Bryndís Björgvinsdóttir: „Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“ : TMM

Það eru nokkrir sagnamenn í föðurfjölskyldu minni og pabbi er einn þeirra. Mamma heldur því fram að hann sé „fastur í fortíðinni“ en það er meðal annars sú fortíð sem ég reyni að taka fyrir í verkinu Hafnfirðingabrandarinn sem út kemur á haustmánuðum 2014. Við mamma vitum ekki af hverju pabba finnst svona gaman að tala um fortíðina en kannski er hann þunglyndari en hann heldur. Og þá vísa ég til hins melankólíska ástands sem sálgreinandinn Sigmund Freud lýsti í ritgerðinni Trauer und Melancholie, en þar hélt hann því fram að melankólískur tregi væri önnur hlið sorgarferilsins, þar sem fólk lítur svo á að sátt við missi séu einskonar „svik“ við hin glötuðu viðföng.4 Í stað þess að horfa fram á veginn þá dvelur fólk við það sem var. Það er líka ágæt lýsing á pabba, en ég veit annars lítið um þunglyndi, og kannski er pabbi einfaldlega sagnamaður í eðli sínu. En hvað er það þá, að vera sagnamaður? Af hverju er sumt fólk endalaust að segja sögur af atburðum sem tilheyra fortíðinni? Hvað er á því að græða?

Bryndís Björgvinsdóttir skrifar um nýja bók sína, Hafnfirðingabrandarinn via „Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“ : TMM.

„Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna“

Leitin að Blóðey er ævintýrabók þar sem afi segir barnabarni æsilega sögu sem hann fullyrðir að sé sönn. Höfðuðu ævintýrasögur mikið til þín þegar þú varst barn? „Já, þessi bók er eiginlega ástarbréf til sjö ára Guðna. Þetta er bókin sem ég hefði verið meira en til í að lesa sjálfur á þeim tíma. Það var ekkert of mikið úrval af svona sögum en ætli ég hafi ekki verið ellefu ára þegar ég lagði í Hringadrottinssögu fyrst og las hana til enda. Hún og Hobbitinn, ásamt Benjamín dúfu og fleiri bókum, voru mínar uppáhaldsbækur.“

via Vísir – Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna.

The Tribe í Bíó paradís

Hin einstaka kvikmynd, The Tribe (Plemya), verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi föstudag. Myndin, sem er úkraínsk, fjallar um heyrnalausan ungling sem fer í heimavistarvistaskóla fyrir heyrnalausa og gengst þar inn í framandi samfélag. Hann verður ástfanginn af einum meðlimi hópsins og fellur smátt og smátt í þá gryfju að brjóta allar þær óskrifuðu reglur […]

Leikræn tjáning – Karolina Fund

Leikræn tjáning nýtist á margan hátt og allsstaðar þar sem fólk kemur saman hvort heldur í skólastarfinu, leiklistarnámskeiðum áhugaleikfélaga eða jafnvel bara á ættarmótinu. Leikræn tjáning er í raun æfingabanki sem inniheldur fjölbreyttar æfingar í leikrænni tjáningu. Má þar nefna leiki, upphitunaræfingar, spuna, persónusköpun, látbragðsleik, leikhússlagsmál, trúðaleik og boltakast. Fjölmargar myndir er tengjast æfingunum prýða bókina.

Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari og stofnandi Act alone einleikjahátíðarinnar og Kómedíuleikhússins. Elfar Logi hefur kennt leiklist um land allt síðustu tvo áratugi. Leikræn tjáning verður sannarlega kærkomin mörgum því mjög lítið er til af kennsluefni um leikræna tjáningu á Íslandi.

via Leikræn tjáning – Karolina Fund.

Kveðja frá Sofi Oksanen « Forlagið

Ég sendi líka íslenskum kollegum mínum kveðju sem lesandi þeirra. Ég verð alltaf stolt þegar ég sé íslenskar bækur í bókabúðum stórþjóða. Ég er viss um að dæmi Íslands gagnast öðrum smáþjóðum í baráttunni við bókaútgefendur stórþjóða sem eru oft smeykir við að kaupa bækur frá litlum málsvæðum til útgáfu. Íslendingar hafa sýnt að smáar þjóðir geta skapað sterka menningu sem fólk getur skilið og notið um víða veröld.

via Kveðja frá Sofi Oksanen « Forlagið – vefverslun.

Freyja Gunnlaugsdóttir um kjarabaráttu tónlistarkennara

Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mannauður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að færustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunnstig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir þá kynslóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sérfræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tónlist né öðrum greinum.

via Vísir – Kjarabarátta tónlistarkennara.

