Alan Badiou um ljóðlist og kommúnisma

Þeim skulum við færa ljóðið sem á ekkert. Þeim sem er mállaus, þeim sem stamar, hinum ókunnuga skulum við færa ljóðið, en ekki kjaftatítunni, málfræðingnum eða þjóðernissinnanum. Öreiganum – sem samkvæmt skilgreiningu Marx er sá sem hefur ekkert að selja nema vinnuafl sitt – verðum við að færa alla jörðina, og jafnframt allar bækurnar, alla tónlistina, öll málverkin og öll vísindin. Og það sem meira er, þeim, öllum tilbrigðum öreiga, verðum við að bjóða ljóð kommúnismans.

Úr væntanlegri bók Alans Badiou – um kommúnisma og ljóðlist (á ensku) via Poetry and Communism – Lana Turner Journal.

Væmni, klisjur og taktföst stýring | REYKVÉLIN

Dansverkið Meadows segir sköpunar- og lífsferilssögu sem mér finnst ég hafa oft séð áður. Það hefst með veru sem rís óburðugum fótum upp af jörðinni og stígur sín fyrstu, klaufalegu skref og svo framvegis allt þar til yfir lýkur og verurnar skríða að leiðarlokum. Ég gat ekki að því gert að hugsa til Fantasíu Disneys með sínum dansandi blómálfum og deyjandi risaeðlum, en Meadows virtist stundum eins og mislukkað bergmál af því liðlega 70 ára gamla meistaraverki. Það ríkti í verki Gerkes einhver andi úrkynjunar sem í bland við klisjukennd efnistökin varð hreinlega of yfirþyrmandi. Þrátt fyrir að eiga sterk augnablik, til dæmis áhrifaríka senu sem gerist á vatnsbotni, heillaði Meadows mig á heildina litið ekki.

via Væmni, klisjur og taktföst stýring | REYKVÉLIN.

Myndlistarsjóður skorinn niður um 67% | RÚV

Myndlistarmenn fjölmenntu í Iðnó í dag til að mótmæla skertu framlagi til Myndlistarsjóðs. Þeir afhentu Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar lista með yfir 1000 undirskriftum þar sem skorað er á alþingismenn að standa vörð um sjóðinn.

Samband íslenskra myndlistarmanna stóð fyrir opnu húsi í Iðnó í dag í tilefni af Degi myndlistar sem er á morgun en líka til að mótmæla niðurskurði til Myndlistarsjóðs.

via Myndlistarsjóður skorinn niður um 67% | RÚV.

Jón Yngvi Jóhannsson um Kötu

Í Konum er lýst skefjalausu, skipulögðu ofbeldi sem ung kona verður fyrir í nafni listarinnar og í boði íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sumum lesendum að túlka þá bók sem vegsömun eða samþykki þess viðbjóðslega ofbeldis sem þar var lýst. Það er engu líkara en Kata sé viðbragð við slíkum lestri, þar er engin fjöður dregin yfir boðskap sögunnar, hún er stríðsyfirlýsing, eða í það minnsta yfirlýsing um það að við séum stödd í miðju stríði; stríði gegn konum þar sem fórnarlömbin hrannast upp á hverjum degi, þeim er nauðgað, þær svívirtar og drepnar, án þess að samfélagið bregðist við í samræmi við umfang og alvarleika ofbeldisins.

via Vísir – Tilgangur og meðal?.

„Ég hafði slitið öll tengsl við sjálfan mig“

„Ég hafði alltaf mikinn áhuga á reggítónlist þar sem ég tengdi alltaf við stemninguna. Ég man eftir því að þegar ég var á leið í leikskólann með mömmu spilaði hún kasettur með UB40 eða Black Uhuru á leiðinni. Ég söng alltaf með. Á unglingsárunum fór ég að fara svolítið inn í pönkið og út frá því fór ég að skilja betur tenginguna á milli reggí og pönksenunnar í Bretlandi. Þá fór ég aðeins að leika mér við að búa til hrátt reggí.“

via „Ég hafði slitið öll tengsl við sjálfan mig“ – DV.

Skiptar skoðanir um Dag ljóðsins | RÚV

Hugmynd ráðherra leggst ekki vel í alla. Fjörlegar umræður fara fram á Facebook síðu Kristjáns B. Jónassonar bókaútgefanda. Kristján segist telja undarlegt að gera fæðingardag skálds sem enginn lesi og skipti nánast engu máli í þróun íslenskra bókmennta að degi ljóðlistar. Enginn eftirspurn sé eftir kvæðum hans.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason svarar og segir að það væri hefnd fyrir Dag íslenskrar náttúru og „canónízeringu“ Ómars Ragnarssonar. Skáldið Þórarinn Eldjárn segir á sama vettvangi að Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember hafi bjargað miklu. Hann vonist til að 31. október bætist við.

via Skiptar skoðanir um Dag ljóðsins | RÚV.

