Maðurinn sem hataði börn – Fáránleiki og hárbeitt ádeila

Bókin er sneisafull af hárbeittri ádeilu á samfélag okkar. Blanda af léttri háðsádeilu og harðri gagnrýni á samfélagslega rétthugsun, eða öllu heldur ríkjandi skort á henni.

Höfundur velur sögumanni sínum sjónarhorn innflytjanda. Þannig fær ákveðinn minnihlutahópur samfélagsins rödd, hópur sem gjarnan hefur sætt fordómum. Með því að segja söguna út frá sjónarhorni Sylveks varpar höfundur auk þess ljósi á samfélag okkar, sem er okkur svo kunnugt en sögumanni framandi og furðulegt. Lesandinn nær miklu frekar tengingu við aðalpersónuna heldur en samfélagið sem byggt er á íslenskum samtíma. Það er spillt og nokkuð ógeðslegt.

via Vísir – Fáránleiki og hárbeitt ádeila.