Köttum verður ekki smalað » Borgríki 2: kvikmyndagagnrýni

Mér var boðið á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki 2.  Til að gera langa sögu aðeins styttri má segja að myndin sé svona dæmigerð íslensk mynd.  Fín hugmynd sem gufar upp í lélegu handriti og slöppum leik.  Svo má auðvitað ekki gleyma takmörkuðu „production value“.   En kannski er ég aðeins of neikvæður.  Það voru alveg nokkrir dauðir punktar í henni sem má tala vel um.  Það var t.d. ekkert hlé á þessari mynd.  Sem er gott því þá komst ég fyrr heim.  Ég keypti líka ekkert popp og kók sem þýðir að ég fitna minna.  Þetta er allt stórir plúsar.

via Köttum verður ekki smalað » Borgríki 2: kvikmyndagagnrýni.

Saga eftirlifenda – Karolina Fund

Þriðja og síðasta bókin, Saga eftirlifenda: Níðhöggur, er þétt og löng (um 570 bls.), og því er framleiðslukostnaðurinn ansi hár. Hinar tvær bækurnar, Höður og Baldur og Heljarþröm, eru nánast uppseldar og nauðsynlegt er að endurprenta þær — þá fyrstu í fimmta skiptið — sem er að sjálfsögðu jákvætt, en það þýðir þó að sú samanlögð fjárhæð sem ég þarf að leggja út fyrir prentun er svo há að fáir sjálfstæðir útgefendur, eins og ég, myndu ráða við hana.

via Saga eftirlifenda – Karolina Fund.

Listasprettur á laugardegi

Á laugardaginn næsta, 18.októrber kl. 16, kynna þær Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir ljóð sín sögur og söngva. Þær hafa allar nýverið gefið út bækur og diska; Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar 48 og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires, Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef … og útgáfufyrirtækið Valgardi, gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum.

Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, á laugardaginn kl. 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum.

Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar.

Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna.

via Listasprettur á laugardegi.

Útgáfupa-ha-hartí skáldsögunnar DRÓN e. Halldór Armand

Heyhó. Heyheyhó. Laugardagur, 25. okt, milli 17-19. Bókabúð Máls & Menningar í hjarta miðbæjarins. Frítt bús. Live-tónlist. Ný og spennandi skáldsaga með helluðu premise-i. Hver getur sagt nei?

Heimildir herma að þekkt andlit á heimsvísu hafi boðað komu sína. Novak Djokovic? Chelsea Clinton? Kærasta Edwards Snowden? Sannleikur eða lygasaga? Raunveruleiki eða uppspuni?

En um hvað er bókin??!! Er enginn káputexti hér, oder was, eitthvað info sem ég get hamsað í mig??!! Ég er tímabundinn aðili með emaila til að svara, næstum batteríslausan síma og reikning frá Nova sem ég skil ekki! Vektu áhuga minn ASAP eða þegiðu! Gaur, go away or make me a sandwich!

Hey, aðili. Aðili … komdu hérna. Leyfðu mér að taka utan um þig. Svona já. Alveg róleg/ur. Hérna er textinn. Var hérna allan tímann. Lestu þetta bara af yfirvegun.

Þessi bók er um heiminn sem þú lifir og hrærist í, þannig séð, eða nánar tiltekið …

„Þegar líkami Heiðrúnar Sólnes, efnilegustu knattspyrnukonu landsins, virðist geta spáð fyrir um dularfullar árásir dróna víða um heim óttast hún að hún sé að missa vitið. Angistin breytist í algjöran hrylling þegar Ísland verður fyrir árás.

Árásirnar eru þó aðeins eitt af mörgum vandamálum sem þessi viðkvæmi sumarstarfsmaður Reykjavíkurborgar stendur frammi fyrir; faðir hennar óttast að Kötlugos leggi samfélagið á hliðina, neyðarlegt myndband á netinu gæti kollvarpað framtíð hennar og í þokkabót er hún skotin í floksstjóranum sem reykir mentólsígarettur og elskar verslunarmiðstöðvar.

DRÓN er glæsilega skrifuð og óvenjuleg skáldaga, stútfull af óstöðvandi hugmyndaflugi, ferskum húmor og pælingum um tækni og mennsku, sannleika og firringu, en um leið þroskasaga unglings sem vill ekki lengur lúta fjarstýringu annarra.“

Já, það er ekkert annað. Hljómar eins og allur pakkinn.

via Útgáfupa-ha-hartí skáldsögunnar DRÓN e. Halldór Armand.

Margrét Örnólfsdóttir: Við skrifum handrit og allir hinir fá vinnu

En í Varsjá voru öll dýrin í skóginum vinir – sápuóperuhöfundur frá Írlandi skálaði við listrænt þenkjandi kvikmyndahandritshöfund frá Finnlandi – allir fundu einhverja snertifleti og almennt virtist fólk átta sig á að það væri að langmestu leiti að fást við það sama – að skrifa drama. Annað sem þjappar hópnum saman er sameiginlegur óvinur. Margir hafa inngróið horn í síðu framleiðenda vegna sárrar reynslu af lélegum samningum eða vanefndum en nú virðist þó sem sú óvild sé víkjandi þar sem hagsmunir höfunda og framleiðenda gegn nýjum og öflugri ógnvaldi fara að miklu leiti saman. Stærsta málefni kvikmyndageirans er að sjálfsögðu hið gjörbreytta landslag í dreifingu kvikmynda- og sjónvarpsefnis á netinu og það stríð þurfa allir eigendur höfundarréttavarins efnis að heyja í sameiningu.