Singapore Sling

Tónlist vikunnar: Nýtt Singapore Sling lag hatar Ísland og þig

Eina rokkhljómsveit Íslands, Singapore Sling, er að fara gefa út plötu. Hún heitir The Tower of Foronicity. Ég veit ekkert hvað Foronicity er, en ég held það hljóti að vera frekar glatað dæmi. Því ég er búinn að heyra plötuna og hún er öll einn fallegur hatursóður, hvar örvænting tekur sig saman í andlitinu, hættir að vorkenna sjálfri […]

Ragnar Bragason: Sjónvarp í almannaþágu

Íslensk þjóð gladdist í vor þegar nýr útvarpsstjóri var ráðinn, maður sem hafði unnið kraftaverk í leikhúsum landsins. Tilfinningin var að nú ætluðu stjórnvöld að styrkja og efla menningarhlutverk RÚV, það yrði blásið í lúðra og fánar reistir. En í dag mæla misvitrir enn og aftur fyrir frekari niðurskurði og harmonera þannig við stefnu sem framfylgt er í löndum sem okkur langar ekki að bera okkur saman við.

via Vísir – Sjónvarp í almannaþágu.

Fjölmennum á stefnumót við alþingismenn í Iðnó

Þér er boðið á stefnumót við þingmenn í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 31. október kl. 16–17, til þess að ræða framtíð Myndlistarsjóðs og myndlistarinnar í landinu.

Dagur Myndlistar verður formlega settur og 2. tbl STARA kemur út.

Fjölmennum á fundinn og vinnum saman að efla Myndlistarsjóð.

Fundarstjóri verður Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri.

Dagskrá fundarins: via Fjölmennum á stefnumót við alþingismenn í Iðnó.

Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu | Kjarninn

Í ræðu sinni sagði Benedikt: „Kæru norrænu félagar, hér í salnum sitja íslenskir stjórnmálamenn sem skáru niður fjárframlög til kvikmyndagerðar um 42 prósent á þessu ári, en í kjölfar efnahagshrunsins skáru þeir fjárframlögin niður um þrjátíu prósent. Þannig að við erum stödd í miðri katastrófu. Þannig að við myndum meta það mikils ef þið gætuð hjálpað okkur í eftirpartýinu með því að nálgast þá kurteisislega og fræða þá um kvikmyndir og menningu, tala við þá um Íslendingasögurnar og segja þeim að við sem erum að búa til sögur, séum líka að búa til Íslendingasögur, norskar sögur og danskar sögur, þó þær séu ekki skrifaðar á skinn.

via Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu | Kjarninn.

með öðrum orðum: Kjell Westö hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Finnlandssænski rithöfundurinn Kjell Westö hlaut í kvöld Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Hagring 38 (ísl. Hilling 38). Sagan gerist í Helsinki árið 1938 og fjallar um eftirköst finnsku borgarastyrjaldarinnar, sem átti sér stað tveimur áratugum fyrr. Hægt er að hlusta á ítarlega umfjöllun Jórunnar Sigurðardóttur um bókina á vef Ríkisútvarpsins.

via með öðrum orðum: Kjell Westö hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Forlagið vill hljóðbók af netinu – DV

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um hver verða okkar næstu skref í þessu. Það verður að koma í ljós,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, spurður um það hvernig útgáfan muni bregðast við upplestri Kristjáns Hrannars Pálssonar tónlistarmanns á Veröld sem var eftir Stefan Zweig, í heild sinni á íslensku á Youtube. „Þeir saka mig um þjófnað sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Hrannar í samtali við DV.

via Forlagið vill hljóðbók af netinu – DV.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Pétur og Orri

Húsráð Gunnarshúss mun standa fyrir vikulegum Höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.

Á fimmtudaginn 30. október mæta þeir Pétur Gunnarsson og Orri Harðarson og svara spurningum Hallgríms Helgasonar um bækur sínar, Veraldarsaga mín (PG) og Stundarfró (OH). Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Pétur og Orri.

Þjóðleikhús fyrir alla…nema fatlaða | Kjarninn

Stjórnvöld og forsvarsmenn Þjóðleikhússins eru auðvitað ábyrg fyrir því að aðgengi að húsinu sé viðunandi.  Í sjálfu sér hefðu þau dæmi, sem ég hef nú rakið, átt að nægja til að eitthvað yrði gert í málunum, en það hefur orðið bið á því. Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert.  Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur.  Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður. Ég hvet forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til að bregðast tafarlaust við ákalli um úrbætur svo Þjóðleikhúsið geti staðið undir því að vera leikhús þjóðarinnar.

via Þjóðleikhús fyrir alla…nema fatlaða | Kjarninn.

Framlag ritlistar 27 milljarðar á ári | RÚV

Í bókinni eru nokkrar tillögur um hvernig stjórnvöld geti eflt ritlist á Íslandi. Ágúst leggur til dæmis til að farin verði sama leið og í kvikmyndaframleiðslu, það er að að hluti kostnaðar við bókaútgáfu verði endurgreiddur. Í fyrstu yrði endurgreiðslan bundin við kennslubækur sem þarfnist sárlega uppfærslu. Þá leggur hann til að virðisaukaskattur á bækur verði lagður niður frá og með 2016, að framlög í bókasafnssjóði verði aukin og að lög um hugverkarétt verði uppfærð í takt við tímann.

via Framlag ritlistar 27 milljarðar á ári | RÚV.

Reykhólahreppur / – Fréttir / Viltu koma listiðkun þinni á framfæri?

