Jólagjöfin sem passar ekki undir tré | Kvennablaðið

En við erum þó heppin því íslensk höfundalög hafa að geyma 19. grein, sem leyfir safninu að búa til hljóðbækur handa þessum hópi án frekari málalenginga varðandi höfunda og útgefendur. Sumir rithöfundar eru æfir yfir þessari undanþágu og það er svo vel hægt að skilja það en það sem vegur mun þyngra að mínu mati eru almenn mannréttindi og jafnræði. Ef þessi undanþága væri ekki í gildi er hætt við að heldur fátæklegt yrði um að litast á bókakosti safnsins. Á sama tíma er safnið undir sívökulu eftirliti hagsmunaðila höfundarréttar og útgefenda.

via Jólagjöfin sem passar ekki undir tré | Kvennablaðið.