Mig langar að vera skúffuskáld

Viðtal við Ólöfu Benediktsdóttur


Kötturinn fer úr hárum og bítur sig í tærnar
þar sem er reykur þar eru vandræði segir nágrannakonan og spyr síðan köttinn hvað hann sé að gera þarna?
skuggarnir teygja úr sér yfir götuna
þeir hafa kúldrast með veggjum allann liðlangan daginn,
þeir vilja fara á stjá áður en nóttin gleypir þá með myrkrinu sínu.
síðdegið er andlaust eins og það er svo oft hér
haggast ekki hár á höfði
húsin sjá til þess
húsin og elli
kerlingin sú
hún býr hér
þetta er bærinn hennar
og hún er ekki að fara að láta blæinn gera sig heimkominn hér

í staðinn fyllir hún loftið af heilsulykt af Miðjarðarhafinu
og hefur apótek á hverju horni
Elli, kerlingin sú, er svo hrifin af lyfsölum,
alveg afskaplega hrifin af þeim alveg hreint
og þegar hún er heppin og tælir einn með sér í bólið
vill hún helst að þeir taki hana upp við afgreiðsluborðið
í apótekinu
svo að pilluglösin hristist og hvolfist og pillurnar fljóti um allar hillur og gólf

og svo þegar hún hefur riðið apótekaranum nægju sína
fer hún til nuddarans
því enginn getur komið henni aftur til eftir apótekarann eins og nuddarinn
hann á stól með statífum fyrir lappirnar
eins og kvensar eiga alltaf
og þar liggur hún á bakinu
meðan hann sleikir á henni píkuna
með hendurnar þétt utanum þjóhnappana
sem hann hnoðar á meðan
og grefur andlitið dýpra í skautið á henni
Elli kerlingunni

Í laumi á hún sér draum um að taka apótekarann með sér til nuddarans.
Þá myndi hann liggja undir henni á kvensa-stólnum og ríða henni í rassgatið,
leika við brjóstin á henni meðan nuddarinn hnoðaði þjóhnappana og sleikti á henni píkuna á meðan.
Sérstaklega finnst henni sexí að hugsa um hökuna á nuddaranum strjúkast við punginn á apótekaranum.

Kötturinn sleikir á sér rassinn og sólinn hverfur inní húsið hinumeginn við götuna.
þykkblöðungarnir varpa öndinni léttar
sítrónurnar á trjánum hætta að glóa og fara að undirbúa sig fyrir nóttina.
Einmanna maur snýst áttaviltur í hringi í línunum á gangstéttarhellunni
Hann skilur ekki hvernig hann festist í þessu völundarhúsi
og svo er hann líka búinn að gleyma hvert hann er að fara.

Hvert var ég aftur að fara með þessu?

Ólöf Benediktsdóttir er myndlistarmaður og ljóðskáld, sem leggur áherslu á ljóðið sem gjörning frekar en texta á blaði. Hún hefur haldið ásamt samstarfsmanni sínum, Jóni Magnúsi Arnarssyni, mörg vel heppnuð slamljóðakvöld. Næsta kvöld verður kl 21 í Sunnusal Iðnó, nánar hér á Facebook.

Árið 2016 og 2017 tók hún þátt í verkefninu Drop the Mic á vegum UNESCO og Reykjavíkur Bókmenntaborgar og fékk þar tækifæri til að ferðast til annarra landa í norður Evrópu og kynnast slammljóðasenunni í þeim borgum.

Það er ekki mjög langt síðan að SLAMM varð áberandi í íslenskri ljóðasenu. Segðu okkur frá upphafinu.

Við Vigdís Howzer og Jón Magnús tókum öll þátt í slamm verkefninu Drop the Mic á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnið miðaði að því að kynna norðurevrópsk slammskáld fyrir slammsenum hinna landanna. Það var í raunini í gegnum það verkefni sem ég kynntist almennilega slammi fyrst. Ég hafði verið að lesa á ljóðakvöldum og lagði alltaf áherslu á að vera með góðan flutning frekar en að ljóðin litu vel út á blaði en hafði ekki kynnt mér slamm svo náið áður.