Meðal félagsmanna í Félagi vestfirskra listamanna er fólk í Reykhólahreppi en fleiri liðsmenn eru vel þegnir. Félagið gefur út ársrit með heitinu List á Vestfjörðum og núna hefur ritstjórinn sent frá sér pistilkorn varðandi næsta hefti, sem hér er birt. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi klausu: Umfjöllun í List á Vestfjörðum er góð leið til að kynna sjálfan sig og verkin sín, blaðið er með góða dreifingu og lifir lengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allt svæðið fái að njóta sín og leggjum kapp á að svo verði áfram. Til þess að fá umfjöllun í blaðið þarft þú að vera í Félagi vestfirskra listamanna.

via Reykhólahreppur / – Fréttir / Viltu koma listiðkun þinni á framfæri?.

Málþing um Einar Benediktsson í tilefni af 150 afmæli skáldsins | Háskóli Íslands

Háskóli Íslands efnir til málþings um Einar Benediktsson laugardaginn 1. nóvember í tilefni af 150 afmæli skáldsins þann 31. október næstkomandi. Þingið verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13 til 16. Kvennakór Háskóla Íslands flytur tvö lög við ljóð Einars Benediktssonar.

Málþingsstjóri verður Inga B. Árnadóttir, prófessor á Heilbrigðisvísindasviði, en fyrirlesarar koma af fjórum fræðasviðum:

via Málþing um Einar Benediktsson í tilefni af 150 afmæli skáldsins | Háskóli Íslands.

Hvernig lifir maður tjónið? | RÚV

Trúarbrögð eru þar kostur og kemur þá að síðari vangaveltunni sem nefnd var í upphafi. Hvernig skyldi það vera að sofa hjá guði? Sjálfur sá ég alltaf heilagan anda fyrir mér sem heldur óáþreifanlega persónu, ekki beinlínis fola ástarlífsins heldur meira eins og sönnun í stærðfræði, formúlu sem einhvern veginn kveður á um að þegar parabóla í öðru veldi mætir ófyrirséðu hnitakerfi þar sem sem talnaþrenndir, skurðpunktar, láréttir fletir, hornréttur og tvinntölur leiða ávallt að tveimur kostum eða útkomum: annað hvort teiknast í hnitakerfinu þekkjanlegt andlit Elvis Presleys, eða pin númerið er afhjúpað sem opnar genitískt aðgengi að framleiðslu messíasarbarns.

Björn Þór Vilhjálmsson um Segulskekkju Soffíu Bjarnadóttur via Hvernig lifir maður tjónið? | RÚV.

Arngrímur Vídalín um Karítas

Andlegt ofbeldi er ríkjandi þáttur í samskiptum þeirra systra og alltaf er Karitas undirokuð, niðurlægð og höfð að engu. Raunar er persóna Bjarghildar svo einvíð í illmennsku sinni að það jaðrar við fáránleika. Hún er hreint út sagt ekki sérlega trúverðug persóna, þótt Vigdís Hrefna Pálsdóttir túlki hana eins ágætlega og efni standa til. Ofbeldið sem Karitas er beitt og þau sálrænu áhrif sem það hefur á hana er óhugnanlegt á að horfa.

via Óreiða á sviði – DV.

Ljóðræn sýn inn í hugarheim araba – DV

Um fimmtíu skáld frá arabaheiminum eiga ljóð í bókinni, um þriðjungur konur. Flest koma skáldin frá fyrrverandi nýlendum Frakka í Norður-Afríku: Marokkó, Alsír og Túnis. En nokkur skáldanna koma frá Líbíu, Egyptalandi, Írak, Sýrlandi og Líbanon.

Það er ljóst að innsýn í fjölbreyttan hugarheim arabískra skálda getur haft áhrif á hina einvíðu mynd sem Íslendingum birtist oft af þessum heimshluta. „Eins og við verðum vör við í fréttunum á hverjum degi þá er víða skelfilegt ástand í þessum heimshluta, þar sem menn drepa hverjir aðra undir yfirskini trúar. Það eru hins vegar ekki nein merki um svoleiðis ofstopa í bókinni.“

via Ljóðræn sýn inn í hugarheim araba – DV.

Útgáfufagnaður – Hálfsnert stúlka – Bjarni Bjarnason

Hálfsnert stúlka er ný skáldsaga eftir rithöfundinn Bjarna Bjarnason og er gefin út af Veröld. Í tilefni af útgáfu hennar verður létt og skemmtileg samkoma í Eymundsson í Austurstræti,efri hæð, þriðjudaginn 28.október kl. 17.00.

Bjarni mun segja stuttlega frá tilurð bókarinnar og vinkona okkar hún Ingibjörg Þórisdóttir, leikkona og kennslustjóri Listaháskóla Íslands, les valda kafla.

Léttar veitingar í boði.

via Útgáfufagnaður – Hálfsnert stúlka – Bjarni Bjarnason.

