinn hafi eitthvað verið bilaður í sýningunni sem ég fór á. Að minnsta kosti bárust […]
Liljur vallarins og fugl himinsins (brot)
Formáli Þetta litla rit (sem í ljósi aðstæðnanna sem það sprettur af, minnir mig á mitt fyrsta, eða öllu heldur hinu fyrra í mínu fyrsta: formálanum í Tvær uppbyggilegar ræður frá 1843, sem kom út beint á eftir Annaðhvort – Eða) vona ég að muni ná til „hins einstaka, sem ég með gleði og þakklæti kalla […]
Að rata út
Atburðarás Hin aldni konungur Lér ákveður að skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja. Þegar Cordelia, sú yngsta, neitar að útmála ást sína á honum við opinbera athöfn afneitar hann henni og skiptir hennar hluta milli eldri systranna, Goneril og Regan. Fljótlega skerst í odda milli konungsins og fylgdarliðs hans og dætranna tveggja, sem hann […]
strætóljóð
ást samkvæmt Strætó bs. skiptimiði er ígildi farmiða á því gjaldsvæði sem hann gildir og innan þeirra takmarka sem á hann er prentuð. þú skrifaðir á hann að þú elskaðir mig en hann gildir bara í 75 mínútur. ekki er hægt að fá skiptimiða fyrir annan skiptimiða samkvæmt vef Strætó bs. Hamrahverfinu hef verið hér […]
Af spítt- og strætóskáldum
Ljóðaheimurinn er alls konar. Ljóðasenan er alls konar. Ljóð eru alls konar. Auðvitað. Skáld eru líka alls konar en oft eiga þau til að mynda fylkingar. Heildir sem hafa mismikinn heildarbrag. Heildir sem gefa út manífestó (eða ekki-manifestó), mynda eins konar vinahóp, gefa út hjá sama forlagi, eru saman í leynilegum facebook grúppum. Eins og […]
Klink & Bank
Atburðarás Timon er ríkur aþenskur aðalsmaður sem nýtur þess að halda vinum sínum veislur, gefa þeim rausnarlegar gjafir og leysa hvers manns vanda með peningum. En gjafmildi hans kostar sitt og hann hefur enga yfirsýn yfir skuldir sínar sem vaxa hratt og þegar lánadrottnar sækja að honum leitar hann til vinanna sem notið hafa gestrisni […]
Úr Jarðarberjatungli
Nornirnar í Bústaðahverfi Þær drekka melónuvín á morgnanna í hannyrðabúðinni í Grímsbæ. Sauma bútasaumskanínur með lafandi augu í heilagri þögn – með Camel lights í munnvikinu. Gröfina sem þær grófu í bakgarðinum fylltu þær með dömunærbuxum, Calluna Vulgaris og fuglabeinum, fyrir hina drekana sem eru tjóðraðir í svefnherbergjum. Þær mynduðu þannig sama kraft og þegar […]
Ákveðin, afsakandi, fyrirgefandi, kaldhæðin
um Mörufeldur, móðurhamur
Allir vilja að ég hætt’essum ljóðum. Hætti að lesa þau nema kannski í laumi og hætti að birta ljóð. „Afhverju þykist þú vera of góður fyrir skúffuna, gerpið þitt?“ Þetta er auðvitað helvítis kjaftæði og fólk játar einungis eigin smekkleysu, smáborgaralega fagurfræði og/eða fáfræði með þessum orðum. Sjáið til dæmis bara síðasta ár, tvöþúsundogsautján. Fullt […]
Göng til Gaza
Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt á sömu lund: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar […]
Endurtekin viljaverk í Palestínu
Fleiri tugir Palestínumanna hafa látið lífið og mörg þúsund manns eru slasaðir eftir mótmælin gegn flutningi sendiráðs Bandaríkjamanna frá Tel Aviv til Jerúsalem í gær. Í dag eru síðan liðin 70 ár frá því hörmungarnar – al-nakba – hófust sem enduðu með því að stærstur hluti palestínsku þjóðarinnar hraktist í útlegð. Af því tilefni er […]