Í rauninni er slamm líka ekki form ljóðlistar heldur öllu frekar viðburðarform. Slamm er keppni í ljóðaflutningi, á frumsömdum ljóðum eða „spoken-word“ textum, þar sem það er áhorfandans að dæma. Það er hefðbundna slammformið en það hefur verið tekið í allar áttir, til dæmis með því að flytja verk eftir látin skáld í bland við frumsömdu verkin eða með því að flytja texta við undurleik hljómsveitar.

Jón Magnús hafði haldið nokkur slömm áður á Gauknum og við tókum okkur til og byrjuðum að skipuleggja saman. Nú er Jón Magnús að taka sér smá breather frá skipulaginu til að einbeita sér að skrifum. Það hentar mér ágætlega, mig langar að vera skúffuskáld í soldinn tíma en er alveg til í að skipuleggja viðburði.

Hver er helst munurinn á slammljóðum og hefðbundnum ljóðum?
Slammljóðum er ætlað að vera lesin upp fyrir áhorfendur og eiga að skila þeim einhverri hugmynd eða sögu innan ákveðins tímaramma. Þegar maður les texta þá breytist hann, orð sem líta vel út á blaði hljóma ekki alltaf vel í lestri og sama má segja um setningamyndun og málfræði. Ég held að það geri það að verkum að slammljóð eru oft ólík hefðbundinni ljóðagerð en samt sem áður eru mörkin ekki klippt og skorin.

En upplestrarnir sjálfir, breytist ekki andrúmsloftið við að þetta er keppni?
Kannsk helst að áhorfendur verða virkari. Sumir áhorfendur fá að halda á dómaraspjöldum en allir eru hvattir til að fagna hressilega þegar þeim líkar flutningur eða jafnvel láta í sér heyra þegar skáldið fer með línur sem hrífur þau.

Þetta er keppni í hversu góður maður er að tengja við áhorfandann og hrífa hann með sér. Það breytir vissulega nálguninni en það er engin ein leið til að gera það, salurinn er mismunandi hverju sinni og það sem virkar á einu kvöldi fellur kannski ekki í kramið næst. Það eru engin tvö kvöld alveg eins.

Núna hefurðu mikið farið út að skoða slamsenuna í öðrum löndum. Hvað þykir þér mest spennandi?
Mér fannst þýska slammsenan vera mjög spennandi, svona fyrir utan það að ég tala ekki þýsku svo ég skildi ekkert. En við hittum þarlenda skipuleggjendur sem voru að segja okkur frá því sem var að gerast í slammi og þar er verið að gera allskonar tilraunir með viðburðaformið. Dæmin sem ég nefndi áðan, jazzslömmin og að bæta verkum eftir látin skáld inní prógrammið, er hvoru tveggja eitthvað sem Þjóðverjarnir sögðu okkur frá.

Hvaða ljóðskáldum ertu hrifnust af?
Ég er mjög hrifin af Benjamin Zephaniah. Mér finnst hann fyndinn og sniðugur og líka með mjög góðan hrynjanda og gaman að hlusta á hann flytja. Svo er Kate Tempest líka heavy hitter, algjör þungavigtarkappi í spoken word.

Það eru nokkur skáld sem ég hef séð flytja hér í íslensku senunni sem ég væri til í að sjá meira af. Kristófer Páll er alltaf mjög skemmtilegur flytjandi og Soffía Lára sömuleiðis. Hannah Jane Cohen sem hefur verið að koma fram á slammkvöldunum hjá okkur er líka frábær flytjandi enda hefur hún sigrað oftar en einu sinni. Undanfarið hefur ansi oft staðið tæpt á milli hennar og Christopher Bower, en hann hefur líka tekið þátt í slammi í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, en slammið á rætur sínar að rekja þangað.

Hvernig geta áhugasamir verið með?
Senda email á ljodaslamm@gmail.com