Margrét Örnólfsdóttir skrifar via Við skrifum handrit og allir hinir fá vinnu | Klapptré.

Húmor / Amor á Lestrarhátíð – Bókmenntaborgin

Bókmenntaborgin og Söguhringur kvenna tóku höndum saman nú í byrjun október og efndu til ritsmiðju undir heitinu Húmor / Amor með skáldkonunni Angelu Rawlings. Smiðjan var á dagskrá Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg 2014 – Tími fyrir sögu. Á annan tug kvenna tók þátt í þessari tveggja daga smiðju en þar var lagt upp með að skrifa smáprósa eða stutta texta út frá þemanu húmor / amor. Margar kvennanna eru af erlendum uppruna og voru textar því skrifaðir á fleiri tungumálum en íslensku.

Angela beitir nýstárlegum æfingum og aðferðum í ritsmiðjum, en hún hefur haldið fjölmargar slíkar bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún notar t.d. alls kyns kveikjur úr umhverfinu, hljóðæfingar og leik að orðum, tungumálum og orðasamböndum.

via Húmor / Amor á Lestrarhátíð – Bókmenntaborgin.

Bann á torrentsíðum | Lappari

Það var gerð athugun á þessum málum í Noregi sem sýndu að frá árinu 2008 til 2012 magn “pirated copies” lækkaði gífurlega. Tónlist fór t.d. úr 1.2 milljarði sóttra skráa niður í rúmlega 200 milljónir á þessum 4 árum, eða um rúmlega 82% lækkun, á meðan var um 50% minna sótt af bíómyndum og sjónvarpsþáttum.

Einhverjir hafa bent á að í Noregi hafi verið sýndar auglýsingar gegn “online piracy” og telja að það sé líka drifkraftur á bakvið þessar lækkandi tölur, en hafa ber í huga að þessar auglýsingar voru í gangi frá 1999 til 2008 á meðan “online piracy” var á mikilli uppleið. Það sem gerist í kringum 2008 er að löglegar mynd- og tónlistarveitur, á borð við Spotify, Pandora, Netflix og Hulu, standa neitendum til boða og verða vinsælar.

via Lappari | Bann á torrentsíðum.

Forlagið sektað um 25 milljónir – DV

Taldi eftirlitið að Forlagið hefði brotið gegn þessum skilyrðum. Fólust brotin í því að Forlagið braut gegn banni við því að birta smásöluverð bóka og banni við því að veita bóksölum afslætti sem fælu í sér óeðlilega mismunun Forlagsins á milli þeirra. Skilyrðum þessum var meðal annars ætlað að tryggja að Forlagið myndi ekki raska samkeppni í endursölu á bókum. Samkeppniseftirlitið lagði 25 milljóna króna stjórnvaldssekt á Forlagið vegna þessara brota.

via Forlagið sektað um 25 milljónir – DV.

Viðskiptavinir Vodafone og Hringdu fá ekki að nota Deildu og PirateBay vegna lögbanns – DV

STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fór fram á lögbannið. Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalinntak höfundaréttar sé einkaréttur höfundar til að gera eintök af verki sínu og birta það. Starfsemi umræddra vefsvæða vegi gegn þessum grundvallarrétti. Þótt vefsvæðin hafi verið opin um skeið liggi ekki annað fyrir en að notkun og dreifing hins höfundavarða efnis standi enn yfir og nýtt efni sé sífellt að koma inn. Verði því fallist á það með sóknaraðila að brotin séu yfirvofandi í skilningi laga.

via Viðskiptavinir Vodafone og Hringdu fá ekki að nota Deildu og PirateBay vegna lögbanns – DV.

Höfundakvöld: Ármann og Guðrún Eva

Húsráð Gunnarshúss mun standa fyrir vikulegum Höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hevrjum höfundi meiri tíma. Kvöldröðin fer af stað þann 16. okt kl. 20.00 enn þá mæta þau Guðrún Eva Mínervudóttir og Ármann Jakobsson og svara spurningum Arndísar Þórarinsdóttur um væntanlegar bækur sínar, skáldsöguna Englaryk (GEM) og barnabókina Síðasti galdrameistarinn (ÁJ). Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via Höfundakvöld: Ármann og Guðrún Eva.

Hamskiptin með augum blaðamanns – Landsbankinn

Að mati Inga var Björgólfur Guðmundsson táknmynd hins glæsta og gjafmilda auðmanns á Íslandi á árunum fyrir hrun. Ingi fjallar í bókinni um það hvernig fjárstuðningur við listir geti hugsanlega haft áhrif á listamenn eins og tekið var dæmi um þegar Björgólfur Guðmundsson vildi ekki opna Klink og Bank. Einnig hafi komið fram misvísandi skilaboð um það hvort og hversu mikil áhrif Landsbankans voru á listamenn innan Klink og Bank. Í bókinni er fjallað um aðkomu og sjónarmið þeirra bræðra Snorra og Ásmundar Ásmundarsona í því máli. Allt mjög athyglisvert og ekki síst að lesa ritgerð Hildar Jörundsdóttur til BA prófs á hugvísindasviði HÍ árið 2011, sem ég „googlaði“. Þar er fjallað um pólitískt framboð listamannsins Snorra sem gjörning.

