Furður í Reykjavík: Goðsögur, oríentalismi, kynhlutverk

Hvernig birtast kynhlutverk í hinum ýmsu furðusagnagreinum, t.a.m. fantasíum og vísindaskáldskap? Hvernig birtast menningarheimar í vestrænum furðusögum? Hvernig nýtast goðsögur, þjóðsögur og mannkynssagan í furðusköpun?

Í öðrum fyrirlestri sínum um furðusögur ræðir Emil Hjörvar Petersen um virkni furðunnar sem skáldskapartæki, hvernig þemu og hlutverk mótast út frá frásagnarhættinum og öfugt. Auk þess fjallar hann um það hvernig staðreyndum er breytt í skáldskap og hvernig hliðarheimar kallast á við veruleikann.

via Furður í Reykjavík – fyrirlestur II.