Myndlistarsjóður í hættu | RÚV

Árið 2012 var stofnaður með lögum sérstakur myndlistarsjóður með það að markmiði að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðarfullum verkefnum í framkvæmd. Á síðasta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir og nú stendur til að skerða sjóðinn enn frekar.

Ef fer sem horfir í fjárlögum verður framlag til 15 milljónir, það er að segja, einungis þriðjungur af því sem sjóðurinn hafði úr að moða í upphafi og nú velta menn fyrir sér hvort sjóðurinn geti staðið undir lögbundnum skyldum sínum undir þessum kringumstæðum.

Rætt við Hlyn Helgason í Víðsjá via Myndlistarsjóður í hættu | RÚV.