Þorkell Sigurlaugsson skrifar um Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson via Hamskiptin með augum blaðamanns – Landsbankinn.

Jólagjöfin sem passar ekki undir tré | Kvennablaðið

En við erum þó heppin því íslensk höfundalög hafa að geyma 19. grein, sem leyfir safninu að búa til hljóðbækur handa þessum hópi án frekari málalenginga varðandi höfunda og útgefendur. Sumir rithöfundar eru æfir yfir þessari undanþágu og það er svo vel hægt að skilja það en það sem vegur mun þyngra að mínu mati eru almenn mannréttindi og jafnræði. Ef þessi undanþága væri ekki í gildi er hætt við að heldur fátæklegt yrði um að litast á bókakosti safnsins. Á sama tíma er safnið undir sívökulu eftirliti hagsmunaðila höfundarréttar og útgefenda.

via Jólagjöfin sem passar ekki undir tré | Kvennablaðið.

Maðurinn sem hataði börn – Fáránleiki og hárbeitt ádeila

Bókin er sneisafull af hárbeittri ádeilu á samfélag okkar. Blanda af léttri háðsádeilu og harðri gagnrýni á samfélagslega rétthugsun, eða öllu heldur ríkjandi skort á henni.

Höfundur velur sögumanni sínum sjónarhorn innflytjanda. Þannig fær ákveðinn minnihlutahópur samfélagsins rödd, hópur sem gjarnan hefur sætt fordómum. Með því að segja söguna út frá sjónarhorni Sylveks varpar höfundur auk þess ljósi á samfélag okkar, sem er okkur svo kunnugt en sögumanni framandi og furðulegt. Lesandinn nær miklu frekar tengingu við aðalpersónuna heldur en samfélagið sem byggt er á íslenskum samtíma. Það er spillt og nokkuð ógeðslegt.

via Vísir – Fáránleiki og hárbeitt ádeila.

Furðusagnasmiðjur Emils Hjörvars að hefjast

Bókmenntaborgin býður upp á furðusagnasmiðjur með rithöfundinum og bókmenntafræðingnum Emil Hjörvari Petersen á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014, en hún er nú haldin í þriðja sinn undir heitinu Tími fyrir sögu. Emil hefur þegar haldið þrjá opna fyrirlestra um furðusögur en nú er komið að því að áhugasamir geti spreytt sig á því að skrifa sínar eigin sögur.

via Vísir – Furðusagnasmiðjur Emils Hjörvars að hefjast.

RIFF: Skortur og angist

Sjónarhornið er oft óvenjulegt þar sem andlit, eyra eða háls eru til dæmis í nærmynd. Stundum er myndin úr fókus og reglulega koma rammar sem eru eins og undurfögur myndverk. Klippingar eru oft óvæntar og hljóðheimurinn er kafli út af fyrir sig. Drungaleg hljóðin magna upp áhrifin, ýta undir tilfinningar og túlkun á hugarástandi persónanna. Leikkonurnar standa sig allar með prýði í túlkun sinni á angist og harmi skortsins.

Skorturinn bæði áhugaverð og falleg mynd.

Sigurlín Bjarney skrifar via RIFF: Skortur og angist.

Skapandi skrif – fyrir kvikmyndir, sjónvarp og myndmiðla á netinu | Símenntun Háskólans á Akureyri

Á námskeiðinu er sérstaklega farið í hugmyndamat á “góðri hugmynd”, líkt og með raunhæfnismat í viðskiptum og grenndarkynningu í náttúruvernd. Að meta hugmynd vandlega leggur grunninn að góðum árangri. Þá er farið yfir muninn á að skrifa um eigin reynslu, um hugmyndir annarra eða um starfsemi sína og áhugamál, og loks undirstöðuatriði skrifa fyrir alla miðla og tæknilegan frágang á myndmiðlahandriti. Nálguninni er ætlað að skila hagnýtum lausnum fyrir alla sem vilja skrifa fyrir myndmiðla. Notast er við vídeóblogg, heimildarmyndir og leikið efni í fyrirlestri og umræðum.

via Skapandi skrif – fyrir kvikmyndir, sjónvarp og myndmiðla á netinu | Símenntun Háskólans á Akureyri.