Yfirgengilega gáfulegt um Kötu | DR. GUNNI

Hlustaði á gríðarlega gáfulegar umræður um bókina KATA eftir Steinar Braga í Gufunni í gær. Mig langar að lesa þessa bók enda eru fyrri bækur Steinars „skemmtilegar“. Eftir því sem fólkið röflaði meira um bókina langaði mig þó alltaf minna til að lesa hana því þetta var svo yfirgengilega gáfulegt – eins og keppni í speki, mjög fyndið. Steinar Bragi nær alltaf að búa til sterka og þrúgandi söguramma, en svo er ekkert endilega víst að hann nái að plotta sig í mark. Góður David Lynch-ari engu að síður. Kaupi Kötu pronto.

via Gamall og gáfaður | DR. GUNNI.

KOK : OPNUN / ÚTGÁFUHÓF -Kristín Eiríksdóttir sýnir í Rennunni

Laugardaginn 25. októbber kl. 16.00 kl fagnar Kristín Eiríksdóttir útgáfu bókarinnar KOK sem kemur út undir merkjum JPV. Jafnframt opnar hún sýningu á teikningum í Rennunni og býður ykkur að koma við, þiggja léttar veitingar og hlýða á lestur úr bókinni.

Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit Auðnin árið 2006 og Annarskonar sæla árið 2008. Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Karí Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

Auk þess að sinna ritstörfum hefur Kristín tekið þátt í samsýningum og sett upp gjörninga í samstarfi við Ingibjörgu Magnadóttur, bæði hér heima og erlendis. Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd yfir á dönsku, þýsku og ensku. Kristín býr í Reykjavík.

via KOK : OPNUN / ÚTGÁFUHÓF -Kristín Eiríksdóttir sýnir í Rennunni.

Hallgrímur Helgason og Eggert Stefánsson : Herðubreið

Eins er það nú, þegar hann ofl. hafa unnið leikgerð útfrá verkinu hans, Konan við 1000 gráður, þá fer þessi ógnarlegi markaðssetningarskriðdreki á stað með drunum og dynkjum, yfirgnæfir allt annað og nær til sín athyglinni svo að með ódæmum er.

Ekki efa eg að þetta nýja verk hans þarsem Guðrún S. Gísladóttir fer áreiðanlega frábærlega með sitt erfiða hlutverk, sé vel heppnað leikhúsverk. Það er hin hliðin á þessum peningi, að þetta efni er svo „heavy“, að eg efa að aðsókn að því verði veruleg. En það skiptir hann litlu máli. Hann hefur náð sínu fram – og það er Schram-fólkinu alveg nægjanlegt.

via Hallgrímur Helgason og Eggert Stefánsson : Herðubreið.

Aþena, Ohio – Karolina Fund

Fyrir 20 árum bjó ég í amerískum smábæ sem hét þessu skemmtilega nafni. Um tveggja ára skeið sendi ég Rás 2 útvarpspistla um daglegt líf Íslendings í þessu samfélagi, sem oft kom spánskt fyrir sjónir og stangaðist í veigamiklum atriðum á við það sem hann átti að venjast úr heimahögunum. Pistlarnir urðu 77 talsins og fjalla um allt milli himins og jarðar, en ævinlega frá sjónarhóli hins þjóðrækna Íslendings sem veit eins og er að „Ísland er land þitt”.

Nú hef ég hug á að gefa þessa pistla út á bók, því ég hef grun um að margir hefðu gaman af að rifja upp þau viðhorf og þá atburði sem þeir lýsa. Þetta er bókin Aþena, Ohio.

via Aþena, Ohio – Karolina Fund.

Listaverk úr bókum

Þegar skapandi fólk kemur saman eða fær innblástur hvort frá öðru er aldrei að vita hvað getur gerst. Nemendur í myndmennt heimsóttu bókasafnið nýverið og fengu að velja sér ónothæfar bækur fyrir listaverk. Bækurnar eru orðnar gamlar og úreltar en krakkarnir gáfu þeim fallegt framhaldslíf með því að búa til skemmtileg bókverk.

via BB.is – Frétt.

Viðvarandi ósönnuð sekt

SP: Í stað þess að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð – frasi sem reyndar getur gefið til kynna viðvarandi ósannaða sekt – eru allir þarna á milli: ef til vill sekir. Hins vegar má sjá nafnið sem spurningarmerki eða beinlínis andstöðu við það hvernig kerfið og hin félagslegu norm skilgreina sektina. Er glæpamaðurinn í raun sekur? Um hvað? Og hvers er skilgreiningarvaldið?

S: Seinasta árið höfum við verið að vinna að tengdum hugmyndum en þó í sitthvoru lagi. Þegar við ákváðum að sýna verkin okkar saman sáum við að þó þau tengist ekki öll undir einni þematískri regnhlíf fléttast þau saman á fínlegan hátt. Við höfðum bæði verið að pæla mikið í glæpum og refsingu – og einnig vinnu. Þessi þrjú stef voru sérstaklega áberandi og nafnið nær að halda utan um verkin sem heild þó að það feli ekki í sér beina tilvísun í hvert og eitt þeirra.

Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir í viðtali via Gagnsleysi, sekt og guðleg refsing – DV.

Ingvi Þór Kormáksson skrifar um Stundarfró

Arinbjörn lifir á frægð sem hann hlaut fyrir sína fyrstu, og hingað til einu, ljóðabók en hefur ekki getað komið stafkrók á blað síðan. Hann lifir á snöpum frá útgefanda sínum og íhlaupakennslu. Örlög hans ráðast í Borginni við sundin eins og örlög fleiri ungra íslenskra skálda á fyrri tíð.

