Ásgeir H. Ingólfsson: Útlensk bókajól

Ég man að það var stundum erfitt að fylgjast með jólabókaflóðinu úr fjarlægð í gamla daga, þegar næsta íslenska bókabúð var í meira en þúsund kílómetra fjarlægð. En þeir dagar eru auðvitað liðnir, enda minnsta mál í heimi að kaupa bara rafbókina með einum smelli þótt maður sé staddur í útlöndum.

Hefði maður haldið. En þegar maður leitar af rafbókum hjá eBaekur.is, Eymundsson.is eða Forlagid.is þá finn ég ekki Englaryk, ég finn ekki Kötu, ég finn ekki  Segulskekkju, ég finn ekki Kvíðasnillingana, ég finn ekki Manninn sem hataði börn, ég finn ekki Stundarfró – ég finn engar af þeim íslensku bókum sem ég þó veit að eru komnar út á pappír.

via Útlensk bókajól | Menningarsmygl.