Meistaraverk Leifs Þórarinssonar tónskálds | Kvennablaðið

Sunnudaginn 12. október kl. 17.15 mun Caput hópurinn standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu með tónlist Leifs Þórarinssonar. Með þessum tónleikum vill hópurinn heiðra minningu Leifs í tilefni af því að í ágúst sl. voru liðin áttatíu ár frá fæðingu hans. Flutt verða nokkur af meistaraverkum Leifs, verk sem heyrast nær aldrei, en efnisskráin spannar […]

Sviðslistakonur 50 plús með ljóðadagskrá í Iðnó | Kvennablaðið

Sviðslistakonur 50 plús hafa lagt undir sig gamla Iðnó og verða með einn mánudagsviðburð í hverjum mánuði í allan vetur. Nú er komið að október-ævintýrinu sem verður ljóðaflutningur mánudagskvöldið 13. október kl 20.00.

Þær sviðslistakonur sem ríða á vaðið eru þær Vilborg Halldórsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir. Ljóðin sem þær flytja verða flutt með dramatískri snerpu við fiðluundirleik.

via Sviðslistakonur 50 plús með ljóðadagskrá í Iðnó | Kvennablaðið.

Jónas Sen: Óskapnaður, en líka flottheit

Þremenningarnir horfðu einbeittir á skjáinn og spiluðu eftir fyrirmælum sem þar greinilega birtust. Nú sáu tónleikagestir ekki það sem var í tölvunni, ólíkt því sem gjarnan hefur tíðkast á fyrri tónleikum, þegar tölvuskjánum hefur verið brugðið upp á vegg. En það sem hér heyrðist var ósköp svipað og maður hefur áður upplifað. Engin spennandi framvinda var merkjanleg, engin áhugaverð áferð, engar andstæður, engir litir. Tónlistin var fyrst og fremst óskapnaður sem risti ekki djúpt.

Mun betri voru tvær tónsmíðar eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Sólheimajökull og Dettifoss.

via Vísir – Óskapnaður, en líka flottheit.

Steinar Bragi: Eðlilegt að vilja drepa gerandann

Félagslegu skilaboðin í Kötu eru kristaltær. „Þegar kerfið bregst verður einstaklingurinn að grípa til sinna ráða. Það hefur ríkt gríðarleg óánægja með framgang mála sem varða kynferðisofbeldi. Ekki bara að dómarnir séu vægir heldur hvað sönnunarbyrðin er ofboðslega ströng. Eða eins og Kata segir í bókinni: Sönnunarbyrðin í kynferðisofbeldismálum hlýtur að vera strangari en í eðlisfræðirannsóknum. Sumum dómurum virðist bara aldrei vera hægt að sýna fram á nauðgun.

via Vísir – Eðlilegt að vilja drepa gerandann.

Faðir Modiano svo óánægður með bók sonarins að hann reyndi að kaupa öll eintökin

Í gegnum tengsl sín við rithöfundinn Raymond Queneau fékk hann tækifæri á samning við Gallimard-bókaútgáfuna snemma á tvítugsaldri. Fyrsta skáldsagan, La Place de l’Etoile, kom út árið 1968, þegar Patrick Modiano var 23 ára. Bókin fjallar um gyðing sem starfaði með nasistum í stríðinu. Sagan segir að faðir Modiano hafi verið svo óánægður með bókina að hann hafi reynt að kaupa öll eintökin.

Síðan þá hefur rithöfundurinn gefið út tæplega 30 skáldsögur. Þema bókanna er yfirleitt svipað: hernám nasista, gyðingdómur, sjálfsmynd og ranghalar minnisins, fólk sem þarf að blekkja og fela sitt raunverulega andlit til að lifa af.

[…]

Engin bók eftir Modiano hefur komið út á íslensku, en Hulda Konráðsdóttir vann þýðingu að bókinni Rue des Boutiques Obscure, eða Gata hinna dimmu búða, sem lokaverkefni úr BA-námi í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1988. Sú þýðing hefur aldrei komið út á bók. Hulda segist hafa gert einhverjar tilraunir til að fá hana útgefna á sínum tíma. Hún segir ekkert bókaforlag hafa komið að máli við sig í kjölfar fréttanna.

via Frakkinn sem kom öllum á óvart – DV.

Vísir – Gagnrýnir bók bróður síns harðlega

Systir Sævars Poetrix gagnrýnir frásögn bróður síns í væntanlegri bók harðlega. „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt, en samviskan mín tekur hér við og segir stopp,“ skrifar Supriya Sunneva Kolandavelu á Facebook-síðu sína. Sævar birti brot úr bókinni á Facebook í vikunni en í henni fjallar hann um stormasama æsku.

Fjallað var um bókarbrotið á Vísi í gær þar sem rætt var við Sævar sem sagðist hafa fengið góðar viðtökur við kaflanum. „Fólk hefur aðallega verið mjög jákvætt og mjög snortið yfir þessu,“ sagði hann. „Sannleikurinn er auðveldasta leiðin til að lifa. Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig.“

via Vísir – Gagnrýnir bók bróður síns harðlega.

Myndlistarsjóður í hættu | RÚV

Árið 2012 var stofnaður með lögum sérstakur myndlistarsjóður með það að markmiði að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir og nú stendur til að skerða sjóðinn enn frekar.