Þetta er afskaplega lipurlega rituð bók, sannkallaður skemmtilestur. Það er gott flæði í textanum. Ein hugmynd tengist annarri á átakalausan hátt og ný sjónarhorn verða til.

via Bókmenntir.is – 1989 – Stundarfró eftir Orra Harðarson í umfjöllun Ingva Þórs Kormákssonar.

Höfundakvöld “Konurnar á kantinum” í BMM!

Í tengslum við hátíðina “Konurnar á kantinum” (Women on the edge) sem fram fer hér á landi á nokkrum stöðum í vikunni, er blásið til höfundakvölds á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar.

Dagskráin hefst kl. 20 og þær sem koma fram eru Mette Karlsvik (NO), Kristín Ómarsdóttir (IS) og Maja Lee Langvad (DK) sem einblína á prósa.

Seinni hluti dagskrárinnar er tileinkuð ljóðlistinni og koma þá þar fram Inger Elisabeth Hansen NO), Sigurbjörg Þrastardóttir (IS), Olga Ravn (DK) og Kristín Eiríksdóttir (IS).

Dagskráin er opin öllum og aðgangur er ókeypis.

Verið hjartanlega velkomin

via (1) Höfundakvöld “Konurnar á kantinum” í BMM!.

Friðrik Erlingsson: Ginnungagap í siðmenningu Íslands

Orsök þess að íslenskar sjónvarpsseríur skortir sannfæringu, er annar skortur: Skortur á siðmenningu. Við áttum siðmenningu á miðöldum, svo komu 3-400 ár af niðurlægingu, hafís, eldgosum, ömurleika, hungri, pestum, einangrun, vosbúð og vesöld, en það eru aðstæður þar sem siðmenning fær ekki þrifist. Svo urðum við sjálfstæð og snögglega moldrík og síðan sigruðum við heiminn, alveg þangað til við duttum á rassinn.

Og nú höfum við risið upp að nýju eins og ofurskrímsli í annars flokks hryllingsmynd sem fær ekki drepist, sama hvað reynt er. Og þá förum við að semja glæpasögur og framleiða glæpaseríur líkt og við búum í morðóðu glæpasamfélagi milljónaþjóðar, sneisafullu af geðsjúklingum – því auðvitað erum við milljónaþjóð með þúsund ára menningarsögu að baki, er það ekki? Nei, það er ekki svo. Raunveruleg menningarsaga okkar nær varla aftur að aldamótunum 1900. Fyrir þann tíma var ginnungagap í siðmenningu okkar og menningarsögu, alveg aftur til þess tíma að höfundur Njálu setti punktinn við verk sitt. Þetta er sorglegt – og það er erfitt að horfast í augu við það – en svona er það samt.

via Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2 | Klapptré.

Rannsóknarstofa um framúrstefnu – „„Við erum hinir nýju menn nýs lífs“: Yfirlýsingar, gagnmenning og alþjóðleg framúrstefna“

Benedikt Hjartarson, dósent í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Hafnarhúsi sem unnin er í samvinnu við Rannsóknarstofu um framúrstefnu við Háskóla Íslands.

Í evrópskri menningarsögu er tímabilið frá 1909 til 1938 gjarnan kennt við sögulega framúrstefnu og þar með vísað til hreyfinga eins og ítalsks fútúrisma, rússnesks kúbó-fútúrisma, súrrealisma, kúbisma og konstrúktívísma. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýjar rannsóknir á sögulegu framúrstefnunni, sem leitast við að varpa ljósi á eðli starfsemi hennar og draga fram áður lítt þekktar hreyfingar eða efnivið. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýjum rannsóknum á bókmenntagrein manifestósins eða stefnuyfirlýsingarinnar og hvernig þær varpa nýju ljósi bæði á sérstöðu þessara hreyfinga og alþjóðlega útbreiðslu hinnar nýju fagurfræði. Í öðru lagi verður fjallað um nýrri fræðiskrif sem lagt hafa grunn að nýrri staðfræði alþjóðlegrar framúrstefnu og fela í sér endurskoðun á hefðbundnum hugmyndum um samband miðju og jaðarsvæða. Í þriðja lagi verða þessar nýju kenningar um staðfræði framúrstefnunnar kannaðar frá gagnrýnu sjónarhorni og þeirri spurningu velt upp, að hvaða marki þær halda fast í rannsóknarramma fræðilegrar hefðar sem takmarkar fremur en eykur skilning fræðimanna á viðfangsefninu. Í því samhengi verður áhersla lögð á mikilvægi breiðs sögulegs sjónarhorns á þær hugmyndir um þjóðfélagslega byltingu, menningarlega endurlífgun og andlega umbreytingu sem liggja verkefni hennar til grundvallar.

via Rannsóknarstofa um framúrstefnu – „„Við erum hinir nýju menn nýs lífs“: Yfirlýsingar, gagnmenning og alþjóðleg framúrstefna“.

Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga

Strax á fyrstu blaðsíðum bókarinnar er varpað fram vangaveltum um yfirborðskennd einkenni tímans og verða þau eitt mikilvægasta þema verksins. Þegar ljóðmælandinn fer í fyrsta skipti að heimsækja afa sinn á hjúkrunarheimili er hjallur í bakgarðinum þar sem verið er að þurrka þorskhausa. Hverfulleiki lífsins og endanleg hrörnun okkar allra er sýnd í gegnum þessa fiskhausa, sem „minna skáldið á helgrímur“ og verða birtingarmynd alls þess sem hann þarf að horfast í augu við þegar kemur að veikindum afans.

Alexandra Eyfjörð skrifar um Alzheimertilbrigðin via Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Sverrir

Húsráð Gunnarshúss mun standa fyrir vikulegum Höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.

Á fimmtudaginn 23. október mæta þau Kristín Steinsdóttir og Sverrir Norland og svara spurningum Höllu Þórlaugar um bækur sínar, skáldsöguna Kvíðasnillingana (SN) og Vonarlandið (KS). Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Sverrir.

Konurnar á kantinum

Velkomin á Konurnar á kantinum – árleg hátíð. Á “Kantinum” hátíðinni hittir þú fyrir rithöfunda, sýningarlistamenn og tónlistarmenn sem nýta sér gamlan efnivið á nýjan hátt.

19.00. NORDISK MESTERMØTE:

Poetene Olga Ravn (DK), Kristín Eiríksdóttir (IS), Kristín Ómarsdóttir (IS), og Inger Elisabeth Hansen (NO) leser egne tekster

20.00. PERFORMANCE:

Áfall/Trauma

Angela Rawlings (CA/IS)

20.15 PERFORMANCE:

Svingninger i krop, temperatur – jord

Jessie Kleemann (GL/DK)

20.45 FORFATTERSAMTALE

“Hun er vred.” Maja Lee Langvad (DK) í samtali við Kristínu Ómarsdóttur (IS)

21.45 KONSERT

Cryptochrome (IS)

Það er ókeypis á hátíðina, þökk sé stuðningi frá Kulturkontakt Nord, Norsk kulturråd, Norsk forfattersentrum og Statens kunstråd i København.

via Konurnar á kantinum.

Grettisfærsla – alþýðumenningu skilað til fólksins – erindi – rapp – sópran

Félag íslenskra fræða efnir til rannsóknarkvölds þar sem Bjarki Karlsson flytur erindið „Grettisfærsla – alþýðumenningu skilað til fólksins“ en Blaz Roca og Hallveig Rúnarsdóttir frumflytja þuluna við tóna Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Bjarki segir frá hinni blautlegu miðaldaþulu, Grettisfærslu, tortímingu hennar, endurheimt og nú síðast endurgerð í alþýðlegan búning. Hann reifar sögu kvæðisins, bragfræði og vinnubrögð við endurgerðina.

Grettisfærsla hafði verið hulin í 400 ár vegna siðvandra manna sem máðu út texta á þremur skinnbókarsíðum svo tryggilega að engin leið var að lesa. Ólafur heitinn Halldórsson náði þó að vinda að mestu ofan af ritskoðuninni árið 1959 með lestri af myndum, teknum undir útfjólubláu ljósi. Hinn endurheimti texti er býsna slitróttur á köflum en þó eru í honum heillegir partar, nóg til þess að grunur manna um að textinn hafi verið máður út sökum þess hve ósiðlegur hann var fékkst rækilega staðfestur. Þrátt fyrir að kvæðið megi teljast afar sérstakt, bæði sjálfs sín vegna og varðveislu sinnar, hefur það lítt verið á dagskrá fræðimanna síðan Ólafur svipti af því hulunni og ekki fyrr en nú ratað aftur inn í þá alþýðumenningu sem það virðist vera sprottið úr.

Sterk líkindi eru með Grettisfærslu og kveðkap Erps Eyvindarsonar – BlazRoca –, hvort heldur litið er til formgerðar eða efnistaka. Bjarki leitaði því til Erps um að semja inn í eyðurnar sem Ólafur Halldórsson náði ekki að lesa. Í fyrirlestrinum greinir hann frá samstarfi sínu við rapparann og hvernig þeir sameinuðust um viðeigandi nálgun á viðfangsefninu til að gera kvæðinu sem sanngjörnust skil þó að ýmsu þurfi að hnika til og prjóna við svo að það verði að samfelldum texta. Og að sjálfsögu verður lagið frumflutt.

via Grettisfærsla – alþýðumenningu skilað til fólksins – erindi – rapp – sópran.

Útgáfuboð bókarinnar Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson – Hlemmur Square, fimmtudaginn 23. október kl. 17

„Sagt er að jökullinn skili sínu, það sem hann eitt sinn gleypi komi um síðir í ljós aftur.“

Kætist með okkur kæru vinir! Við fögnum magnaðri nýrri skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, á Hlemmur Square fimmtudaginn 23. október kl. 17.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!

Vorið 2003 kemur ungur maður örmagna og blóðugur inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli eftir hrakninga á öræfum. Hann heitir Bernharður Fingurbjörg, austurrískur örnefnafræðingur, og erindi hans til landsins var að halda í rannsóknarleiðangur inn á Vatnajökul og vitja um vettvang hroðalegs glæps sem framinn var tuttugu árum fyrr og beindist meðal annars að móður hans.

Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar.

Ófeigur Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir bækur sínar og fékk Skáldsaga um Jón (2010) meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins.

via Útgáfuboð bókarinnar Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson – Hlemmur Square, fimmtudaginn 23. október kl. 17.

Afstýrum verkfalli tónlistarkennara « Silfur Egils

Ég ætla ekki að trúa því upp á sveitarfélögin í landinu að þau láti viðgangast að tónlistarkennarar fari í verkfall sem gæti orðið langt og strangt. Verkfallið á að hefjast á miðvikudaginn.

Því tónlistarkennarar hafa kannski ekki ýkja mikinn slagkraft í verkfalli – það gerist jú ekki annað en að börn og unglingar missa af spilatímum og tímum í tónfræði.

En gleymum því ekki að tónlistarkennslan í landinu er afar verðmæt. Hún hefur orðið þess valdandi að Íslendingar – sem áttu sama og enga tónlist á árum áður – eru nú mikil tónlistarþjóð. Tónlistin ber hróður okkar víða um álfu – ekkert bætir heldur geð landans eins og hún.

via Afstýrum verkfalli tónlistarkennara « Silfur Egils.

Sigurður Guðmundsson: „Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri“

„Ég er hugmyndafælinn maður,“ segir Sigurður. „Í sköpunarferlinu reyni ég að sleppa því sem kallað er hugmynd, án þess þó að gera bara eitthvað. Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri. Fólk í myndlistarnámi segist oft vanta hugmyndir, en hugmynd er ekki upphaf neins heldur verkfæri fyrir eitthvað annað sem liggur á bak við hana. Það sama á við í viðskiptum, blaðamennsku, landbúnaði eða ástarlífinu. Hugmynd er gagnlegt verkfæri en hún er í þjónustu þess sem er undanfari hennar. Þar er mitt vinnusvið og þar eyði ég mestum tíma, en úr þeirri vinnu kemur hins vegar ekkert sjáanlegt.“

via „Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri“ – DV.

Tilnefnd til Augustverðlaunanna 2014

Í hádeginu í dag var tilkynnt um þá sem tilnefndir eru til virtustu bókmenntaverðlauna Svía, sem kennd eru við August Strindberg. Þar á meðal eru höfundar sem birst hafa á íslensku, svo sem Steve Sem-Sandberg, höfundur Fátæklinganna í Lodz, sem kom út fyrir nokkrum árum – nú er hann tilnefndur fyrir bók sem heitir Hinir útvöldu (De utvalda) sem er líkt og fyrrnefnda bókin svokallaður nasistadoðrantur. Þá er Ida Börjel tilnefnd fyrir ljóðabókina Ma – en ljóð eftir hana hefur birst á Starafugli – og Sara Stridsberg er tilnefnd fyrir bókina Beckomberga, en Sara vann fyrir fáeinum árum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Draumadeildin (Drömfakulteten) sem heyrðist reglulega á tímabili að væri rétt óútkomin á íslensku áður en hún bara gufaði upp.

Frekari upplýsingar hér (á sænsku):Dessa har nominerats till Augustpriset 2014 | Augustpriset.

Útgáfureif: HAFNFIRÐINGABRANDARINN

Útgáfureif Hafnfirðingabrandarans fer fram á Kexinu (salnum inn af veitingastaðnum) á miðvikudaginn 22. október frá 17-19. Það er búið að panta Nirvana köku og 90’s skreytingar erlendis frá. Þá má geta þess að playlisti hefur verið í smíðum í marga daga inni á Spotify.

Hafnfirðingabrandarinn er líklegast gamansaga með dramatísku ívafi. Hún gerist árið 1999. Hún ætti að henta vel lesendum á aldrinum 14-50 ára (og öllum þessu þroskuðu börnum sem eru yngri – og frábæra fólki sem er eldra). Hugmyndin er sem sagt sú að sagan geti tilheyrt hinum svokallaða Young Adult-flokki, sem þykir vera mjög töff erlendis … held ég.

Sagan er skrifuð af einskærum áhuga á félagslegu raunsæi en líka á dramatískri söguframvindu (en áhuginn á drama ýkist enn frekar undir áhrifum koffíns). Kannski er sagan fyrst og fremst skrifuð af áhuga á kaffi og súkkulaði. Og svo líka baráttu hvers og eins fyrir gæfuríku lífi – sem ógæfan vill þó svo gjarnan vera partur af.

Þá má nefna að sagan kemur inn á ýmis ómissandi menningarfyrirbæri, mörg frá tíunda áratugnum, á borð við þættina „Að hætti Sigga Hall“, Austin Powers, Vaxtalínuna, Bee Gees, Maltesers, uppblásin húsgögn, Nirvana, formúluna fyrir flatarmál hrings sem er radíus hringsins sinnum radíus aftur sinnum pí, Gísla sögu Súrssonar, Titanic, Kleppara, Stöngina inn, Lúxusís með lakkrísbragði, Fjarðarkaup, Lindu-buff, Súfistann, Hafnarborg, All-Bran og Bráðavaktina – allt mjög áhugavert.

