Bryndís Björgvinsdóttir: „Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“ : TMM

Það eru nokkrir sagnamenn í föðurfjölskyldu minni og pabbi er einn þeirra. Mamma heldur því fram að hann sé „fastur í fortíðinni“ en það er meðal annars sú fortíð sem ég reyni að taka fyrir í verkinu Hafnfirðingabrandarinn sem út kemur á haustmánuðum 2014. Við mamma vitum ekki af hverju pabba finnst svona gaman að tala um fortíðina en kannski er hann þunglyndari en hann heldur. Og þá vísa ég til hins melankólíska ástands sem sálgreinandinn Sigmund Freud lýsti í ritgerðinni Trauer und Melancholie, en þar hélt hann því fram að melankólískur tregi væri önnur hlið sorgarferilsins, þar sem fólk lítur svo á að sátt við missi séu einskonar „svik“ við hin glötuðu viðföng.4 Í stað þess að horfa fram á veginn þá dvelur fólk við það sem var. Það er líka ágæt lýsing á pabba, en ég veit annars lítið um þunglyndi, og kannski er pabbi einfaldlega sagnamaður í eðli sínu. En hvað er það þá, að vera sagnamaður? Af hverju er sumt fólk endalaust að segja sögur af atburðum sem tilheyra fortíðinni? Hvað er á því að græða?

Bryndís Björgvinsdóttir skrifar um nýja bók sína, Hafnfirðingabrandarinn via „Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“ : TMM.