Ef fer sem horfir í fjárlögum verður framlag til 15 milljónir, það er að segja, einungis þriðjungur af því sem sjóðurinn hafði úr að moða í upphafi og nú velta menn fyrir sér hvort sjóðurinn geti staðið undir lögbundnum skyldum sínum undir þessum kringumstæðum.

Rætt við Hlyn Helgason í Víðsjá via Myndlistarsjóður í hættu | RÚV.

Gagnrýni | Afinn | Klapptré

Kvikmyndagerðinni í Afanum er best lýst sem viðunandi. Það er ekkert sem sker sig úr við hana, hvorki á slæman né góðan hátt. Þessi mynd er gerð af mönnum sem vita hvað þeir eru að gera en um leið vantar allan karakter og stíl og fyrir vikið er myndin óttalega þurr og bragðlítil. Það á eiginlega við um myndina í heild sinni líka. Það eru ágætis pælingar í henni og áhugavert hvað hún er að reyna að gera en framkvæmdin er máttlaus og óspennandi.

via Gagnrýni | Afinn | Klapptré.

Gagnrýni um gagnrýni – bergthoraga.blog.is

Umfjöllunin í upphafi þáttarins um nýjar bækur var ekki boðleg. Gagnrýnendurnir og þáttastjórnandi töluðu niður til höfundanna og ég sat eftir með tilfinninguna að þeim hefði leiðst lesturinn. Það hvarflaði jafnvel að mér að þeim leiddist oft að lesa bækur, því nú er orðinn til frasinn, að frásögnin þurfi að vera á þann hátt að lesandinn nenni að fletta. Þáttastjórnandi greip allt of oft inn í tal viðmælenda sinna, það var eins og allir væru í tímaþröng.

Þátturinn lyftist þó  allur þegar fjallað var um Þórarin Eldjárn.

via Gagnrýni um gagnrýni – bergthoraga.blog.is.

Furður í Reykjavík: Goðsögur, oríentalismi, kynhlutverk

Hvernig birtast kynhlutverk í hinum ýmsu furðusagnagreinum, t.a.m. fantasíum og vísindaskáldskap? Hvernig birtast menningarheimar í vestrænum furðusögum? Hvernig nýtast goðsögur, þjóðsögur og mannkynssagan í furðusköpun?

Í öðrum fyrirlestri sínum um furðusögur ræðir Emil Hjörvar Petersen um virkni furðunnar sem skáldskapartæki, hvernig þemu og hlutverk mótast út frá frásagnarhættinum og öfugt. Auk þess fjallar hann um það hvernig staðreyndum er breytt í skáldskap og hvernig hliðarheimar kallast á við veruleikann.

via Furður í Reykjavík – fyrirlestur II.

Ósáttur hljóðbókaunnandi tekur málin í eigin hendur – DV

„Á Íslandi hefur alltaf verið litið á þetta sem einhverja aumingjaþjónustu fyrir blinda, ekki eitthvað sem ætti að gefa, það sé jafnvel móðgun eins og þiggjandinn geti ekki lesið. Erlendis er bara litið á þetta sem eitt form afþreyingar.“ Sjálfur segist Kristján hlusta mikið á hljóðbækur; í símanum, bílnum og í gegnum Spotify.

„Mig langar að sýna að það er hægt að gera þetta á hátt sem kostar bara núll krónur,“ útskýrir Kristján, en erlendis er mikið um að fólk taki sig til og lesi bækur inn á netið.

via Ósáttur hljóðbókaunnandi tekur málin í eigin hendur – DV.

Frí saga | Nestisboxið | Bókmenntaborgin

Á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg núna í október 2014 höfum við tekið saman pakka með gómsætum sögum sem eru nógu stuttar til að það sé hægt lesa þær í matar- eða kaffipásunni. Þetta eru alls konar sögur eftir ólíka íslenska höfunda og við munum setja inn nýja sögu á hverjum degi út októbermánuð.

Fyrsta sagan birtist þann 1. október á upphafsdegi Lestrarhátíðar, en það var sagan Dýrið eftir Þórarinn Eldjárn.

via Nestisboxið – Bókmenntaborgin.

Proppé og Lommi – Rétturinn til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs

Svona orti Einar Benediktsson aldrei, enda var hann leiðinlegt skáld. Hann hefði aldrei ort um rifinn smokk, hvað þá draugrifinn, enda varð það orð aðeins til vegna stuðlasetningar. En einmitt leiðindi Einars sem skálds, tilgerðarleikinn, orðagjálfrið, gerði það að verkum að hann var á endanum huslaður í þjóðargrafreitnum. Innst inni tignum við nefnilega leiðindin, sérstaklega uppskafningsleg leiðindi. Og hvað er uppskafningslegra og leiðinlegra en óáhugaverðar upplýsingar um fótbolta? Jú, algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar.

via Vísir – Rétturinn til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs.