Í reifinu verður boðið upp á gúmmelaði og áfengi, glow-sticks og glæsileg plaggöt af Hanson, Ace of Base og Jet Black Joe, úr Æskunni og ABC, svo eitthvað sé nefnt.

via (2) Útgáfureif: HAFNFIRÐINGABRANDARINN.

Míkhaíl Shíshkín spjallar um Bréfabókina

Rússneski rithöfundurinn Míkhaíl Shíshkín, höfundur skáldsögunnar Bréfabókar sem er að koma út hjá Bjarti, heimsækir Reykjavík í næstu viku. Áslaug Agnarsdóttir þýddi bókina úr rússnesku.

Þriðjudaginn 21. október bjóða Bjartur, rússneskan í Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO lesendum að hitta skáldið. Dagskráin verður á efri hæð Sólon í Bankastræti kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Þarna gefst færi á að hlusta á Shíshkín ræða um verk sín, spjalla við skáldið og kynnast Bréfabók hans. Bókin verður til sölu á staðnum og geta áhugasamir lesendur fengið áritun hjá höfundinum.

via Míkhaíl Shíshkín spjallar um Bréfabókina – Bókmenntaborgin.

STEF setur fjarskiptafyrirtækjum afarkosti | RÚV

STEF hefur gefið Símanum, Tali og 365 frest til miðvikudags til að svara því hvort þau ætla að loka á aðgang sinna notenda að torrent-vefsíðunum deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síðustu viku að sýslumaður skyldi setja lögbann á aðgang notenda Vodafone og Hringdu.

Höfundaréttarsamtökin bíða þess nú að sýslumaður, sem áður hafði hafnað lögbanni, taki lögbannskröfuna gegn Vodafone og Hringdu fyrir á ný. Í framhaldi af úrskurði héraðsdóms skoraði STEF á Símann, Tal og 365 að fylgja fordæminu og loka fyrir aðgang sinna notenda.

via STEF setur fjarskiptafyrirtækjum afarkosti | RÚV.

Listasafn Íslands opnar undirdeild með videolistaverkum

Listasafn Íslands opnaði á 130 ára afmæli sínu þann 16.október nýja undirdeild, Vasulka-Stofu, og mun hún hýsa gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka. Vasulka-Stofa verður jafnframt miðstöð rafmiðlalista á Íslandi.

Með opnun stofunnar beinir Listasafn Íslands athygli að varðveislu vídeólistar sem hefur hingað til skort á. Sem höfuðsafn á sviði myndlistar gegnir Listasafn Íslands lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við um vídeóverk og margmiðlunarlist en þá list sem unnin er með eldri tækni. Deildarstjóri Vasulka-Stofu er Kristín Scheving.

via miðjan.is – Listasafn Íslands opnar undirdeild með videolistaverkum.

Sveinn Yngvi Egilsson: Skáld og rómantík

Nú­tíma­skáld­in, og þá á ég við skáld á 20. öld og fram á okk­ar daga, varpa svo lands­lag­inu inn á við og yrkja um hug­ar­heima. Þetta greini ég einna helst hjá Gyrði Elías­syni. Þá erum við kom­in í mjög hug­læga nátt­úru og kort­lagn­ingu sál­ar­lífs­ins út frá lands­lags­hug­tök­um sem er mjög for­vitni­legt fyr­ir­bæri. Um leið hef­ur Gyrðir, og ýmis önn­ur nú­tíma­skáld, mjög næma til­finn­ingu fyr­ir um­hverf­inu. Ljóðmæl­end­ur Gyrðis eru oft á gangi en gang­an er áber­andi fyr­ir­bæri í evr­ópskri róm­an­tík, og þetta út­fær­ir Gyrðir á sinn hátt. Hann er alls ekki hrein­ræktaður róm­an­tíker en mér finnst samt merki­legt að sjá hvað göngu­hefðin er sprelllif­andi í ljóðum hans.

Sveinn Yngvi Egilsson, höfundur bókarinnar Nátt­úra ljóðsins – Um­hverfi ís­lenskra skálda , spjallar við Kolbrúnu Bergþórsdóttur via Skáld og rómantík – mbl.is.

Ágúst Einarsson um virðisaukaskatt á bókum

Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa.

via Vísir – Afnema á virðisaukaskatt á bókum.

Ásgeir H. Ingólfsson: Útlensk bókajól

Ég man að það var stundum erfitt að fylgjast með jólabókaflóðinu úr fjarlægð í gamla daga, þegar næsta íslenska bókabúð var í meira en þúsund kílómetra fjarlægð. En þeir dagar eru auðvitað liðnir, enda minnsta mál í heimi að kaupa bara rafbókina með einum smelli þótt maður sé staddur í útlöndum.

Hefði maður haldið. En þegar maður leitar af rafbókum hjá eBaekur.is, Eymundsson.is eða Forlagid.is þá finn ég ekki Englaryk, ég finn ekki Kötu, ég finn ekki  Segulskekkju, ég finn ekki Kvíðasnillingana, ég finn ekki Manninn sem hataði börn, ég finn ekki Stundarfró – ég finn engar af þeim íslensku bókum sem ég þó veit að eru komnar út á pappír.

via Útlensk bókajól | Menningarsmygl.