Hvassast úti við sjóinn: Hallgerður Hallgrímsdóttir

Hvassast úti við sjóinn er rannsókn á íslenskum hversdegi. Samansafn eilífra augnablika, fjalla sem ekki gjósa, endurtekinna daga og óræðra andlita. Hinn skáldaði raunveruleiki er leikfang ljósmyndarans. Ljósmyndin er ekki svar, hún er tillaga. Þetta er samansafn tillaga. Tillaga sem sýna fast land og breytilegt, áferðir, skýjafar og svefnóra. Sýna fábrotnu kyrrðina og fólkið sem í henni býr. Við erum viðkvæm í návígi við alla þessa náttúru og ónáttúru, sem við sveipum okkur í. Eins og ekkert sé sjálfsagðara.

via Sýning Listasafn ASÍ.

Tabú og tíðarandi – Hvað má? – Bókmenntaborgin

Prófessor Dagný Kristjánsdóttir og rithöfundarnir Ole Dalgaard (Danmörk) og Mårten Melin (Svíþjóð) setja tabú í barnabókmenntum í samhengi við tíðaranda. Um hvað má fjalla í barnabókum nú til dags sem áður var tabú? Hvaða bannorð eru enn í gildi? Má merkja breytingar þar á?

Málstofa um línudans sem margir barnabókahöfundar þurfa að stíga þegar þeir fjalla um viðkvæm málefni. Málstofan fer fram á ensku.

Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 15.

via Tabú og tíðarandi – Hvað má? – Bókmenntaborgin.

Davíð Stefánsson: Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda

Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“

via Vísir – Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda.

Allóvenjuleg bók um nokkuð venjulega hluti | RÚV

Frásagnarhátturinn er vissulega óvenjulegur, sögumenn eru ýmsir, frásögnin er stundum í þriðju persónu, fyrstu persónu fleirtölu og jafnvel í annarri persónu eintölu og er þá lesandi ávarpaður sem tiltekinn karakter í sögunni, sem er sérstakt, en gengur skemmtilega upp í því samhengi sem höfundur hefur skapað. Hann, Sverrir Norland, skýtur líka upp kolli undir eigin nafni. Lesandinn verður reyndar að semja snemma við höfundinn um að taka þátt í frásagnarleikjum hans, því þeir útiloka „gjörsamlega“ raunsæjan lestur á verkinu og það er ágætur díll, verð ég að segja, því hann lofar að fjalla á ófyrirsjáanlegan hátt um býsna fyrirsjáanlega hluti, því það er nú eins og maður veit á miðjum aldri, fátt fyrirsjáanlegra en gerðir og þarfir ungs fólks sem alltaf hefur haldið að heimurinn sé nýr af því það er sjálft nýtt.

via Allóvenjuleg bók um nokkuð venjulega hluti | RÚV.

Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun | RÚV

Samkvæmt frétt í ítalska blaðinu Cronache del Garantista eftir ítalska blaðamanninn Paolo di Paolo hefur nafn Jóns Kalmans Stefánssonar verið nefnt í tengslum við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli.

via Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun | RÚV.

Hin nýja einlægni – DV

Hún segir það vera spennandi hóp skálda sem muni stíga á svið í Mengi. „Það verður gaman að heyra þau öll saman, þá getur maður skoðað hvort það sé einhver stefna í gangi sem tengir okkur. Því þetta eru samtíðarverk algjörlega.“ Hún segir að þegar maður lifi í hringiðu senunnar sé erfitt greina hvaða hugmynda- eða tískustraumar eru ríkjandi meðal þessarar kynslóðar skálda. „Mér fannst kaldhæðnin svolítið einkennandi fyrir Nýhil-kynslóðina en ég held að við séum klárlega komin frá því og það er einhver einlægni í gangi. Það er það eina sem ég hef skynjað sem tengir okkur, en það er ekki bara í ljóðlist heldur líka í bókmenntum og allri list þessa dagana.“

via Hin nýja einlægni – DV.

Cli-fi! – bókaumfjöllun | Grugg

Það má deila um hvort það er til marks um firringu mannkyns eða seiglu, en hvar sem mannskepnur fyrirfinnast hafa þær frá örófi alda gert sér mat úr hörmungum. Frá Sturlungavígum til heimsstyrjalda hefur listafólk fundið sköpunargáfu sinni farveg í frásögnum, tónlist og lýsingum sem er ýmist ætlað að skemmta, hrífa eða hvetja fólk til dáða. Skáldin hafa ekki farið varhuga af aðdráttarafli hörmunganna og í heimi bókmenntanna spila loftslagsbreytingar og umhverfisvandamál nú um stundir stóra rullu. Þetta sést kannski best á því að sá angi hans sem gefur sig að umhverfishörmungum er nú álitinn sérgrein og hefur fengið titilinn climate fiction, eða cli-fi. Innan cli-fi leynast bæði gullmolar og afleit verk og við báðum jaðrakaninn, sem er bæði víðlesinn og margfróður, að leggja mat á nokkur áhugaverð verk.

via Cli-fi! – bókaumfjöllun | Grugg.

Friðrika Benónýs: Amma dreki og vaskurinn

Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.

via Vísir – Amma dreki og vaskurinn.

Konur í tónlist búa við kerfisvillu sem hægt er að lagfæra | arnareggert.is

Þannig gekk fyrir stuttu áskorun manna á milli á Fésbókinni um að nefna tíu plötur sem hefðu haft áhrif á líf þeirra. Ísland er það lítið samfélag að á nokkrum dögum var eins og allir og amma þín líka væru búnir að gera slíkan lista. Í miðjum látunum bar á kvörtunum um að þetta væru eingöngu strákar að tala um strákahljómsveitir og var það hárrétt ábending. Fyrir rælni sá ég svo á „vegg“ vinar míns að vinur hans hafði skorað á hann að gera kvenlægan lista. Ég reigðist aftur við þetta, fannst þetta spennandi og um leið þarft samfélagslegt útspil. Ég henti óðar í slíkan lista, skoraði svo á fleiri kynbræður að gera slíkt hið sama og keðjan er orðin sæmilega löng þegar þetta er ritað.

Það sem er afhjúpandi við þetta tiltæki er að enginn þeirra, sem settu saman lista, átti í neinum vandræðum með það. Ef eitthvað er báðust menn fyrirgefningar á því að þurfa að sleppa út fjöldanum öllum af snillingum. Þetta rennir stoðum undir þá staðreynd að það er ekki vöntun á kvenfólki í tónlist sem er vandamálið heldur ákveðin „kerfisvilla“ sem við búum við.

Arnar Eggert Thoroddsen skrifar via Konur í tónlist búa við kerfisvillu sem hægt er að lagfæra | arnareggert.is.

Emil Hjörvar: Skrifa bara eins og ég vil

Ég hugsaði: „Þetta virkar ekki nema ég skrifi söguna sem furðusögu. Ég skrifa bara nákvæmlega eins og ég vil, ekki neinum til geðs, ég leyfi öllu því sem ég hef áhuga á að flæða í gegn. Útgefendur eiga eflaust ekki eftir að vilja að taka neinn séns með þetta, ég veit það, engin hefð er hérna fyrir svona bókum, en ég verð að segja þessa sögu og ég verð að segja hana algjörlega á mínum forsendum. Sjáum hvernig það gengur.“

via „Ævintýri og furðuheimar voru mér alltaf ofarlega í huga“ – Viðtal við Emil Hjörvar Petersen | Nörd Norðursins.

Karlafræðarinn : TMM

Auðvitað skiptir leikur öllu máli í svona verki og þeir Jóhann og Hilmar kunna list samleiksins vel. Þeir fengu fína æfingu í samhæfingu í Rauðu eftir John Logan í Borgarleikhúsinu í hittifyrra og virkilega smekklegt af leikhússtjóra að leyfa þeim að láta reyna á samvinnuna aftur. Hilmar dregur upp skýra mynd af Tómasi, góðum dreng en dálítið ráðvilltum, en gefur líka í skyn að ekki fáum við að vita allt um manninn á einu kvöldi. Í honum búi meira en við fáum að sjá enda hefur hann framtíðina fyrir sér. Jóhann er gegnheill í hlutverki Gunnlaugs; við þekkjum þennan mann inn úr, með öllum kostum hans og göllum. Jóhann nýtur þess í hlutverkinu hvað hann getur óendanlega mikið sem leikari og það er nautn að horfa á hann túlka þennan mann.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar via Karlafræðarinn : TMM.

Hlynur Helgason: Myndlist – vannýtt auðlind

Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi myndlistarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti.

Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þremur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhagslegt gildi myndlistarstarfs til muna.

via Vísir – Myndlist – vannýtt auðlind.

RIFF á Ísafirði

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF sem haldin er ár hvert í Reykjavík mun teygja anga sína í Ísafjarðarbíó á næstu dögum. RIFF býður upp á það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð og í ellefu daga á ári geta gestir hátíðarinnar horft á framsæknar kvikmyndir. Aðstandendur RIFF trúa því að bíó geti breytt heiminum og heimildamyndir skipa sífellt stærri sess á hátíðinni sem og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál. RIFF er óháð kvikmyndahátíð sem reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustur myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði.

via BB.is – Frétt.

Furður í Reykjavík – Hvað eru furðusögur? – Bókmenntaborgin

Hver er munurinn á háfantasíu, lágfantasíu og borgarfantasíu? Hvað er gufupönk? En hamfarasaga? Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingur, fjallar um furðusögur frá ýmsum sjónarhornum, fræðir okkur um greinar og undirgreinar þeirra, erlendar jafnt sem íslenskar. Hann ræðir tungutak íslenskunnar í furðusögum og möguleikana sem furðan hefur hér á landi.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti af þremur í verkefninu Furður í Reykjavík.

Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 kl. 20

via Furður í Reykjavík – Hvað eru furðusögur? – Bókmenntaborgin.